Erlent

Helsti fíkiniefnakóngur Kólombíu handtekinn

Einn helsti fíkiniefnakóngur Kólombíu, Diego Henao, hefur verið handtekinn í Venesúela og verður brátt framseldur til Kólombíu.

Henao er foringi fíkiniefnagengisins Los Rastrojos sem talið er að hafa smyglað fleiri tonnum af kókaíni til Bandaríkjanna í gegnum Mexíkó.

Að sögn lögreglunnar í Kólombíu er talið að Henao stjórni um helmingi af öllum fíkniefnaviðskiptum í Kólombíu og að hann hafi um 800 glæpamenn á sínum snærum í landinu. Honum er lýst sem einum af síðustu fíkniefnakóngunum af gamla skólanum sem enn eru á lífi í Kólombíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×