Grafalvarlegt ástand – klínískt eða pólitískt Felix Valsson skrifar 13. desember 2014 07:00 Opið bréf til stjórnmálamanna Kæri stjórnmálamaður Mig langar að biðja þig um hjálp og kannski fyrst af öllu áheyrn, því ég er gríðarlega áhyggjufullur og trúi varla að þú gerir þér grein fyrir hversu alvarlegt ástandið á vinnustaðnum mínum er orðið og í hvað stefnir. Ég gríp því til þess ráðs að skrifa þér beint. Í nokkur ár höfum við sem vinnum á „gólfinu“ á Landspítalanum valið þá leið að ræða við okkar yfirmenn um hversu alvarlegt ástandið er orðið í von um að það skili sér til yfirstjórnar spítalans og síðan til þín. Þetta er ekki að virka, því hversu hátt sem kallað hefur verið hefur ástandið farið hratt versnandi. Þegar rætt hefur verið um í hvað stefni á Landspítalanum hefur mönnum orðið tíðrætt um myndlíkinguna að spítalinn nálgist hengiflug. Við sem áður vorum nefnd og vinnum á gólfinu höfum ekki verið í neinum vafa um að spítalinn fór fyrir löngu fram af þessu hengiflugi en svo myndlíkingunni sé haldið áfram þá blasir núna við næsta hrun niður í svarta hyldýpisgjá, sem gæti reynst ómögulegt að komast upp úr. Þetta er hrikaleg lýsing, en því miður rétt að mínu mati og til að grípa til annarrar myndlíkingar þá sjá læknar fyrir sér heilbrigðiskerfi sem er að blæða út og ekkert er aðhafst. Svo vitnað sé í mjög umfjallað mál í fjölmiðlum þegar maður var í lífshættu vegna hnífstungu í hjartað. Þar hefði ekki dugað að setjast á rökstóla og setja plástur á sárin meðan ákveðið væri hvað ætti að gera. Nei, þá og nú þarf að bregðast skjótt við. Að líkja spítalanum við sjúkling sem hefur fengið hnífstungu í hjartað er dramatískt en alls ekki eins langt frá lagi og í fyrstu mætti halda. Ein af mörgum yfirvofandi hættum sem styðja þessa samlíkingu er sú staðreynd að fjöldi, jafnvel mikill meirihluti, svæfinga- og gjörgæslulækna hyggst segja upp stöðum sínum við spítalann ef ekki verður samið við lækna fyrir áramót. Hvað um það, gætir þú hugsað, þetta eru varla meira en 15-25 læknar. En til að taka af allan vafa um afleiðingarnar þá yrðu þær eitthvað á þessa leið: Nánast engar skurðaðgerðir verða framkvæmdar, fæðandi konur fá ekki deyfingar, keisaraskurðir verða ekki framkvæmdir, gjörgæslumeðferð verður nánast engin. Í stórum dráttum, mesti hluti bráðaþjónustu leggst af og venjuleg starfsemi spítalans eins og við þekkjum hana lamast endanlega. Þetta er þjónusta sem núna er veitt þrátt fyrir verkfall svo það sé á hreinu. Og þó að þú vildir bjarga þessum bráðveiku sjúklingum til útlanda yrði það líka erfitt þar sem þessir sérfræðingar sjá að mestu um þann flutning. Af þessari lýsingu mætti halda að íslenskir læknar og þá sérstaklega svæfinga- og gjörgæslulæknar væru gjörsneyddir allri ábyrgðartilfinningu. Nei, því er einmitt alveg öfugt farið, við teljum okkur ekki siðferðilega né faglega fært að horfa upp á að þessu fársjúka kerfi blæði út án aðgerða.Fossblæðing Þessi svokallaða læknadeila snýst að mínu mati alls ekki um prósentutölur eða samanburð við aðrar stéttir heldur um hvort einhver vilji er til að stöðva þessa fossblæðingu og að byrjað