Lífið

Paris Hilton og Lil Wayne með nýtt lag

Paris Hilton er komin með nýtt og brakandi ferskt lag.
Paris Hilton er komin með nýtt og brakandi ferskt lag. NORDICPHOTOS/GETTY
Djammdrottningin og hótelerfinginn Paris Hilton, er aftur komin fram á sjónarsviðið í tónlistarheiminum. Hún hefur nú gefið út nýtt og brakandi ferskt lag sem heitir Good Time, en í laginu er rapparinn Lil Wayne, henni til halds og trausts.

Þetta er fyrsta smáskífulagið af væntanlegri plötu frá stúlkunni en platan er enn ónefnd. Í samtali við Rolling Stone-tímaritið, sagðist Hilton vera að vinna að plötunni með mjög hæfileikaríku og skemmtilegu fólki og sagðist jafnframt varla geta beðið eftir því að gefa út fleiri lög sem verða á plötunni.

Á væntanlegri plötu Hilton koma fram listamenn á borð við RedOne, Snoop Dogg og Flo Rida.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.