Innlent

Segir Hydroxycut efnið á Íslandi ólíkt því sem var innkallað

„Hydroxycut fitubrennsluefnið sem selt er á Íslandi hefur fengið samþykki Lyfjastofnunar, Matvælastofnunar og Hollustuverndar ríkisins. Um er að ræða efni sem sérstaklega er framleitt fyrir Evrópumarkað og hefur aðeins fengist í Evrópu og er fullkomnlega hættulaust," segir Svavar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Fitnesssport á Íslandi.

Bandaríska blaðið Wall Street Journal greindi frá því að Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefði innkallað 14 tegundir af Hydroxycut og hvatt neytendur til að hætta tafarlaust neyslu á fitubrennsluefninu þar sem grunur leikur á að það geti valdið gulu og lifrarskaða.

Svavar segir að Hydroxycut fitubrennsluefnið sem hafi verið innkallað í Bandaríkjunum sé ætlað keppnisfólki í líkamsrækt og hafi aldrei fengist samþykkt hjá lyfjaeftirliti Bandaríkjanna. Sú vara sé á engan þátt sambærileg við þá gerð af Hydroxycut fitubrennslutöflum sem seld sé í verslunum hérlendis og hafi fengið öll tilskilin leyfi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×