Leggur til 90 prósenta lækkun stjórnarlauna Glitnis ingvar haraldsson skrifar 4. mars 2016 10:53 „Ég get bara ekki setið hjá og gert ekki neitt,“ segir Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Lánasjóðs sveitarfélaganna og hluthafi í Glitni HoldCo. Óttar hefur lagt fram þá tillögu við aðalfund Glitnis HoldCo að laun almennra stjórnarmanna lækki um 90 prósent, eða úr sem samsvarar 4,12 milljónum á mánuði í 412 þúsund krónur á mánuði. Þá verði laun stjórnarformanns lækkuð úr sem samsvarar 6,2 milljónum á mánuði í 824 þúsund krónur á mánuði. „Mér finnst það ósmekklegt og óviðeigandi að stjórnarlaun í þessu fyrirtæki séu tífalt hærri en stjórnarlaun í skráðum félögum, sem eru í alvöru rekstri með bréf skráð í Kauphöll,“ segir Óttar. Á hluthafafundi þann 29. janúar var samþykkt starfskjarastefna sem kveður á um að almennir stjórnarmenn í Glitni fái 350 þúsund evrur á ári, tæplega fimmtíu milljónir króna (4,12 milljónir á mánuði) fyrir setu sína í stjórn Glitnis og stjórnarformaðurinn fái 525 þúsund evrur á ári, 74 milljónir króna (6,2 milljónir á mánuði). „Þau laun sem hér er lagt til eru í fullu samræmi við það sem best gerist hjá félögum skráðum í Kauphöll Íslands. Glitnir HoldCo er íslenskt félag, byggt á þrotabúi íslensks almenningshlutafélags. Það að slíkt félag greiði stjórnarmönnum tíföld laun á við það besta sem gerist almennt í landinu er tillitsleysi við aðstæður og samfélagið sem félagið starfar í,“ ritar Óttar í rökstuðningi við tillögu sína. Glitnir HoldCo heldur utan um þær eignir sem eftir stóðu við lok slitameðferðar Glitnis þegar búið var að greiða út stöðugleikaframlag og fyrstu greiðslur til kröfuhafa. „Við höfum ekki getað lagt fram formlegar tillögur á kröfuhafafundum og höfum ekkert getað sagt um laun slitastjórnar en núna ráða hluthafarnir þessu,“ segir Óttar, sem ætlar sjálfur að bjóða sig fram í stjórn Glitnis. „Til að fylgja því eftir að ég sé sannfærður um að þetta sé ríflegt sem ég legg til, þá gef ég kost á mér til þessara starfa. Það mun fást hæft fólk til þess að starfa á þessum kjörum,“ segir Óttar og bætir við að honum þætti áhugavert að fleiri gæfu kost á sér. Meðallaun stjórnarformanna í Kauphöll Íslands verða 676 þúsund krónur á mánuði miðað við tillögur sem liggja fyrir aðalfundum félaganna um stjórnarlaun. Laun almennra stjórnarmanna verða 312 þúsund krónur á mánuði. Tengdar fréttir Slitastjórn Glitnis: Steinunn og Páll skiptu með sér 381 milljón í fyrra Greiðslur til slitastjórnar Glitnis tvöfölduðust milli ára. 4. mars 2016 07:00 Forstjóralaun hækkað vel umfram launavísitölu Meðallaun forstjóra í Kauphöll Íslands voru 4,9 milljónir á síðasta ári og hækkuðu umfram launavísitölu. Forstjóri Össurar fékk 19,2 milljónir á mánuði á síðasta ári. Stjórnarformaður Fjarskipta segir stjórnarlaun lægri en sambærileg sérfræðiráðgjöf. 3. mars 2016 07:00 Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
„Ég get bara ekki setið hjá og gert ekki neitt,“ segir Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Lánasjóðs sveitarfélaganna og hluthafi í Glitni HoldCo. Óttar hefur lagt fram þá tillögu við aðalfund Glitnis HoldCo að laun almennra stjórnarmanna lækki um 90 prósent, eða úr sem samsvarar 4,12 milljónum á mánuði í 412 þúsund krónur á mánuði. Þá verði laun stjórnarformanns lækkuð úr sem samsvarar 6,2 milljónum á mánuði í 824 þúsund krónur á mánuði. „Mér finnst það ósmekklegt og óviðeigandi að stjórnarlaun í þessu fyrirtæki séu tífalt hærri en stjórnarlaun í skráðum félögum, sem eru í alvöru rekstri með bréf skráð í Kauphöll,“ segir Óttar. Á hluthafafundi þann 29. janúar var samþykkt starfskjarastefna sem kveður á um að almennir stjórnarmenn í Glitni fái 350 þúsund evrur á ári, tæplega fimmtíu milljónir króna (4,12 milljónir á mánuði) fyrir setu sína í stjórn Glitnis og stjórnarformaðurinn fái 525 þúsund evrur á ári, 74 milljónir króna (6,2 milljónir á mánuði). „Þau laun sem hér er lagt til eru í fullu samræmi við það sem best gerist hjá félögum skráðum í Kauphöll Íslands. Glitnir HoldCo er íslenskt félag, byggt á þrotabúi íslensks almenningshlutafélags. Það að slíkt félag greiði stjórnarmönnum tíföld laun á við það besta sem gerist almennt í landinu er tillitsleysi við aðstæður og samfélagið sem félagið starfar í,“ ritar Óttar í rökstuðningi við tillögu sína. Glitnir HoldCo heldur utan um þær eignir sem eftir stóðu við lok slitameðferðar Glitnis þegar búið var að greiða út stöðugleikaframlag og fyrstu greiðslur til kröfuhafa. „Við höfum ekki getað lagt fram formlegar tillögur á kröfuhafafundum og höfum ekkert getað sagt um laun slitastjórnar en núna ráða hluthafarnir þessu,“ segir Óttar, sem ætlar sjálfur að bjóða sig fram í stjórn Glitnis. „Til að fylgja því eftir að ég sé sannfærður um að þetta sé ríflegt sem ég legg til, þá gef ég kost á mér til þessara starfa. Það mun fást hæft fólk til þess að starfa á þessum kjörum,“ segir Óttar og bætir við að honum þætti áhugavert að fleiri gæfu kost á sér. Meðallaun stjórnarformanna í Kauphöll Íslands verða 676 þúsund krónur á mánuði miðað við tillögur sem liggja fyrir aðalfundum félaganna um stjórnarlaun. Laun almennra stjórnarmanna verða 312 þúsund krónur á mánuði.
Tengdar fréttir Slitastjórn Glitnis: Steinunn og Páll skiptu með sér 381 milljón í fyrra Greiðslur til slitastjórnar Glitnis tvöfölduðust milli ára. 4. mars 2016 07:00 Forstjóralaun hækkað vel umfram launavísitölu Meðallaun forstjóra í Kauphöll Íslands voru 4,9 milljónir á síðasta ári og hækkuðu umfram launavísitölu. Forstjóri Össurar fékk 19,2 milljónir á mánuði á síðasta ári. Stjórnarformaður Fjarskipta segir stjórnarlaun lægri en sambærileg sérfræðiráðgjöf. 3. mars 2016 07:00 Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
Slitastjórn Glitnis: Steinunn og Páll skiptu með sér 381 milljón í fyrra Greiðslur til slitastjórnar Glitnis tvöfölduðust milli ára. 4. mars 2016 07:00
Forstjóralaun hækkað vel umfram launavísitölu Meðallaun forstjóra í Kauphöll Íslands voru 4,9 milljónir á síðasta ári og hækkuðu umfram launavísitölu. Forstjóri Össurar fékk 19,2 milljónir á mánuði á síðasta ári. Stjórnarformaður Fjarskipta segir stjórnarlaun lægri en sambærileg sérfræðiráðgjöf. 3. mars 2016 07:00