Viðskipti innlent

Mátti búast við gengislækkun

Án aðhalds Seðlabankans hefði verðbólgan farið úr böndum fyrir löngu síðan, sagði Ingimundur Friðriksson, seðlabankastjóri í hádegisviðtali Stöðvar 2. Hann sagði að undanfarið hafi gengi krónunnar verið mjög hátt í sögulegu samhengi og því hefði mátt búast við gengislækkun. Hins vegar væri óheppilegt að gengið lækkaði um leið og efnahagslífið tæki að hægja á. Þá sagði Ingimundur ljóst að stýrivextir yrðu ekki lækkaðir í apríl.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×