Fótbolti

Lærisveinar Ólafs fengu skell í Íslendingaslag

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Ari Freyr í leik með OB.
Ari Freyr í leik með OB. Vísir/Getty
Ari Freyr Skúlason, Hallgrímur Jónasson og félagar í OB Odense höfðu betur 5-1 í Íslendingaslag gegn Norsjaelland í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Lærisveinar Ólafs Kristjánssonar í Nordsjaelland komust yfir á sautjándu mínútu með marki frá Martin Vingaard en leikmönnum OB tókst að snúa taflinu við í fyrri hálfleik með tveimur mörkum frá Rasmus Festersen.

Festersen fullkomnaði þrennuna korteri fyrir leikslok og gerði út um leikinn fyrir OB tuttugu mínútum fyrir leikslok en Kenneth Zohore og Mathias Greve bættu við sitt hvoru markinu fyrir OB á lokamínútum leiksins.

Sigurinn þýðir að Odense skaust upp úr 9. sæti og upp fyrir Nordsjaelland í 5. sætið en Nordsjaelland hafði fram að leiknum unnið þrjá leiki í röð.

Guðmundur Þórarinsson var í byrjunarliði Nordsjaelland en Adam Örn Arnarsson sat á varamannabekknum allan leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×