Leggur til 90 prósenta lækkun stjórnarlauna Glitnis ingvar haraldsson skrifar 4. mars 2016 10:53 „Ég get bara ekki setið hjá og gert ekki neitt,“ segir Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Lánasjóðs sveitarfélaganna og hluthafi í Glitni HoldCo. Óttar hefur lagt fram þá tillögu við aðalfund Glitnis HoldCo að laun almennra stjórnarmanna lækki um 90 prósent, eða úr sem samsvarar 4,12 milljónum á mánuði í 412 þúsund krónur á mánuði. Þá verði laun stjórnarformanns lækkuð úr sem samsvarar 6,2 milljónum á mánuði í 824 þúsund krónur á mánuði. „Mér finnst það ósmekklegt og óviðeigandi að stjórnarlaun í þessu fyrirtæki séu tífalt hærri en stjórnarlaun í skráðum félögum, sem eru í alvöru rekstri með bréf skráð í Kauphöll,“ segir Óttar. Á hluthafafundi þann 29. janúar var samþykkt starfskjarastefna sem kveður á um að almennir stjórnarmenn í Glitni fái 350 þúsund evrur á ári, tæplega fimmtíu milljónir króna (4,12 milljónir á mánuði) fyrir setu sína í stjórn Glitnis og stjórnarformaðurinn fái 525 þúsund evrur á ári, 74 milljónir króna (6,2 milljónir á mánuði). „Þau laun sem hér er lagt til eru í fullu samræmi við það sem best gerist hjá félögum skráðum í Kauphöll Íslands. Glitnir HoldCo er íslenskt félag, byggt á þrotabúi íslensks almenningshlutafélags. Það að slíkt félag greiði stjórnarmönnum tíföld laun á við það besta sem gerist almennt í landinu er tillitsleysi við aðstæður og samfélagið sem félagið starfar í,“ ritar Óttar í rökstuðningi við tillögu sína. Glitnir HoldCo heldur utan um þær eignir sem eftir stóðu við lok slitameðferðar Glitnis þegar búið var að greiða út stöðugleikaframlag og fyrstu greiðslur til kröfuhafa. „Við höfum ekki getað lagt fram formlegar tillögur á kröfuhafafundum og höfum ekkert getað sagt um laun slitastjórnar en núna ráða hluthafarnir þessu,“ segir Óttar, sem ætlar sjálfur að bjóða sig fram í stjórn Glitnis. „Til að fylgja því eftir að ég sé sannfærður um að þetta sé ríflegt sem ég legg til, þá gef ég kost á mér til þessara starfa. Það mun fást hæft fólk til þess að starfa á þessum kjörum,“ segir Óttar og bætir við að honum þætti áhugavert að fleiri gæfu kost á sér. Meðallaun stjórnarformanna í Kauphöll Íslands verða 676 þúsund krónur á mánuði miðað við tillögur sem liggja fyrir aðalfundum félaganna um stjórnarlaun. Laun almennra stjórnarmanna verða 312 þúsund krónur á mánuði. Tengdar fréttir Slitastjórn Glitnis: Steinunn og Páll skiptu með sér 381 milljón í fyrra Greiðslur til slitastjórnar Glitnis tvöfölduðust milli ára. 4. mars 2016 07:00 Forstjóralaun hækkað vel umfram launavísitölu Meðallaun forstjóra í Kauphöll Íslands voru 4,9 milljónir á síðasta ári og hækkuðu umfram launavísitölu. Forstjóri Össurar fékk 19,2 milljónir á mánuði á síðasta ári. Stjórnarformaður Fjarskipta segir stjórnarlaun lægri en sambærileg sérfræðiráðgjöf. 3. mars 2016 07:00 Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Sjá meira
„Ég get bara ekki setið hjá og gert ekki neitt,“ segir Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Lánasjóðs sveitarfélaganna og hluthafi í Glitni HoldCo. Óttar hefur lagt fram þá tillögu við aðalfund Glitnis HoldCo að laun almennra stjórnarmanna lækki um 90 prósent, eða úr sem samsvarar 4,12 milljónum á mánuði í 412 þúsund krónur á mánuði. Þá verði laun stjórnarformanns lækkuð úr sem samsvarar 6,2 milljónum á mánuði í 824 þúsund krónur á mánuði. „Mér finnst það ósmekklegt og óviðeigandi að stjórnarlaun í þessu fyrirtæki séu tífalt hærri en stjórnarlaun í skráðum félögum, sem eru í alvöru rekstri með bréf skráð í Kauphöll,“ segir Óttar. Á hluthafafundi þann 29. janúar var samþykkt starfskjarastefna sem kveður á um að almennir stjórnarmenn í Glitni fái 350 þúsund evrur á ári, tæplega fimmtíu milljónir króna (4,12 milljónir á mánuði) fyrir setu sína í stjórn Glitnis og stjórnarformaðurinn fái 525 þúsund evrur á ári, 74 milljónir króna (6,2 milljónir á mánuði). „Þau laun sem hér er lagt til eru í fullu samræmi við það sem best gerist hjá félögum skráðum í Kauphöll Íslands. Glitnir HoldCo er íslenskt félag, byggt á þrotabúi íslensks almenningshlutafélags. Það að slíkt félag greiði stjórnarmönnum tíföld laun á við það besta sem gerist almennt í landinu er tillitsleysi við aðstæður og samfélagið sem félagið starfar í,“ ritar Óttar í rökstuðningi við tillögu sína. Glitnir HoldCo heldur utan um þær eignir sem eftir stóðu við lok slitameðferðar Glitnis þegar búið var að greiða út stöðugleikaframlag og fyrstu greiðslur til kröfuhafa. „Við höfum ekki getað lagt fram formlegar tillögur á kröfuhafafundum og höfum ekkert getað sagt um laun slitastjórnar en núna ráða hluthafarnir þessu,“ segir Óttar, sem ætlar sjálfur að bjóða sig fram í stjórn Glitnis. „Til að fylgja því eftir að ég sé sannfærður um að þetta sé ríflegt sem ég legg til, þá gef ég kost á mér til þessara starfa. Það mun fást hæft fólk til þess að starfa á þessum kjörum,“ segir Óttar og bætir við að honum þætti áhugavert að fleiri gæfu kost á sér. Meðallaun stjórnarformanna í Kauphöll Íslands verða 676 þúsund krónur á mánuði miðað við tillögur sem liggja fyrir aðalfundum félaganna um stjórnarlaun. Laun almennra stjórnarmanna verða 312 þúsund krónur á mánuði.
Tengdar fréttir Slitastjórn Glitnis: Steinunn og Páll skiptu með sér 381 milljón í fyrra Greiðslur til slitastjórnar Glitnis tvöfölduðust milli ára. 4. mars 2016 07:00 Forstjóralaun hækkað vel umfram launavísitölu Meðallaun forstjóra í Kauphöll Íslands voru 4,9 milljónir á síðasta ári og hækkuðu umfram launavísitölu. Forstjóri Össurar fékk 19,2 milljónir á mánuði á síðasta ári. Stjórnarformaður Fjarskipta segir stjórnarlaun lægri en sambærileg sérfræðiráðgjöf. 3. mars 2016 07:00 Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Sjá meira
Slitastjórn Glitnis: Steinunn og Páll skiptu með sér 381 milljón í fyrra Greiðslur til slitastjórnar Glitnis tvöfölduðust milli ára. 4. mars 2016 07:00
Forstjóralaun hækkað vel umfram launavísitölu Meðallaun forstjóra í Kauphöll Íslands voru 4,9 milljónir á síðasta ári og hækkuðu umfram launavísitölu. Forstjóri Össurar fékk 19,2 milljónir á mánuði á síðasta ári. Stjórnarformaður Fjarskipta segir stjórnarlaun lægri en sambærileg sérfræðiráðgjöf. 3. mars 2016 07:00