Forstjóralaun hækkað vel umfram launavísitölu Ingvar Haraldsson skrifar 3. mars 2016 07:00 Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA Samtaka atvinnulífsins. Vísir/GVA Meðallaun forstjóra í Kauphöllinni voru 4,9 milljónir á mánuði á síðasta ári og hækkuðu um 13,3 prósent milli ára. Meðalárshækkun launavísitölu Hagstofu Íslands var nær helmingi lægri, eða 7,2 prósent árið 2015. Samkvæmt tillögum stjórna fyrir aðalfundi Kauphallarfélaganna er lagt til að launahækkanir nemi að meðaltali 8,6 prósentum milli ára. Mest er lagt til að laun stjórnarmanna í Fjarskiptum, móðurfélagi Vodafone, hækki eða um 18,6 prósent. Almenn launahækkun samkvæmt Salek-samkomulaginu er 6,2 prósent frá áramótum.Heiðar Guðjónsson hagfræðingur, segir stjórnarlaun lægri en sambærileg sérfræðiráðgjöf myndi kosta.Mikil vinna í hvern stjórnarfund Heiðar segir að mikil vinna fari í hvern stjórnarfund, sem séu að jafnaði einn á mánuði. „Undirbúningur fyrir stjórnarfund er á bilinu tíu til tuttugu tímar eftir því hvenær ársins þetta er og hvers konar fundur þetta er,“ segir Heiðar. Við þetta bætist svo tíminn sem fari í fundinn sjálfan. „Ef fólk skoðar hvað er á bak við þessa vinnu, hvers konar sérfræðikunnátta það er. Ef þeir ætluðu að fá ráðgjafa út í bæ, lögfræðinga eða aðra sérfræðinga til að sinna þessu, þá er ljóst að þessi stjórnarlaun sem eru í dag myndu ekki duga fyrir þessum reikningi,“ segir Heiðar. Heiðar segir að stjórnarlaun Fjarskipta verði áfram fremur lág miðað við önnur félög á markaðnum og mun lægri en hjá Símanum, samanburðarfélaginu í Kauphöllinni. Verði hækkanirnar samþykktar verða mánaðarlaun stjórnarformanns Fjarskipta 500 þúsund krónur á mánuði og stjórnarmanna 250 þúsund krónur á mánuði en sambærilegar greiðslur hjá Símanum eru 650 og 325 þúsund krónur á mánuði. Meðallaun stjórnarformanna verða 676 þúsund krónur á mánuði verði tillögur samþykktar á aðalfundum sem fram undan eru. Hæst laun fær stjórnarformaður Marel eða 1.169 þúsund krónur á mánuði en ekki er lagt til að þau hækki milli ára.Formaður SA hækkar um 17% Hæst laun fær forstjóri Össurar, eða 19,2 milljónir króna á mánuði. Þar á eftir kemur Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, með 6,6 milljónir í laun á mánuði. Forstjórar fasteignafélaganna þriggja, Regins, Reita og Eikar, reka lestina með 2,6-3,0 milljónir á mánuði. Heildarlaunagreiðslur til Björgólfs Jóhannssonar, forstjóra Icelandair Group og formanns Samtaka atvinnulífsins, hækkuðu um 17 prósent milli ára og námu 4,5 milljónum króna á mánuði. Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Meðallaun forstjóra í Kauphöllinni voru 4,9 milljónir á mánuði á síðasta ári og hækkuðu um 13,3 prósent milli ára. Meðalárshækkun launavísitölu Hagstofu Íslands var nær helmingi lægri, eða 7,2 prósent árið 2015. Samkvæmt tillögum stjórna fyrir aðalfundi Kauphallarfélaganna er lagt til að launahækkanir nemi að meðaltali 8,6 prósentum milli ára. Mest er lagt til að laun stjórnarmanna í Fjarskiptum, móðurfélagi Vodafone, hækki eða um 18,6 prósent. Almenn launahækkun samkvæmt Salek-samkomulaginu er 6,2 prósent frá áramótum.Heiðar Guðjónsson hagfræðingur, segir stjórnarlaun lægri en sambærileg sérfræðiráðgjöf myndi kosta.Mikil vinna í hvern stjórnarfund Heiðar segir að mikil vinna fari í hvern stjórnarfund, sem séu að jafnaði einn á mánuði. „Undirbúningur fyrir stjórnarfund er á bilinu tíu til tuttugu tímar eftir því hvenær ársins þetta er og hvers konar fundur þetta er,“ segir Heiðar. Við þetta bætist svo tíminn sem fari í fundinn sjálfan. „Ef fólk skoðar hvað er á bak við þessa vinnu, hvers konar sérfræðikunnátta það er. Ef þeir ætluðu að fá ráðgjafa út í bæ, lögfræðinga eða aðra sérfræðinga til að sinna þessu, þá er ljóst að þessi stjórnarlaun sem eru í dag myndu ekki duga fyrir þessum reikningi,“ segir Heiðar. Heiðar segir að stjórnarlaun Fjarskipta verði áfram fremur lág miðað við önnur félög á markaðnum og mun lægri en hjá Símanum, samanburðarfélaginu í Kauphöllinni. Verði hækkanirnar samþykktar verða mánaðarlaun stjórnarformanns Fjarskipta 500 þúsund krónur á mánuði og stjórnarmanna 250 þúsund krónur á mánuði en sambærilegar greiðslur hjá Símanum eru 650 og 325 þúsund krónur á mánuði. Meðallaun stjórnarformanna verða 676 þúsund krónur á mánuði verði tillögur samþykktar á aðalfundum sem fram undan eru. Hæst laun fær stjórnarformaður Marel eða 1.169 þúsund krónur á mánuði en ekki er lagt til að þau hækki milli ára.Formaður SA hækkar um 17% Hæst laun fær forstjóri Össurar, eða 19,2 milljónir króna á mánuði. Þar á eftir kemur Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, með 6,6 milljónir í laun á mánuði. Forstjórar fasteignafélaganna þriggja, Regins, Reita og Eikar, reka lestina með 2,6-3,0 milljónir á mánuði. Heildarlaunagreiðslur til Björgólfs Jóhannssonar, forstjóra Icelandair Group og formanns Samtaka atvinnulífsins, hækkuðu um 17 prósent milli ára og námu 4,5 milljónum króna á mánuði.
Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira