"Nowhere Land“ - Gjaldeyrishöftin verður að afnema Þórður Friðjónsson skrifar 9. desember 2010 06:30 Við höfum um margt valið okkur undarlegar leiðir til að endurreisa íslenskt efnahagslíf. Þetta á m.a. við um gjaldeyrishöftin sem lögð voru á eftir hrun og dvínandi áhugi virðist nú á að losa sig við. Við veljum einnig leiðir á fleiri sviðum sem aðrar þjóðir telja ógreiðar, s.s. varðandi eignarhald á fyrirtækjum, ríkisaafskipti, skatta og sjávarútveg, svo eitthvað sé nefnt. Það er erfitt að sjá að þarna sé búið að varða leiðina til nútíma efnahagslífs í fremstu röð. Gamall texti og lag Lennons og McCartneys leitar á mann: He´s a real nowhere man, Sitting in his Nowhere Land, Making all his nowhere plans for nobody Allir virðast sammála um skaðsemi gjaldeyrishafta og að það sé nauðsynlegt að afnema þau sem fyrst - en bara ekki strax. Tiltekin (óljós) skilyrði þurfa að verða uppfyllt fyrst, t.d. er varða fjármögnun innlánsstofnana og lausn á „þvingaðri" verðbréfaeign útlendinga. Best yrði að afnema höftin í nokkrum skrefum og tímasetning réðist af því hversu vel tækist að uppfylla skilyrðin. Afnám gjaldeyrishafta nú myndi þýða hrun krónunnar með skelfilegum afleiðingum. En yrði það svo? Sterk staða til að afnema höftin Sé litið til samkeppnishæfni efnahagslífsins og eignastöðu þjóðarbúsins hefur Ísland ekki staðið jafnvel um árabil. Raungengi er nú þegar í sögulegu lágmarki, er nú rúmlega 20% undir meðaltali 1980-2009 á mælikvarða neysluverðs og tæplega 30% undir meðaltali 1980-2009 á mælikvarða launa. Þetta endurspeglast í myndarlegum afgangi af viðskiptum við útlönd, en jöfnuður viðskipta með vöru og þjónustu á árinu 2010 verður líklega um 170 ma.kr. Viðskiptajöfnuður fyrstu 9 mánuði ársins var jákvæður um 97 ma.kr. án áhrifa gömlu bankanna. Þá sýnir Gylfi Zoëga, hagfræðingur fram á í nýlegri grein (Vísbending, 28.10 2010) að nettó staða þjóðarbúsins er jákvæð um 2-3% af VLF, með tilliti til innlendra eigna bankanna, væntanlegrar Icesaveskuldar og leiðréttingu fyrir skuldum alþjóðlegra fyrirtækja skráðum á Íslandi. Frá því að Gylfi ritaði grein sína hefur mat Seðlabankans á nettó eignastöðu Íslands (án gömlu bankanna) batnað um 193 ma. kr. (13% af landsframleiðslu). Er hægt að hugsa sér betri aðstæður til að afnema gjaldeyrishöft?Útlendir eigendur verðbréfa Ofuráhersla hefur verið á nauðsyn þess að losa um stöður erlendra aðila sem eru fastir með fjármuni sína hér og því spáð að þeir, ásamt íslenskum fjárfestum, muni hlaupa út með allt sitt fjármagn um leið og tækifæri gefst. Því verður ávallt hægt að halda því fram að hundruðir milljarða gætu flúið land við afnám hafta og valdið mikilli lækkun krónunnar, því stór hluti fjármagns í frjálsu hagkerfi er kvikur, þ.e. getur hreyft sig með litlum fyrirvara. En er þetta líklegt? Miðað við nettó eignastöðu þjóðarbúsins og samkeppnishæfni þess við núverandi gengi krónunnar eru yfirgnæfandi líkur á því að raungengi íslensku krónunnar styrkist til framtíðar litið, jafnvel myndarlega. Ef gengi krónunnar lækkaði umtalsvert frá því sem nú er, myndast þ.a.l. tækifæri innlendra (t.d. lífeyrissjóða) og erlendra fjárfesta til mikillar hagnaðartöku. Fjármunir myndu því leita til landsins og gengið styrkjast fljótt aftur. Hræðsla við kollsteypu við afnám gjaldeyrishafta er því ástæðulaus.Frestun ekki besta leiðin Ofurvarkárni við afnám hafta má e.t.v. rekja til annarra þátta en skynsamlegs mats á ávinningi og kostnaði:Áhrif þrýstihópa. Hluti þjóðfélagsins hefur lagað sig að