Efnaminna fólk líklegra til að deyja í bílslysum Finnur Thorlacius skrifar 2. október 2015 09:19 Eldri og minni bílar eru óöruggari en nýrri og stærri. Þegar kemur að dauðaslysum eru meiri líkur til þess að um efnaminna fólk sé að ræða en efnamikið. Nýleg rannsókn, gerð af American Journal of Epidemiology í Bandaríkjunum, leiðir þetta í ljós. Niðurstöður þeirrar rannsóknar sýna að fyrir hverja 100 þúsund mílur eknar deyja 7,5 manns meðal þeirra sem ekki eru með háskólanám að baki en aðeins 2,5 meðal þeirra sem gengið hafa í háskóla. Dauðaslysum í umferðinni í Bandaríkjunum hefur fækkað á undanförnum árum að síðasta ári undanskildu, en dauðaslys nú eru álíka mörg og á árunum fyrir 1950, eða um 32.000 á ári. Meginástæður þess að svo mikill munur er á dauðaslysum lítt efnaðra og efnaðra er rakið til samspils menntunar og efnahags og þeirri staðreynd að öruggir bílar eru dýrari en þeir óöruggari. Fátækara fólk á eldri og minni bíla en það efnameira á nýrri bíla með miklum öryggisbúnaði. Einnig býr efnaminna fólk á svæðum þar sem vegakerfið er vanþróaðra og pólitísk áhrif þeirra á umbætur eru minni. Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent
Þegar kemur að dauðaslysum eru meiri líkur til þess að um efnaminna fólk sé að ræða en efnamikið. Nýleg rannsókn, gerð af American Journal of Epidemiology í Bandaríkjunum, leiðir þetta í ljós. Niðurstöður þeirrar rannsóknar sýna að fyrir hverja 100 þúsund mílur eknar deyja 7,5 manns meðal þeirra sem ekki eru með háskólanám að baki en aðeins 2,5 meðal þeirra sem gengið hafa í háskóla. Dauðaslysum í umferðinni í Bandaríkjunum hefur fækkað á undanförnum árum að síðasta ári undanskildu, en dauðaslys nú eru álíka mörg og á árunum fyrir 1950, eða um 32.000 á ári. Meginástæður þess að svo mikill munur er á dauðaslysum lítt efnaðra og efnaðra er rakið til samspils menntunar og efnahags og þeirri staðreynd að öruggir bílar eru dýrari en þeir óöruggari. Fátækara fólk á eldri og minni bíla en það efnameira á nýrri bíla með miklum öryggisbúnaði. Einnig býr efnaminna fólk á svæðum þar sem vegakerfið er vanþróaðra og pólitísk áhrif þeirra á umbætur eru minni.
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent