Erlent

Biskup Lundúnaborgar segir Breta heltekna af kynlífi

Biskup Lundúnaborgar hefur vakið töluvert umtal á Bretlandseyjum eftir að hann sagði í yfirlýsingu að Bretar væri helteknir af kynlífi og að skilnaðarfaraldur herjaði á þjóðina.

Þessi orð lét biskupinn, Richard Charters, falla í yfirlýsingu sem hann sendir frá sér um helgina í tilefni 60 ára krýningarafmælis Elísabetar Bretadrottningar. Hann hvatti Breta til að nota afmælið til þess að endurmeta líf sitt og taka upp nýja og betri siði.

Í yfirlýsingunni réðist hann einnig á fjármálamarkaðina og sagði að ör vöxtur þeirra hefði haft í för með sér mikinn fórnarkostnað fyrir fjölskyldur og samfélagið í heild.

Biskupinn, sem er náinn vinur Karls Bretaprins, hvatti stjórnvöld til að slá á frelsi markaðsaflanna og einbeita sér meir að því að byggja upp innviði hins opinbera og stofnanir þess.

Biskupinn segir það vera hneyksli að fimmti hver Breti á aldrinum 16 til 24 ára gangi um atvinnulaus.

Hann vill að Bretar endurmeti stöðu sína enda gangi það ekki lengur að lifa um efni fram og safna skuldum eins og gert hafi verið undanfarin ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×