gjaldeyrishöftunum og hefur af þeim tímabundinn ávinning, jafnvel þótt þjóðin öll hljóti af þeim mikinn skaða. Þetta má m.a. merkja af því að sumir eru farnir að mæla höftunum bótStjórnvöld og Seðlabankinn bera áhættu af afnámi haftanna. Ráða má af viðbrögðum við nýlegri tilkynningu Seðlabankans um að engin skref til afnáms hafta verði tekin fyrir mars 2011, að Seðlabankinn hefur hvata til að flýta sér hægt. Stjórnvöld fá tæplega klapp á bakið frá almenningi fyrir afnám gjaldeyrishafta en tímabundið gengisflökt gæti hins vegar valdið þeim óþægindumStofnanaleg umgjörð og eftirlit. Mikið vald er fært stofnunum, embættismönnum og stjórnmálamönnum.Hræðsluáróður hefur haft áhrif á almenning Harla ólíklegt er að aðstæður til afnáms gjaldeyrishafta batni frá því sem nú er. Höft eru nefnilega þannig að þeim mun lengur sem þau vara því erfiðara verður að losa um þau, m.a. vegna þess að þau draga þrótt úr efnahagslífinu og rýra traust á þjóðarbúskapnum. Sérstaklega ber að vara við afnámi í smáskömmtum. Afleiðingarnar verða enn harðara gjaldeyriseftirlit, aukin mismunun og spilling. Skynsamlegast er að afnámið byggi á almennum og víðtækum reglum og eigi sér stað sem allra fyrst. Það er algerlega ósannað mál að afnám haftanna nú muni hafa skaðleg áhrif á efnahagslífið. Þvert á móti má færa fyrir því gild rök, eins og gert hefur verið hér, að tafir geti haft mun alvarlegri afleiðingar fyrir lífskjör á Íslandi en að ganga til verks nú þegar. Við skulum ekki sitja ein í Nowhere Landi og gera áætlanir sem koma engum að gagni og hafa hvergi annars staðar reynst vel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Nokkur orð um leikminjar Halldór Halldórsson Bakþankar Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Kæri Lars Agnar Tómas Möller Skoðun Milljarður evra til Pútíns á hverjum degi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gal(in) keppni þingmanna flokks fólksins Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Við höfum um margt valið okkur undarlegar leiðir til að endurreisa íslenskt efnahagslíf. Þetta á m.a. við um gjaldeyrishöftin sem lögð voru á eftir hrun og dvínandi áhugi virðist nú á að losa sig við. Við veljum einnig leiðir á fleiri sviðum sem aðrar þjóðir telja ógreiðar, s.s. varðandi eignarhald á fyrirtækjum, ríkisaafskipti, skatta og sjávarútveg, svo eitthvað sé nefnt. Það er erfitt að sjá að þarna sé búið að varða leiðina til nútíma efnahagslífs í fremstu röð. Gamall texti og lag Lennons og McCartneys leitar á mann: He´s a real nowhere man, Sitting in his Nowhere Land, Making all his nowhere plans for nobody Allir virðast sammála um skaðsemi gjaldeyrishafta og að það sé nauðsynlegt að afnema þau sem fyrst - en bara ekki strax. Tiltekin (óljós) skilyrði þurfa að verða uppfyllt fyrst, t.d. er varða fjármögnun innlánsstofnana og lausn á „þvingaðri" verðbréfaeign útlendinga. Best yrði að afnema höftin í nokkrum skrefum og tímasetning réðist af því hversu vel tækist að uppfylla skilyrðin. Afnám gjaldeyrishafta nú myndi þýða hrun krónunnar með skelfilegum afleiðingum. En yrði það svo? Sterk staða til að afnema höftin Sé litið til samkeppnishæfni efnahagslífsins og eignastöðu þjóðarbúsins hefur Ísland ekki staðið jafnvel um árabil. Raungengi er nú þegar í sögulegu lágmarki, er nú rúmlega 20% undir meðaltali 1980-2009 á mælikvarða neysluverðs og tæplega 30% undir meðaltali 1980-2009 á mælikvarða launa. Þetta endurspeglast í myndarlegum afgangi af viðskiptum við útlönd, en jöfnuður viðskipta með vöru og þjónustu á árinu 2010 verður líklega um 170 ma.kr. Viðskiptajöfnuður fyrstu 9 mánuði ársins var jákvæður um 97 ma.kr. án áhrifa gömlu bankanna. Þá sýnir Gylfi Zoëga, hagfræðingur fram á í nýlegri grein (Vísbending, 28.10 2010) að nettó staða þjóðarbúsins er jákvæð um 2-3% af VLF, með tilliti til innlendra eigna bankanna, væntanlegrar Icesaveskuldar og leiðréttingu fyrir skuldum alþjóðlegra fyrirtækja skráðum á Íslandi. Frá því að Gylfi ritaði grein sína hefur mat Seðlabankans á nettó eignastöðu Íslands (án gömlu bankanna) batnað um 193 ma. kr. (13% af landsframleiðslu). Er hægt að hugsa sér betri aðstæður til að afnema gjaldeyrishöft?Útlendir eigendur verðbréfa Ofuráhersla hefur verið á nauðsyn þess að losa um stöður erlendra aðila sem eru fastir með fjármuni sína hér og því spáð að þeir, ásamt íslenskum fjárfestum, muni hlaupa út með allt sitt fjármagn um leið og tækifæri gefst. Því verður ávallt hægt að halda því fram að hundruðir milljarða gætu flúið land við afnám hafta og valdið mikilli lækkun krónunnar, því stór hluti fjármagns í frjálsu hagkerfi er kvikur, þ.e. getur hreyft sig með litlum fyrirvara. En er þetta líklegt? Miðað við nettó eignastöðu þjóðarbúsins og samkeppnishæfni þess við núverandi gengi krónunnar eru yfirgnæfandi líkur á því að raungengi íslensku krónunnar styrkist til framtíðar litið, jafnvel myndarlega. Ef gengi krónunnar lækkaði umtalsvert frá því sem nú er, myndast þ.a.l. tækifæri innlendra (t.d. lífeyrissjóða) og erlendra fjárfesta til mikillar hagnaðartöku. Fjármunir myndu því leita til landsins og gengið styrkjast fljótt aftur. Hræðsla við kollsteypu við afnám gjaldeyrishafta er því ástæðulaus.Frestun ekki besta leiðin Ofurvarkárni við afnám hafta má e.t.v. rekja til annarra þátta en skynsamlegs mats á ávinningi og kostnaði:Áhrif þrýstihópa. Hluti þjóðfélagsins hefur lagað sig að gjaldeyrishöftunum og hefur af þeim tímabundinn ávinning, jafnvel þótt þjóðin öll hljóti af þeim mikinn skaða. Þetta má m.a. merkja af því að sumir eru farnir að mæla höftunum bótStjórnvöld og Seðlabankinn bera áhættu af afnámi haftanna. Ráða má af viðbrögðum við nýlegri tilkynningu Seðlabankans um að engin skref til afnáms hafta verði tekin fyrir mars 2011, að Seðlabankinn hefur hvata til að flýta sér hægt. Stjórnvöld fá tæplega klapp á bakið frá almenningi fyrir afnám gjaldeyrishafta en tímabundið gengisflökt gæti hins vegar valdið þeim óþægindumStofnanaleg umgjörð og eftirlit. Mikið vald er fært stofnunum, embættismönnum og stjórnmálamönnum.Hræðsluáróður hefur haft áhrif á almenning Harla ólíklegt er að aðstæður til afnáms gjaldeyrishafta batni frá því sem nú er. Höft eru nefnilega þannig að þeim mun lengur sem þau vara því erfiðara verður að losa um þau, m.a. vegna þess að þau draga þrótt úr efnahagslífinu og rýra traust á þjóðarbúskapnum. Sérstaklega ber að vara við afnámi í smáskömmtum. Afleiðingarnar verða enn harðara gjaldeyriseftirlit, aukin mismunun og spilling. Skynsamlegast er að afnámið byggi á almennum og víðtækum reglum og eigi sér stað sem allra fyrst. Það er algerlega ósannað mál að afnám haftanna nú muni hafa skaðleg áhrif á efnahagslífið. Þvert á móti má færa fyrir því gild rök, eins og gert hefur verið hér, að tafir geti haft mun alvarlegri afleiðingar fyrir lífskjör á Íslandi en að ganga til verks nú þegar. Við skulum ekki sitja ein í Nowhere Landi og gera áætlanir sem koma engum að gagni og hafa hvergi annars staðar reynst vel.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun