Forstjóralaun hækkað vel umfram launavísitölu Ingvar Haraldsson skrifar 3. mars 2016 07:00 Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA Samtaka atvinnulífsins. Vísir/GVA Meðallaun forstjóra í Kauphöllinni voru 4,9 milljónir á mánuði á síðasta ári og hækkuðu um 13,3 prósent milli ára. Meðalárshækkun launavísitölu Hagstofu Íslands var nær helmingi lægri, eða 7,2 prósent árið 2015. Samkvæmt tillögum stjórna fyrir aðalfundi Kauphallarfélaganna er lagt til að launahækkanir nemi að meðaltali 8,6 prósentum milli ára. Mest er lagt til að laun stjórnarmanna í Fjarskiptum, móðurfélagi Vodafone, hækki eða um 18,6 prósent. Almenn launahækkun samkvæmt Salek-samkomulaginu er 6,2 prósent frá áramótum.Heiðar Guðjónsson hagfræðingur, segir stjórnarlaun lægri en sambærileg sérfræðiráðgjöf myndi kosta.Mikil vinna í hvern stjórnarfund Heiðar segir að mikil vinna fari í hvern stjórnarfund, sem séu að jafnaði einn á mánuði. „Undirbúningur fyrir stjórnarfund er á bilinu tíu til tuttugu tímar eftir því hvenær ársins þetta er og hvers konar fundur þetta er,“ segir Heiðar. Við þetta bætist svo tíminn sem fari í fundinn sjálfan. „Ef fólk skoðar hvað er á bak við þessa vinnu, hvers konar sérfræðikunnátta það er. Ef þeir ætluðu að fá ráðgjafa út í bæ, lögfræðinga eða aðra sérfræðinga til að sinna þessu, þá er ljóst að þessi stjórnarlaun sem eru í dag myndu ekki duga fyrir þessum reikningi,“ segir Heiðar. Heiðar segir að stjórnarlaun Fjarskipta verði áfram fremur lág miðað við önnur félög á markaðnum og mun lægri en hjá Símanum, samanburðarfélaginu í Kauphöllinni. Verði hækkanirnar samþykktar verða mánaðarlaun stjórnarformanns Fjarskipta 500 þúsund krónur á mánuði og stjórnarmanna 250 þúsund krónur á mánuði en sambærilegar greiðslur hjá Símanum eru 650 og 325 þúsund krónur á mánuði. Meðallaun stjórnarformanna verða 676 þúsund krónur á mánuði verði tillögur samþykktar á aðalfundum sem fram undan eru. Hæst laun fær stjórnarformaður Marel eða 1.169 þúsund krónur á mánuði en ekki er lagt til að þau hækki milli ára.Formaður SA hækkar um 17% Hæst laun fær forstjóri Össurar, eða 19,2 milljónir króna á mánuði. Þar á eftir kemur Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, með 6,6 milljónir í laun á mánuði. Forstjórar fasteignafélaganna þriggja, Regins, Reita og Eikar, reka lestina með 2,6-3,0 milljónir á mánuði. Heildarlaunagreiðslur til Björgólfs Jóhannssonar, forstjóra Icelandair Group og formanns Samtaka atvinnulífsins, hækkuðu um 17 prósent milli ára og námu 4,5 milljónum króna á mánuði. Mest lesið Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Hvernig get ég ávaxtað peninga barnanna minna sem best? Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Sjá meira
Meðallaun forstjóra í Kauphöllinni voru 4,9 milljónir á mánuði á síðasta ári og hækkuðu um 13,3 prósent milli ára. Meðalárshækkun launavísitölu Hagstofu Íslands var nær helmingi lægri, eða 7,2 prósent árið 2015. Samkvæmt tillögum stjórna fyrir aðalfundi Kauphallarfélaganna er lagt til að launahækkanir nemi að meðaltali 8,6 prósentum milli ára. Mest er lagt til að laun stjórnarmanna í Fjarskiptum, móðurfélagi Vodafone, hækki eða um 18,6 prósent. Almenn launahækkun samkvæmt Salek-samkomulaginu er 6,2 prósent frá áramótum.Heiðar Guðjónsson hagfræðingur, segir stjórnarlaun lægri en sambærileg sérfræðiráðgjöf myndi kosta.Mikil vinna í hvern stjórnarfund Heiðar segir að mikil vinna fari í hvern stjórnarfund, sem séu að jafnaði einn á mánuði. „Undirbúningur fyrir stjórnarfund er á bilinu tíu til tuttugu tímar eftir því hvenær ársins þetta er og hvers konar fundur þetta er,“ segir Heiðar. Við þetta bætist svo tíminn sem fari í fundinn sjálfan. „Ef fólk skoðar hvað er á bak við þessa vinnu, hvers konar sérfræðikunnátta það er. Ef þeir ætluðu að fá ráðgjafa út í bæ, lögfræðinga eða aðra sérfræðinga til að sinna þessu, þá er ljóst að þessi stjórnarlaun sem eru í dag myndu ekki duga fyrir þessum reikningi,“ segir Heiðar. Heiðar segir að stjórnarlaun Fjarskipta verði áfram fremur lág miðað við önnur félög á markaðnum og mun lægri en hjá Símanum, samanburðarfélaginu í Kauphöllinni. Verði hækkanirnar samþykktar verða mánaðarlaun stjórnarformanns Fjarskipta 500 þúsund krónur á mánuði og stjórnarmanna 250 þúsund krónur á mánuði en sambærilegar greiðslur hjá Símanum eru 650 og 325 þúsund krónur á mánuði. Meðallaun stjórnarformanna verða 676 þúsund krónur á mánuði verði tillögur samþykktar á aðalfundum sem fram undan eru. Hæst laun fær stjórnarformaður Marel eða 1.169 þúsund krónur á mánuði en ekki er lagt til að þau hækki milli ára.Formaður SA hækkar um 17% Hæst laun fær forstjóri Össurar, eða 19,2 milljónir króna á mánuði. Þar á eftir kemur Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, með 6,6 milljónir í laun á mánuði. Forstjórar fasteignafélaganna þriggja, Regins, Reita og Eikar, reka lestina með 2,6-3,0 milljónir á mánuði. Heildarlaunagreiðslur til Björgólfs Jóhannssonar, forstjóra Icelandair Group og formanns Samtaka atvinnulífsins, hækkuðu um 17 prósent milli ára og námu 4,5 milljónum króna á mánuði.
Mest lesið Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Hvernig get ég ávaxtað peninga barnanna minna sem best? Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Sjá meira