Hugleiðingar á kvenréttindadaginn Hildur Sólveig Ragnarsdóttir skrifar 19. júní 2018 14:15 Í dag á kvenréttindadaginn leita á hugann hugleiðingar um stöðu kvenna. Hugleiðingar um stöðu okkar ljósmæðra. Hugleiðingar um það ástand sem mun skapast á Landspítalanum í sumar og hugleiðingar um framtíðina. Margt hefur breyst frá því að konur fengu fyrst kosningarétt fyrir rúmun 100 árum síðan á þessum degi en enn eru störf kvenna ekki metin jafnt til launa og störf karla. Enn er ósamið við ljósmæður eftir rúmlega níu mánaða viðræður. Mikil von var að samningar næðust fyrir sumarið. Ríkisstjórnin hefur jú gefið það út að það ætti að rétta hlut kvennastétta. Núna eftir örfáa daga eða 1. júlí munu margar reynslumiklar ljósmæður ganga út af Landspítalanum. Ég hef miklar áhyggjur af því ástandi sem mun skapast. Ég er ein af þeim sem hef ekki sagt upp starfi mínu og mun standa vaktina í sumar á Fæðingarvaktinni. Mikið álag er á deildinni og þá sérstaklega á sumrin og hef ég sem vaktstjóri staðið mjög erfiðar vaktir það sem er af sumri. Starf ljósmæðra í dag eru miklu flóknara heldur en það var áður. Ég velti því fyrir mér hvernig þetta verður í júlí. Til þess að ráðamenn átti sig á stöðunni langar mig að reyna að lýsa einni vakt eins og hún getur verið. Ég mæti á næturvakt og er vaktstjóri. Það eru allar stofur fullar, eins og svo oft áður. Á nóttunni erum við 6 ljósmæður á vakt. Við erum með 9 fæðingastofur þannig að þetta er ekki flókið reiknidæmi. Á einni stofunni er mjög veik kona með versnandi meðgöngueitrun. Það þarf að bregaðast fljótt við. Blóðþrýstingurinn upp úr öllu valdi. Ekkert virkar, þetta er orðið grafalvarlegt. Konan endar á dreypi sem heldur ástandinu í jafnvægi. Það verður að fylgjast mjög náið með konunni næstu 24 tímana. Ljósmóðir sinnir konunni og víkur ekki út af stofunni alla vaktina. Á annari stofunni er blæðing, við náum að stoppa blæðinguna og síðan er rokið með konuna á skurðstofu. Neyðarbjallan hringir, það er kona að blæða á annarri stofu. Hleyp þangað. Hringir bjalla, það vantar aðstoð við fæðingu. Hringir síminn, það er kona á leiðinni, alveg við það að fara að fæða. Hringir síminn, það er kona að koma með minnkaðar hreyfingar. Hringir bjalla, ljósmóðirin sem hefur verið föst í yfirsetu þarf afleysingu í 5 mínútur. Ég leysi hana af. Hringir bjalla, kona sem er í gangsetningu er farin af stað. Mig vantar aukahendur. Hleyp fram og reyni að hringja í ljósmóðir til að koma að aðstoða okkur. Eftir nokkur símtöl svarar ljósmóðir kallinu. Kemur til okkar um miðja nótt í sínu vaktafríi. Hringir bjalla. Hringir sími. Svona er ástandið ansi oft hjá okkur á vaktinni og því hef ég mjög miklar áhyggjur af sumrinu þegar ljósmæður ganga út. Hversu langt á að láta þetta ganga? Hvenær ætla ráðamenn að bregðast við. Vegna yfirvofandi ástands hef ég verulega íhugað stöðu mína sem ljósmóðir. Þetta er mikið ábyrgðastarf og mikið í húfi. Getur maður sætt sig við þetta. Að fá ekki starf sitt metið til launa er ekki ásættanlegt. Ljúkum þessu sem fyrst áður en í óefni fer. Gleðilegan 19.júní!Höfundur er ljósmóðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Í dag á kvenréttindadaginn leita á hugann hugleiðingar um stöðu kvenna. Hugleiðingar um stöðu okkar ljósmæðra. Hugleiðingar um það ástand sem mun skapast á Landspítalanum í sumar og hugleiðingar um framtíðina. Margt hefur breyst frá því að konur fengu fyrst kosningarétt fyrir rúmun 100 árum síðan á þessum degi en enn eru störf kvenna ekki metin jafnt til launa og störf karla. Enn er ósamið við ljósmæður eftir rúmlega níu mánaða viðræður. Mikil von var að samningar næðust fyrir sumarið. Ríkisstjórnin hefur jú gefið það út að það ætti að rétta hlut kvennastétta. Núna eftir örfáa daga eða 1. júlí munu margar reynslumiklar ljósmæður ganga út af Landspítalanum. Ég hef miklar áhyggjur af því ástandi sem mun skapast. Ég er ein af þeim sem hef ekki sagt upp starfi mínu og mun standa vaktina í sumar á Fæðingarvaktinni. Mikið álag er á deildinni og þá sérstaklega á sumrin og hef ég sem vaktstjóri staðið mjög erfiðar vaktir það sem er af sumri. Starf ljósmæðra í dag eru miklu flóknara heldur en það var áður. Ég velti því fyrir mér hvernig þetta verður í júlí. Til þess að ráðamenn átti sig á stöðunni langar mig að reyna að lýsa einni vakt eins og hún getur verið. Ég mæti á næturvakt og er vaktstjóri. Það eru allar stofur fullar, eins og svo oft áður. Á nóttunni erum við 6 ljósmæður á vakt. Við erum með 9 fæðingastofur þannig að þetta er ekki flókið reiknidæmi. Á einni stofunni er mjög veik kona með versnandi meðgöngueitrun. Það þarf að bregaðast fljótt við. Blóðþrýstingurinn upp úr öllu valdi. Ekkert virkar, þetta er orðið grafalvarlegt. Konan endar á dreypi sem heldur ástandinu í jafnvægi. Það verður að fylgjast mjög náið með konunni næstu 24 tímana. Ljósmóðir sinnir konunni og víkur ekki út af stofunni alla vaktina. Á annari stofunni er blæðing, við náum að stoppa blæðinguna og síðan er rokið með konuna á skurðstofu. Neyðarbjallan hringir, það er kona að blæða á annarri stofu. Hleyp þangað. Hringir bjalla, það vantar aðstoð við fæðingu. Hringir síminn, það er kona á leiðinni, alveg við það að fara að fæða. Hringir síminn, það er kona að koma með minnkaðar hreyfingar. Hringir bjalla, ljósmóðirin sem hefur verið föst í yfirsetu þarf afleysingu í 5 mínútur. Ég leysi hana af. Hringir bjalla, kona sem er í gangsetningu er farin af stað. Mig vantar aukahendur. Hleyp fram og reyni að hringja í ljósmóðir til að koma að aðstoða okkur. Eftir nokkur símtöl svarar ljósmóðir kallinu. Kemur til okkar um miðja nótt í sínu vaktafríi. Hringir bjalla. Hringir sími. Svona er ástandið ansi oft hjá okkur á vaktinni og því hef ég mjög miklar áhyggjur af sumrinu þegar ljósmæður ganga út. Hversu langt á að láta þetta ganga? Hvenær ætla ráðamenn að bregðast við. Vegna yfirvofandi ástands hef ég verulega íhugað stöðu mína sem ljósmóðir. Þetta er mikið ábyrgðastarf og mikið í húfi. Getur maður sætt sig við þetta. Að fá ekki starf sitt metið til launa er ekki ásættanlegt. Ljúkum þessu sem fyrst áður en í óefni fer. Gleðilegan 19.júní!Höfundur er ljósmóðir.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar