Erlent

Uppreisnarmenn fella 80 stjórnarliða

BBI skrifar
Eldur borinn að mynd af Bashar al-Assad forseta Sýrlands.
Eldur borinn að mynd af Bashar al-Assad forseta Sýrlands. Mynd/AFP
Um 80 stjórnarliðar létust í átökum í Sýrlandi um helgina. Það ku vera mesta mannfall sem stjórnarherinn hefur þolað í einu síðan uppreisnin hófst í mars árið 2011.

Samkvæmt fyrirliggjandi tölum létust 19 hermenn á sunnudaginn og 57 á laugardaginn. Á sama tíma létust 59 borgarar og uppreisnarmenn. Samkvæmt óstaðfestum heimildum var tala látinna nokkuð hærri.

Hér má sjá umfjöllun BBC um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×