Lítið til sparað Svanborg Sigmarsdóttir skrifar 29. apríl 2005 00:01 Það voru sennilega ófáir sem rötuðu inn á heimasíðu Framsóknarflokksins þegar fjármál þingmanna flokksins voru gerð opinber í vikunni. Sumir stjórnmálaspekinga fögnuðu hinu opna lýðræði sem Framsóknarmenn sýndu loksins . Aðrir töluðu um að nú loks væru spunameistarar flokksins farnir að vinna fyrir kaupinu sínum. Og á meðan sumir fögnuðu súrnaði yfir stjórnarandstöðunni yfir því að þrumunni þeirra hafi verið stolið. Nú tölta svo stjórnarandstöðuþingmenn á eftir og ætla að opna sínar skruddur. Vinstri grænir settu sín fjármál á vef flokksins í gær. En hvað eiga þessir háttvirtu þingmenn nú í krónum talið ? er ástæða að ætla að sögur um eignartengsl og hagsmunapot einstakra þingmanna falli nú niður dauðar og ómerkar í kjölfar þessarrar opinberunnar þingmannanna ? Helsti eignamaður Framsóknarflokksins er sjálfur forsætisráðherra sem erfði hlut foreldra sinna í Skinney – Þinganes h/f að nafnverði rúmlega 15.000 hluti. Halldór á svo hluti í hinu og þessu batteríinu meðal annars DeCode, en ekki er um stórar upphæðir að ræða. Fjölskylduarfur Halldórs er metinn á ca 80 miljónir á markaðsvirði samkvæmt fréttum Rúv í gær. Reyndar kom þar ekkert fram um hlut Skinneyjar í Hesteyri og hlut Hesteyrar í VÍS. Eitthvað sem þeir eignuðust víst með því að skipta á sínum hlut í Ker þarna á síðustu metrunum áður en Búnaðarbankinn var seldur... Keri ásamt fleirum. Birkir Jón, yngsti þingmaður þjóðarinnar á heila 25.000 hluta að nafnvirði í Loðnuvinnslunni á Fáskrúðsfirði enn smákóngur í þeim bransa. Jón Kristjánsson á rúmlega 400 þúsund í Landsbankanum og smotterí í DeCode. Það er kannski ekki óeðlilegt að ráðherra heilbrigðismála veðji á erfðarannsóknir til að auka auð sinn. Áhugvert er að viðskiptaráðherra vor hefur ekki staðið í miklum kaupum á hlutabréfum en hún á þó í þekktum apparötum í bransanum Burðarás, Gjögun og eins og Halldór og Siv á Valgerður í Skúlagarði sem er jú eignarhaldsfélag yfir heimili þeirra framsóknarmanna. Siv Friðleifs virðist fjárfesta í félagsstörfum frekar en hlutafélögum en hún á 100.000 í Íslandstryggingu og tekur fram í sínu bókhaldi að hún sé í badminton félaginu Lurkarnir auk þess að vera félagi í 18 öðrum félagasamtökum. Magnús, Hjálmar og Guðni eiga fáa hluti í nokkrum félögum. Landbúnaðarráðherra sannar það í bókhaldi sínu að hann er ekki taktlaus framsóknarmaður enda félagi í bæði Hrútavinafélaginu og Þrastavinafélaginu. Jónína, Dagný, Kristinn og Árni hafa ekki staðið í kaupum á hlutabréfum en eiginkona félagsmálaráðherra á þó 50 prósent í náttúrubúð. Sem sagt engin stórmenni í fjármálalífinu hér á ferð þó forsætisráðherra sé nú meira virði fyrir mörgum en áður, hvort sem hann getur talið sér það til tekna í kosningum eða ekki. Þingmenn Vinstri grænna flokki alþýðunnar hafa ekki staðið í miklum fjárfestingum og segja má að eini milljónamaður flokksins sé sjálfur formaðurinn. Hann á auðvita sinn smá hlut í Símanum eins og frægt er orðið uppá 10.000 hluti að nafnvirði. Þá á hann tæpa tveggja milljóna króna hlut í Frystihúsi Þórshafnar hf sem var að vísu seldur í upphafi árs, 17.500 í Marel, 10.000 í Íslandsbanka, 202.500 hluti í Efnalaug Suðurlands, 51.800 hluti í Fjallalambi ehf, 150.000 í Seljarlaxi hf. Flestum kemur efalaust mest á óvart að höfuð og herðar vinstri grænna eigi svo mikið af hlutabréfum út um víða völl. Hvort svo fjárfestingar Steingríms séu til marks um góða fjárfestingastefnu verður svo að vera annarra að meta. Sjálfsagt hafa hægri menn þegar farið út í að reikna markaðsvirði Steingríms til að geta viðhaldið kenningunni um óhæfi vinstri manna með fjármuni.Þingmenn Framsóknar og Vinstri Grænna hafa nú berháttað sín fjármáltengsl fyrir kjósendum. Nú er spurning hvort spjót Gróu á leiti beinist ekki í enn ríkari mæli að þeim flokkum sem ekki hafa opinberað bókhald sitt enn. Hversu lengi Samfylkingin lætur bíða lengi eftir sér og hvort frjálslyndir og sjálfstæðismenn þori svo að standa fjárhagslega alsberir fyrir framan alþjóð verður tíminn að leiða í ljós. Svanborg Sigmarsdóttir - svanborg@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Það voru sennilega ófáir sem rötuðu inn á heimasíðu Framsóknarflokksins þegar fjármál þingmanna flokksins voru gerð opinber í vikunni. Sumir stjórnmálaspekinga fögnuðu hinu opna lýðræði sem Framsóknarmenn sýndu loksins . Aðrir töluðu um að nú loks væru spunameistarar flokksins farnir að vinna fyrir kaupinu sínum. Og á meðan sumir fögnuðu súrnaði yfir stjórnarandstöðunni yfir því að þrumunni þeirra hafi verið stolið. Nú tölta svo stjórnarandstöðuþingmenn á eftir og ætla að opna sínar skruddur. Vinstri grænir settu sín fjármál á vef flokksins í gær. En hvað eiga þessir háttvirtu þingmenn nú í krónum talið ? er ástæða að ætla að sögur um eignartengsl og hagsmunapot einstakra þingmanna falli nú niður dauðar og ómerkar í kjölfar þessarrar opinberunnar þingmannanna ? Helsti eignamaður Framsóknarflokksins er sjálfur forsætisráðherra sem erfði hlut foreldra sinna í Skinney – Þinganes h/f að nafnverði rúmlega 15.000 hluti. Halldór á svo hluti í hinu og þessu batteríinu meðal annars DeCode, en ekki er um stórar upphæðir að ræða. Fjölskylduarfur Halldórs er metinn á ca 80 miljónir á markaðsvirði samkvæmt fréttum Rúv í gær. Reyndar kom þar ekkert fram um hlut Skinneyjar í Hesteyri og hlut Hesteyrar í VÍS. Eitthvað sem þeir eignuðust víst með því að skipta á sínum hlut í Ker þarna á síðustu metrunum áður en Búnaðarbankinn var seldur... Keri ásamt fleirum. Birkir Jón, yngsti þingmaður þjóðarinnar á heila 25.000 hluta að nafnvirði í Loðnuvinnslunni á Fáskrúðsfirði enn smákóngur í þeim bransa. Jón Kristjánsson á rúmlega 400 þúsund í Landsbankanum og smotterí í DeCode. Það er kannski ekki óeðlilegt að ráðherra heilbrigðismála veðji á erfðarannsóknir til að auka auð sinn. Áhugvert er að viðskiptaráðherra vor hefur ekki staðið í miklum kaupum á hlutabréfum en hún á þó í þekktum apparötum í bransanum Burðarás, Gjögun og eins og Halldór og Siv á Valgerður í Skúlagarði sem er jú eignarhaldsfélag yfir heimili þeirra framsóknarmanna. Siv Friðleifs virðist fjárfesta í félagsstörfum frekar en hlutafélögum en hún á 100.000 í Íslandstryggingu og tekur fram í sínu bókhaldi að hún sé í badminton félaginu Lurkarnir auk þess að vera félagi í 18 öðrum félagasamtökum. Magnús, Hjálmar og Guðni eiga fáa hluti í nokkrum félögum. Landbúnaðarráðherra sannar það í bókhaldi sínu að hann er ekki taktlaus framsóknarmaður enda félagi í bæði Hrútavinafélaginu og Þrastavinafélaginu. Jónína, Dagný, Kristinn og Árni hafa ekki staðið í kaupum á hlutabréfum en eiginkona félagsmálaráðherra á þó 50 prósent í náttúrubúð. Sem sagt engin stórmenni í fjármálalífinu hér á ferð þó forsætisráðherra sé nú meira virði fyrir mörgum en áður, hvort sem hann getur talið sér það til tekna í kosningum eða ekki. Þingmenn Vinstri grænna flokki alþýðunnar hafa ekki staðið í miklum fjárfestingum og segja má að eini milljónamaður flokksins sé sjálfur formaðurinn. Hann á auðvita sinn smá hlut í Símanum eins og frægt er orðið uppá 10.000 hluti að nafnvirði. Þá á hann tæpa tveggja milljóna króna hlut í Frystihúsi Þórshafnar hf sem var að vísu seldur í upphafi árs, 17.500 í Marel, 10.000 í Íslandsbanka, 202.500 hluti í Efnalaug Suðurlands, 51.800 hluti í Fjallalambi ehf, 150.000 í Seljarlaxi hf. Flestum kemur efalaust mest á óvart að höfuð og herðar vinstri grænna eigi svo mikið af hlutabréfum út um víða völl. Hvort svo fjárfestingar Steingríms séu til marks um góða fjárfestingastefnu verður svo að vera annarra að meta. Sjálfsagt hafa hægri menn þegar farið út í að reikna markaðsvirði Steingríms til að geta viðhaldið kenningunni um óhæfi vinstri manna með fjármuni.Þingmenn Framsóknar og Vinstri Grænna hafa nú berháttað sín fjármáltengsl fyrir kjósendum. Nú er spurning hvort spjót Gróu á leiti beinist ekki í enn ríkari mæli að þeim flokkum sem ekki hafa opinberað bókhald sitt enn. Hversu lengi Samfylkingin lætur bíða lengi eftir sér og hvort frjálslyndir og sjálfstæðismenn þori svo að standa fjárhagslega alsberir fyrir framan alþjóð verður tíminn að leiða í ljós. Svanborg Sigmarsdóttir - svanborg@frettabladid.is
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar