Handbolti

Svona var blaða­manna­fundurinn fyrir leikinn gegn Ung­verjum

Henry Birgir Gunnarsson í Malmö skrifar
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari.
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari. vísir/getty

Vísir var með beina sjónvarpsútsendingu frá blaðamannafundi íslenska handboltalandsliðsins sem var haldinn í Malmö í dag.

Fyrir svörum sátu Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari og Guðjón Valur Sigurðsson, Sigvaldi Björn Guðjónsson og Viggó Kristjánsson.

Ísland hefur farið frábærlega af stað á EM í handbolta og unnið fyrstu tvo leiki sína, gegn Danmörku og Rússlandi. Lokaleikur Íslands í riðlinum er gegn Ungverjalandi sem er í öðru sæti riðilsins með þrjú stig. Leikurinn er því úrslitaleikur um efsta sæti riðilsins.

Strákunum okkar dugir jafntefli í leiknum til að vinna riðilinn en þarf að leggja Ungverja að velli til að fara með tvö stig með sér í milliriðlakeppnina, sem hefst á föstudag.

Fundinn má sjá í spilaranum hér fyrir neðan en þar fyrir neðan má lesa textalýsingu blaðamanns Vísis frá fundinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×