Viðskipti innlent

Björgólfur: Erfiðasta ár í sögu flugsins

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Tap Icelandair Group á fyrstu níu mánuðum ársins eftir skatta nemur 1 milljarði króna, en hagnaðurinn var 3,1 milljarður króna á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í árshlutareikningi sem birtur er á vef Kauphallarinnar. Hagnaður eftir skatta á þriðja ársfjórðungi var hins vegar 4,0 milljarðar króna en hagnaður var 4,4 milljarðar á sama tíma í fyrra.

„Á þriðja ársfjórðungi gekk grunnrekstur Icelandair Group vel og má sjá bata í öllum hlutföllum rekstrarreiknings milli ára þar til kemur að afskriftum og fjármagnsliðum. Við erum ánægð með árangurinn í fjórðungnum og við þökkum starfsfólki fyrir þeirra framlag við erfiðar aðstæður. Þetta ár er líklega það erfiðasta sem okkar rekstrargrein hefur gengið í gegnum, og þess sjást glögg merki í rekstri erlendra dótturfélaga þar sem verkefni hafa dregist saman og verð lækkað, með tilheyrandi áhrifum á afkomu," segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Björgólfur segir að verkefnið framundan sé að endurskipuleggja efnahagsreikning Icelandair Group. Það þurfi að minnka skuldsetningu, bæta lausafjárstöðu og styrkja eiginfjárhlutfall félagsins.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×