Suðurkjördæmi – klikkað kjördæmi Guðbrandur Einarsson skrifar 9. janúar 2020 09:00 Á árinu 2000 var kjördæmaskipan á Íslandi breytt og kosið skv. henni árið 2003. Suðurnesin sem áður tilheyrðu Suðurlandskjördæmi, tilheyra nú Suðurkjördæmi, sem er í raun gamla Suðurlandskjördæmið að viðbættum Hornafirði, sem áður tilheyrði Austurlandskjördæmi. Þegar maður skoðar þetta kjördæmi landfræðilega þá blasir þessi mynd við: Suðurlandskjördæmi. Þetta kjördæmi nær nánast þvert yfir landið sundurskorið af tveimur Reykjavíkurkjördæmum og Suðvesturkjördæmi. Suðurnesin eru aðeins lítill hluti þessa kjördæmis landfræðilega en um helmingur íbúa kjördæmisins búa samt sem áður á Suðurnesjum. Hvað réði þessari skiptingu? Af hverju var Hornafirði bætt við? Af hverju voru Suðurnesin ekki hluti af Suðvesturkjördæmi og Mosfellsbær þá miklu frekar hluti af Suðurkjördæmi sem væri miklu rökréttara landfræðilega? Hvað eiga Suðurnesin og Suðurlandsundirlendið sameiginlegt. Í mínum huga fjarska lítið. Atvinnuppbygging er allt önnur á Suðurlandi en á Suðurnesjum og hagsmunir æði ólíkir. Það getur heldur ekki verið hagkvæmt að þingmenn þurfi að þeytast landsenda á milli til þess að sinna kjósendum sínum. Ég vil því leggja til að þessu verði breytt og Suðurkjördæmi skipt upp í tvö kjördæmi, Suðurlandskjördæmi og Suðurnesjakjördæmi. Það myndi auðvelda vinnu þingmanna okkar, gera þeim að kleift að einbeita sér betur að þörfum þess svæðis sem þeir eru fulltrúar fyrir. Þetta myndi einnig minnka kolefnissporið og aksturskostnað þingmanna og þörfina fyrir að búa til Samviskugarða eins og einhverjir þingmanna hafa lagt til að settir verði á laggirnar, til þess að minnka samviskubit sitt.Höfundur er bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Guðbrandur Einarsson Reykjanesbær Kjördæmaskipan Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Á árinu 2000 var kjördæmaskipan á Íslandi breytt og kosið skv. henni árið 2003. Suðurnesin sem áður tilheyrðu Suðurlandskjördæmi, tilheyra nú Suðurkjördæmi, sem er í raun gamla Suðurlandskjördæmið að viðbættum Hornafirði, sem áður tilheyrði Austurlandskjördæmi. Þegar maður skoðar þetta kjördæmi landfræðilega þá blasir þessi mynd við: Suðurlandskjördæmi. Þetta kjördæmi nær nánast þvert yfir landið sundurskorið af tveimur Reykjavíkurkjördæmum og Suðvesturkjördæmi. Suðurnesin eru aðeins lítill hluti þessa kjördæmis landfræðilega en um helmingur íbúa kjördæmisins búa samt sem áður á Suðurnesjum. Hvað réði þessari skiptingu? Af hverju var Hornafirði bætt við? Af hverju voru Suðurnesin ekki hluti af Suðvesturkjördæmi og Mosfellsbær þá miklu frekar hluti af Suðurkjördæmi sem væri miklu rökréttara landfræðilega? Hvað eiga Suðurnesin og Suðurlandsundirlendið sameiginlegt. Í mínum huga fjarska lítið. Atvinnuppbygging er allt önnur á Suðurlandi en á Suðurnesjum og hagsmunir æði ólíkir. Það getur heldur ekki verið hagkvæmt að þingmenn þurfi að þeytast landsenda á milli til þess að sinna kjósendum sínum. Ég vil því leggja til að þessu verði breytt og Suðurkjördæmi skipt upp í tvö kjördæmi, Suðurlandskjördæmi og Suðurnesjakjördæmi. Það myndi auðvelda vinnu þingmanna okkar, gera þeim að kleift að einbeita sér betur að þörfum þess svæðis sem þeir eru fulltrúar fyrir. Þetta myndi einnig minnka kolefnissporið og aksturskostnað þingmanna og þörfina fyrir að búa til Samviskugarða eins og einhverjir þingmanna hafa lagt til að settir verði á laggirnar, til þess að minnka samviskubit sitt.Höfundur er bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar