Viðskipti innlent

Kemur til Fiski­stofu frá Þjóð­skrá

Atli Ísleifsson skrifar
sigurjon_fridjonsson_mynd (002)

Sigurjón Friðjónsson hefur verið ráðinn sviðsstjóri upplýsingatæknisviðs Fiskistofu.

Í tilkynningu frá Fiskistofu segir að Sigurjón hafi starfað hjá Þjóðskrá Íslands frá árinu 2008, fyrst sem sem sviðsstjóri upplýsingatæknisviðs og síðar sem sviðsstjóri þróunarsviðs.

„Áður hafði hann starfað við hugbúnaðarþróun, ráðgjöf, sem tæknilegur sérfræðingur og við rekstrarþjónustu hjá Tölvuskjölun á árunum 2000-2008.

Sigurjón lauk meistaragráðu í tölvunarfræði frá ríkisháskóla Kaliforníu (California State University) árið 1996 og BA-gráðu í tölvunarfræði frá sama skóla árið 1990.

Fiskistofa hefur það meginhlutverk að gæta hagsmuna þjóðarinnar við sjálfbæra nýtingu hafs og vatna. Fiskistofa leggur áherslu á að nýta upplýsingatækni á skilvirkan hátt og veita viðskiptavinum sínum aðgang af rafrænum lausnum í rauntíma eftir því sem við verður komið. Fiskistofa er með starfsstöðvar á sex stöðum á landinu og mun Sigurjón hafa aðsetur í höfuðstöðvum Fiskistofu á Akureyri.

Sigurjón er giftur Önnu Völu Arnardóttur, leikskólakennara, og eiga þau þrjú börn,“ segir í tilkynningunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×