sé að lækna heilbrigðiskerfið okkar á ný. Aðgerðir lækna snúast um það hvort læknar haldist á Íslandi og að tryggja að læknar flytjist heim til Íslands að loknu námi til að viðhalda eðlilegri nýliðun og heilbrigðu heilbrigðiskerfi. Þetta er ekki flóknara. Titillinn á þessu bréfi er: Grafalvarlegt mál – klínískt eða pólitískt. Það er vegna þess að mér finnst við, þ.e.a.s. þú og ég, hafa mismunandi skilning á þessu hugtaki. Þú, að þetta sé fínt innlegg þegar þú vilt sýna okkur umbjóðendum þínum (kjósendum) hversu áhyggjufullur þú ert þótt þú sért þá þegar ákveðinn í að bíða af þér storminn. Í minni starfsstétt þýðir grafalvarlegt ástand að sjúklingurinn minn er í bráðri lífshættu og það verði að bregðast við strax (bara til að hafa orðið strax líka á hreinu, virðist vefjast fyrir sumum ykkar, þá þýðir það hjá okkur nú þegar!). Að vísu getur ástandið verið orðið það alvarlegt að við náum ekki að bjarga sjúklingnum en þá förum við strax til aðstandenda og tjáum þeim með algjörlega sönnum og eins nærgætnum hætti og mögulegt er um yfirvofandi dauða sjúklingsins og reynum að styðja þá og hugga. Í hreinskilni, kæri stjórnmálamaður, þá finnst mér þú hafa tvo möguleika í stöðunni. Í fyrsta lagi að stuðla að því með öllum tiltækum ráðum að samið verði við lækna á þeim grunni að læknar fáist til að starfa á Íslandi. Í öðru lagi verður þú í þeirri erfiðu aðstöðu að þurfa að tilkynna aðstandendum (þjóðinni) yfirvofandi andlát (hrun) heilbrigðiskerfisins. Með innilegu þakklæti fyrir áheyrnina og von um hjálp við fyrri kostinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Opið bréf til stjórnmálamanna Kæri stjórnmálamaður Mig langar að biðja þig um hjálp og kannski fyrst af öllu áheyrn, því ég er gríðarlega áhyggjufullur og trúi varla að þú gerir þér grein fyrir hversu alvarlegt ástandið á vinnustaðnum mínum er orðið og í hvað stefnir. Ég gríp því til þess ráðs að skrifa þér beint. Í nokkur ár höfum við sem vinnum á „gólfinu“ á Landspítalanum valið þá leið að ræða við okkar yfirmenn um hversu alvarlegt ástandið er orðið í von um að það skili sér til yfirstjórnar spítalans og síðan til þín. Þetta er ekki að virka, því hversu hátt sem kallað hefur verið hefur ástandið farið hratt versnandi. Þegar rætt hefur verið um í hvað stefni á Landspítalanum hefur mönnum orðið tíðrætt um myndlíkinguna að spítalinn nálgist hengiflug. Við sem áður vorum nefnd og vinnum á gólfinu höfum ekki verið í neinum vafa um að spítalinn fór fyrir löngu fram af þessu hengiflugi en svo myndlíkingunni sé haldið áfram þá blasir núna við næsta hrun niður í svarta hyldýpisgjá, sem gæti reynst ómögulegt að komast upp úr. Þetta er hrikaleg lýsing, en því miður rétt að mínu mati og til að grípa til annarrar myndlíkingar þá sjá læknar fyrir sér heilbrigðiskerfi sem er að blæða út og ekkert er aðhafst. Svo vitnað sé í mjög umfjallað mál í fjölmiðlum þegar maður var í lífshættu vegna hnífstungu í hjartað. Þar hefði ekki dugað að setjast á rökstóla og setja plástur á sárin meðan ákveðið væri hvað ætti að gera. Nei, þá og nú þarf að bregðast skjótt við. Að líkja spítalanum við sjúkling sem hefur fengið hnífstungu í hjartað er dramatískt en alls ekki eins langt frá lagi og í fyrstu mætti halda. Ein af mörgum yfirvofandi hættum sem styðja þessa samlíkingu er sú staðreynd að fjöldi, jafnvel mikill meirihluti, svæfinga- og gjörgæslulækna hyggst segja upp stöðum sínum við spítalann ef ekki verður samið við lækna fyrir áramót. Hvað um það, gætir þú hugsað, þetta eru varla meira en 15-25 læknar. En til að taka af allan vafa um afleiðingarnar þá yrðu þær eitthvað á þessa leið: Nánast engar skurðaðgerðir verða framkvæmdar, fæðandi konur fá ekki deyfingar, keisaraskurðir verða ekki framkvæmdir, gjörgæslumeðferð verður nánast engin. Í stórum dráttum, mesti hluti bráðaþjónustu leggst af og venjuleg starfsemi spítalans eins og við þekkjum hana lamast endanlega. Þetta er þjónusta sem núna er veitt þrátt fyrir verkfall svo það sé á hreinu. Og þó að þú vildir bjarga þessum bráðveiku sjúklingum til útlanda yrði það líka erfitt þar sem þessir sérfræðingar sjá að mestu um þann flutning. Af þessari lýsingu mætti halda að íslenskir læknar og þá sérstaklega svæfinga- og gjörgæslulæknar væru gjörsneyddir allri ábyrgðartilfinningu. Nei, því er einmitt alveg öfugt farið, við teljum okkur ekki siðferðilega né faglega fært að horfa upp á að þessu fársjúka kerfi blæði út án aðgerða.Fossblæðing Þessi svokallaða læknadeila snýst að mínu mati alls ekki um prósentutölur eða samanburð við aðrar stéttir heldur um hvort einhver vilji er til að stöðva þessa fossblæðingu og að byrjað sé að lækna heilbrigðiskerfið okkar á ný. Aðgerðir lækna snúast um það hvort læknar haldist á Íslandi og að tryggja að læknar flytjist heim til Íslands að loknu námi til að viðhalda eðlilegri nýliðun og heilbrigðu heilbrigðiskerfi. Þetta er ekki flóknara. Titillinn á þessu bréfi er: Grafalvarlegt mál – klínískt eða pólitískt. Það er vegna þess að mér finnst við, þ.e.a.s. þú og ég, hafa mismunandi skilning á þessu hugtaki. Þú, að þetta sé fínt innlegg þegar þú vilt sýna okkur umbjóðendum þínum (kjósendum) hversu áhyggjufullur þú ert þótt þú sért þá þegar ákveðinn í að bíða af þér storminn. Í minni starfsstétt þýðir grafalvarlegt ástand að sjúklingurinn minn er í bráðri lífshættu og það verði að bregðast við strax (bara til að hafa orðið strax líka á hreinu, virðist vefjast fyrir sumum ykkar, þá þýðir það hjá okkur nú þegar!). Að vísu getur ástandið verið orðið það alvarlegt að við náum ekki að bjarga sjúklingnum en þá förum við strax til aðstandenda og tjáum þeim með algjörlega sönnum og eins nærgætnum hætti og mögulegt er um yfirvofandi dauða sjúklingsins og reynum að styðja þá og hugga. Í hreinskilni, kæri stjórnmálamaður, þá finnst mér þú hafa tvo möguleika í stöðunni. Í fyrsta lagi að stuðla að því með öllum tiltækum ráðum að samið verði við lækna á þeim grunni að læknar fáist til að starfa á Íslandi. Í öðru lagi verður þú í þeirri erfiðu aðstöðu að þurfa að tilkynna aðstandendum (þjóðinni) yfirvofandi andlát (hrun) heilbrigðiskerfisins. Með innilegu þakklæti fyrir áheyrnina og von um hjálp við fyrri kostinn.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun