Misheppnuð mótmæli? 29. júlí 2005 00:01 Töluverð eftirvænting var meðal borgarbúa í gær. Ástæðan? Jú, í fyrsta skiptið í fjölda mörg ár höfðu verið boðuð mótmæli sem í orði virtust ætla að líkjast því sem fólk er vant að sjá frá útlöndum. Sérstaklega kemur Frakkland upp í hugann og kannski líka Grikkland eða Suður-Evrópulöndin. Í fyrri hluta vikunnar boðuðu íslenskir atvinnubílstjórar aðgerðir gegn því sem þeir kjósa að kalla ósanngjarnt olíugjald. Til þess að leggja áherslu á ósanngirnina og vekja ráðamenn og fólk almennt til umhugsunar um málið ákváðu þeir að stöðva umferð út úr borginni fyrir verslunarmannahelgina. Í fyrstu vildu þeir ekkert segja til um það hvar og hvenær þeir hygðust láta til skarar skríða. Síðan sögðu þeir að það yrði á föstudeginum. Einhvern tímann eftir hádegi voru skilaboðin. Ég hef það fyrir víst að fólki var ansi brugðið og fóru ýmsir fyrr heim úr vinnu til að komast klakklaust út á land. Þeir hefðu svo sem ekki þurft að gera það. Bílstjórarnir, sem fóru á rúmlega tuttugu trukkum, fengu ekki að tefja umferðina að neinu ráði. Lögreglan vissi af öllu saman og bönnuðu bílstjórunum einfaldlega að tefja umferðina. Bílstjórarnir keyrðu því um götur borgarinnar á um þrjátíu kílómetra hraða sem er alls ekkert óeðlilegur hraði á föstudagseftirmiðdegi. Um leið og einhver bílstjórinn hægði óeðlilega mikið á sér var lögreglan strax kominn til að reka þann hinn sama áfram. Lögreglan hafði því fullkomna stjórn á öllu saman. Voru mótmælin þá ekki misheppnuð eftir allt saman? Svarið er: nei, alls ekki. Mótmælin voru fyrsta frétt í ljósvakamiðlunum fram eftir degi og fram á kvöld. Boðskapnum var komið á framfæri og það var líklega tilgangurinn. Tilgangurinn var í sjálfu sér ekki að tefja fólk, það var öngullinn. Fjölmiðlarnir bitu á og atvinnubílstjórarnir sigruðu. Hvort svo mótmælin skila einhverjum árangri er annað mál. Það vakti reyndar sérstaka athygli mína að atvinnubílstjórar voru ekki samstíga í aðgerðum sínum. Félag hópferðaleyfishafa sá sérstaka ástæðu til þess að senda fréttatilkynningu um að félagið tengdist ekki á neinn hátt mótmælunum gegn olíugjaldinu. Síðan segir orðrétt: "Félagið telur að fara verði afskaplega varlega í mótmælaaðgerðum sem lúta að því að skapa öngþveiti á vegum á stærstu ferðahelgi landsmanna. Stjórn félagsins tekur hins vegar heilshugar undir þau sjónarmið að olíugjald sé of hátt og hefur stjórnin átt fundi með fjármálaráðherra út af því máli." Hefði nú ekki verið skynsamlegra hafa þetta samstillt átak. Félagið hefði alls ekki þurft að skammast sín fyrir mótmælin í gær. Þau voru álíka æsileg og fermingaveisla hjá samheldinni fjölskyldu. - Trausti Hafliðason Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Skoðanir Trausti Hafliðason Mest lesið Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Sjá meira
Töluverð eftirvænting var meðal borgarbúa í gær. Ástæðan? Jú, í fyrsta skiptið í fjölda mörg ár höfðu verið boðuð mótmæli sem í orði virtust ætla að líkjast því sem fólk er vant að sjá frá útlöndum. Sérstaklega kemur Frakkland upp í hugann og kannski líka Grikkland eða Suður-Evrópulöndin. Í fyrri hluta vikunnar boðuðu íslenskir atvinnubílstjórar aðgerðir gegn því sem þeir kjósa að kalla ósanngjarnt olíugjald. Til þess að leggja áherslu á ósanngirnina og vekja ráðamenn og fólk almennt til umhugsunar um málið ákváðu þeir að stöðva umferð út úr borginni fyrir verslunarmannahelgina. Í fyrstu vildu þeir ekkert segja til um það hvar og hvenær þeir hygðust láta til skarar skríða. Síðan sögðu þeir að það yrði á föstudeginum. Einhvern tímann eftir hádegi voru skilaboðin. Ég hef það fyrir víst að fólki var ansi brugðið og fóru ýmsir fyrr heim úr vinnu til að komast klakklaust út á land. Þeir hefðu svo sem ekki þurft að gera það. Bílstjórarnir, sem fóru á rúmlega tuttugu trukkum, fengu ekki að tefja umferðina að neinu ráði. Lögreglan vissi af öllu saman og bönnuðu bílstjórunum einfaldlega að tefja umferðina. Bílstjórarnir keyrðu því um götur borgarinnar á um þrjátíu kílómetra hraða sem er alls ekkert óeðlilegur hraði á föstudagseftirmiðdegi. Um leið og einhver bílstjórinn hægði óeðlilega mikið á sér var lögreglan strax kominn til að reka þann hinn sama áfram. Lögreglan hafði því fullkomna stjórn á öllu saman. Voru mótmælin þá ekki misheppnuð eftir allt saman? Svarið er: nei, alls ekki. Mótmælin voru fyrsta frétt í ljósvakamiðlunum fram eftir degi og fram á kvöld. Boðskapnum var komið á framfæri og það var líklega tilgangurinn. Tilgangurinn var í sjálfu sér ekki að tefja fólk, það var öngullinn. Fjölmiðlarnir bitu á og atvinnubílstjórarnir sigruðu. Hvort svo mótmælin skila einhverjum árangri er annað mál. Það vakti reyndar sérstaka athygli mína að atvinnubílstjórar voru ekki samstíga í aðgerðum sínum. Félag hópferðaleyfishafa sá sérstaka ástæðu til þess að senda fréttatilkynningu um að félagið tengdist ekki á neinn hátt mótmælunum gegn olíugjaldinu. Síðan segir orðrétt: "Félagið telur að fara verði afskaplega varlega í mótmælaaðgerðum sem lúta að því að skapa öngþveiti á vegum á stærstu ferðahelgi landsmanna. Stjórn félagsins tekur hins vegar heilshugar undir þau sjónarmið að olíugjald sé of hátt og hefur stjórnin átt fundi með fjármálaráðherra út af því máli." Hefði nú ekki verið skynsamlegra hafa þetta samstillt átak. Félagið hefði alls ekki þurft að skammast sín fyrir mótmælin í gær. Þau voru álíka æsileg og fermingaveisla hjá samheldinni fjölskyldu. - Trausti Hafliðason
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun