Sport

Sigur á Makedóníumönnum

Íslenska 16 ára landsliðið í körfubolta vann frábæran sigur á Makedóníu, 88-93, eftir framlengdan leik í B-deild Evrópukeppninnar í gær. Makedónía tryggði sér framlenginguna en hana unnu íslensku strákarnir 8-13. Úrslitin vöktu mikla athygli enda var makedónska liðið talið vera næstum því öruggt með sæti í A-deild. Íslenska liðið er eftir leikinn í efsta sæti síns riðils, sem gefur sæti í A-deild. Íslensku strákarnir urðu Norðurlandameistarar í vor og hafa nú þegar unnið fimm af sex leikjum sínum í Evrópukeppninni. Atkvæðamestir voru þeir Hjörtur Hrafn Einarsson,með 20 stig og 11 fráköst, Emil Þór Jóhannsson, með 17 stig og Brynjar Þór Björnsson með 16 stig og 12 fráköst. Greinilegt er að Benedikt Guðmundsson, þjálfari liðsins, er að gera mjög góða hluti en framundan eru þrír erfiðir leikir, þar á meðal gegn Englendingum, sem líkt og Íslendingar og Makedóníumenn, hafa aðeins tapað einum leik á mótinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×