Viðskipti innlent

FL lækkaði um 21% í vikunni

Ágúst og Lýður í Bakkavör eru stærstu eigendur Exista.
Ágúst og Lýður í Bakkavör eru stærstu eigendur Exista.

Þessa stutta vika hefur verið svört fyrir FL Group og Exista. Frá opnun markaða á mánudagsmorgun hefur FL Group lækkað um 21% og hefur markaðsverðið farið úr 112,7 milljörðum í 87.

Exista, sem gerði í morgun yfirtökutilboð í Skipti, hefur lækkað um 17% í vikunni, úr 132 milljörðum í 110. FL Group lækkaði um 6,39% í dag og Exista lækkaði um 0,89%. Krónan hefur fallið um 7,13% frá því á mánudag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×