Sport

Sportið í dag: Fjármál knattspyrnudeilda, Glódís, Martin og box

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Henry Birgir og Kjartan Atli stýra Sportinu í dag.
Henry Birgir og Kjartan Atli stýra Sportinu í dag. vísir/vilhelm

Víða verður komið við í Sportinu í dag. Venju samkvæmt hefst þátturinn klukkan 15:00 á Stöð 2 Sport.

Jóhann Már Helgason sest í stólinn og ræðir um fjárhagsstöðu knattspyrnudeilda en hann skrifaði áhugaverða skýrslu um málefnið fyrir nokkrum árum og þekkir umhverfið vel. 

Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðskona í fótbolta, verður á línunni og einnig var tekið hús á körfuboltakappanum Martin Hermannssyni en útlit er fyrir að hann byrji að spila aftur fljótlega. 

Hnefaleikaþjálfarinn Davíð Rúnar Bjarnason verður einnig í viðtali og meira til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×