„Það er eitt fyndið við kórónaveiruna“ Eva Bjarnadóttir skrifar 28. apríl 2020 12:30 Hvernig haldið þið að lífið verði þegar kórónaveiran er farin, spurði ég börnin mín um helgina. Haldið þið að það verði eitthvað öðruvísi? „Örugglega,“ sagði yngra barnið. „Þá erum við búin að stækka. Síðast vorum við bara 5 ára og svo þegar hún er búin þá verðum við 6 og 7 ára. Það er rosalega skrýtið,“ bætti hún við og sagðist vona að faraldrinum ljúki áður hún verði 10 ára. Við fjölskyldan höfum undanfarnar vikur átt okkar hæðir og lægðir í samkomubanni, eins og líklega flestar aðrar fjölskyldur. Börnin mín hafa mætt til skiptis í skólana sína og við foreldrarnir skipst á að brúa bilið hér heima. Milli barnavakta loka ég mig inni í svefnherbergi og reyni að sinna starfi mínu fyrir UNICEF, en til viðbótar við hefðbundin verkefni ákváðum við leggja okkar á vogarskálarnar til að fylgjast með áhrifum kórónaveirufaraldursins á börn. Það var því sérstaklega áhugavert fyrir mig að prófa nýja spurningakönnun UNICEF fyrir börn um skoðanir þeirra á kórónaveirunni. Áður en við settum hana í loftið vildi ég vita hvernig hún virkar og hvort hún virkar! Það er nefnilega svo skrýtið að jafnvel þótt ég vinni við að segja fólki að hlusta meira á börn, þá hafa samfélagslega mótaðar hugmyndir okkar um getu barna enn áhrif á mig. Ég var ekki alveg viss hvort börnin mín hefðu eitthvað að segja um líðan sína á tímum heimsfaraldurs. Annað kom í ljós. Þegar þau voru spurð hvað þeim fyndist um kórónaveiruna stóð ekki á svari. Leikskólabarninu fannst hún ekki alveg í lagi og verst að leðurblökur væru til. Það eina jákvæða við þetta allt saman væri að þau börn sem langar ekki í skólann gætu verið heima sér. Eftir nokkra umræðu og umhugsun bætti hún við: „Það er eitt fyndið við kórónaveiruna, því þegar maður er í leikskólanum langar manni að vera heima og loksins þegar maður er heima þá vill maður vera í leikskólanum! Þá fattar maður að manni leiðist bara ef maður er heima, en í leikskólanum er miklu meira að gera og miklu skemmtilegra.“ Það var eins og barnið hefði tekið þriggja ára þroskastökk á tveimur mánuðum. Hugsið ykkur hvað börn læra mikið af nýjum áskorunum, góðum og slæmum! Sá 9 ára var hins vegar töluvert áhyggjufyllri. Honum datt ekkert jákvætt í hug varðandi kórónaveiruna og sagði slæmt hvað hún drepi marga og hversu margir verða veikir. Hann viðurkenndi líka að hann væri svolítið stressaður þegar hann horfði á fréttir. Hann var þó jákvæður gagnvart skólanum. Þar fengi hann allar upplýsingar um faraldurinn sem hann þyrfti og það væri nú bara svolítið ævintýra að breyta til. En ég varð hugsi þegar hann sagðist viðbúinn ef faraldurinn færi aftur stað því nú kynni hann 2 metra regluna. Það er greinilegt að áhyggjur af veirunni eru eitthvað sem við þurfum að halda áfram að ræða þótt samkomubanninu ljúki. Börnunum þótti gaman að svara spurningunum og verkefnið í heild svolítið merkilegt. Þau voru gjarnan til í að deila svörum sínum til að vekja athygli á könnuninni, því þeim eins og mér þykir mikilvægt að hlustað sé á skoðanir barna. Við hvetjum foreldra og börn til að taka sér smá tíma (við erum öll búin að læra það núna!) og svara könnuninni saman. Þannig styrkjum við rödd barna á heimilum sínum og aðstoðum UNICEF við að varpa ljósi á líðan og skoðanir barna á Íslandi. Höfundur er sérfræðingur hjá UNICEF á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Bjarnadóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Hvernig haldið þið að lífið verði þegar kórónaveiran er farin, spurði ég börnin mín um helgina. Haldið þið að það verði eitthvað öðruvísi? „Örugglega,“ sagði yngra barnið. „Þá erum við búin að stækka. Síðast vorum við bara 5 ára og svo þegar hún er búin þá verðum við 6 og 7 ára. Það er rosalega skrýtið,“ bætti hún við og sagðist vona að faraldrinum ljúki áður hún verði 10 ára. Við fjölskyldan höfum undanfarnar vikur átt okkar hæðir og lægðir í samkomubanni, eins og líklega flestar aðrar fjölskyldur. Börnin mín hafa mætt til skiptis í skólana sína og við foreldrarnir skipst á að brúa bilið hér heima. Milli barnavakta loka ég mig inni í svefnherbergi og reyni að sinna starfi mínu fyrir UNICEF, en til viðbótar við hefðbundin verkefni ákváðum við leggja okkar á vogarskálarnar til að fylgjast með áhrifum kórónaveirufaraldursins á börn. Það var því sérstaklega áhugavert fyrir mig að prófa nýja spurningakönnun UNICEF fyrir börn um skoðanir þeirra á kórónaveirunni. Áður en við settum hana í loftið vildi ég vita hvernig hún virkar og hvort hún virkar! Það er nefnilega svo skrýtið að jafnvel þótt ég vinni við að segja fólki að hlusta meira á börn, þá hafa samfélagslega mótaðar hugmyndir okkar um getu barna enn áhrif á mig. Ég var ekki alveg viss hvort börnin mín hefðu eitthvað að segja um líðan sína á tímum heimsfaraldurs. Annað kom í ljós. Þegar þau voru spurð hvað þeim fyndist um kórónaveiruna stóð ekki á svari. Leikskólabarninu fannst hún ekki alveg í lagi og verst að leðurblökur væru til. Það eina jákvæða við þetta allt saman væri að þau börn sem langar ekki í skólann gætu verið heima sér. Eftir nokkra umræðu og umhugsun bætti hún við: „Það er eitt fyndið við kórónaveiruna, því þegar maður er í leikskólanum langar manni að vera heima og loksins þegar maður er heima þá vill maður vera í leikskólanum! Þá fattar maður að manni leiðist bara ef maður er heima, en í leikskólanum er miklu meira að gera og miklu skemmtilegra.“ Það var eins og barnið hefði tekið þriggja ára þroskastökk á tveimur mánuðum. Hugsið ykkur hvað börn læra mikið af nýjum áskorunum, góðum og slæmum! Sá 9 ára var hins vegar töluvert áhyggjufyllri. Honum datt ekkert jákvætt í hug varðandi kórónaveiruna og sagði slæmt hvað hún drepi marga og hversu margir verða veikir. Hann viðurkenndi líka að hann væri svolítið stressaður þegar hann horfði á fréttir. Hann var þó jákvæður gagnvart skólanum. Þar fengi hann allar upplýsingar um faraldurinn sem hann þyrfti og það væri nú bara svolítið ævintýra að breyta til. En ég varð hugsi þegar hann sagðist viðbúinn ef faraldurinn færi aftur stað því nú kynni hann 2 metra regluna. Það er greinilegt að áhyggjur af veirunni eru eitthvað sem við þurfum að halda áfram að ræða þótt samkomubanninu ljúki. Börnunum þótti gaman að svara spurningunum og verkefnið í heild svolítið merkilegt. Þau voru gjarnan til í að deila svörum sínum til að vekja athygli á könnuninni, því þeim eins og mér þykir mikilvægt að hlustað sé á skoðanir barna. Við hvetjum foreldra og börn til að taka sér smá tíma (við erum öll búin að læra það núna!) og svara könnuninni saman. Þannig styrkjum við rödd barna á heimilum sínum og aðstoðum UNICEF við að varpa ljósi á líðan og skoðanir barna á Íslandi. Höfundur er sérfræðingur hjá UNICEF á Íslandi.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun