Mývatn þornar upp! Gísli Rafn Jónsson skrifar 16. maí 2014 14:11 Það er óumdeilanlegt að Mývatn er að þorna upp. Eða er starfsmaður Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn, Ramy, ósammála því? Skel kísliþörungsins fellur til botns í vatninu og vatnið grynnkar stöðugt. Vatnið grynnkar hraðar og hraðar. Í Ferðabók Eggerts og Bjarna, en þeir voru við Mývatn 1752, stendur að Mývatn sé fimm faðma djúpt eða um níu metrar; nú er Mývatn um tveir til þrír metrar á dýpt. Rétt eftir aldamótin 1900 var fjallað um það í Veiðifélagi Mývatns, þar sem bændur funduðu, að það yrði að finna leið til þess að dýpka vatnið til að silungur gæti þrifist þar. Þegar Mývatn þornar upp hvað verður þá um silunginn?... eða kúluskítinn? Er hann ekki bara horfinn vegna grynnkunar vatnsins?...eða endurnar? Mývatn er sagt vagga flestallra andategunda í Evrópu! Það hefur verið helsta röksemdafærsla sumra, og þar á meðal starfsmanns Ramy, að flest sem aflaga fer í Mývatni megi rekja til Kísiliðjunnar sem starfrækt var frá 1967 til 2004.Hvert var upphaf dælingar kíslilgúrs úr Mývatni? Það voru aðalega þrír menn, Sigurður Þórarinnsson jarðfræðingur, Tómas Tryggvason jarðfræðingur og Baldur Líndal efnaverkfræðingur, sem voru upphafsmenn að því að dýpka Mývatn til þess að lengja líftíma þess þar sem vatnið væri að þorna upp eins og önnur vötn sem kísilþörungurinn er svo kröftugur í. Hugmyndin um að nýta kísligúrinn kom síðar. Einnig hefur því verið haldið fram af starfsmönnum Ramy, að það sem Kísliðjan hafi „sett í vatnið“ hafi mengað og eyðilagt silung og annað líf. Hvað var það sem kísiliðjan setti í vatnið? Það var ekkert!! Kísligúrnum var dælt í land og hann hreinsaður og unninn og skapaði mjög mikil verðmæti fyrir sveitina og þjóðfélagið. Starfsmenn Ramy hafa barist við að sanna að Kísiliðjan hafi mengað vatnið en það er ekkert sem styður það. Ein rannsóknin var sögð sanna að allt æti í vatninu væri nú komið ofan í skurðina sem Kísiliðjan gerði í vatninu og þess vegna væri ekkert líf í vatninu. Mývatn skiptist í Ytri Flóa og Syðri Flóa, milli þeirra er Teigasund og þar streymir vatn úr Ytri Flóa yfir í Syðri Flóa. Kísliðjan dældi bara kísilgúr úr Ytri Flóa. En hvernig gat æti úr Syðri flóa komist á móti miklum straumi vatns, í gegnum Teigasund, yfir í Ytri Flóa og ofan í skurðina? Þess ber að geta að þetta var eini staðurinn í heimi þar sem kísilgúr var tekinn úr vatni, annarsstaðar þar sem kísilgúr er unninn er honum mokað upp með hjólaskóflu, þar sem vatnið sem þar var er þornað upp. Það er ýmsilegt sem hefur breyst í náttúrunni hér við Mývatn á síðustu áratugum Eldsumbrot 1975 til 1984. Þá lyftist landið við austurbakka Mývatns um 70 cm. Verulega hitnaði í lindunum sem streyma í Mývatn og mynda það. Hafði það ekkert áhrif á silunginn og lífríkið í vatninu? Hvað segja aðrir líffræðingar um það?Varðandi silungsveiðina i Mývatni Ramy hefur haldið því fram að hrun silungsstofna í Mývatni megi rekja til Kísiliðjunnar. Má nefna að þar sem áður var landfastur ís á vetrum við Geiteyjarströnd og bílum var ekið yfir Vatnið á ís er nú autt við landið vegna aukins hita i jörðinni. En þarna eru hrygningarstöðvar bleikjunnar og þar sem áður var ís eru nú endur og álftir allan veturinn. Nú eru fuglarnir að háma í sig hrognin og ekki verða nú silungar úr því! Til dæmis voru tæplega tvö kíló af hrognum í maga álftar sem felld var í rannsóknarskyni fyrir nokkrum árum. Hvergi er talað um þetta, eða það að á árum áður var sleppt ógrynni af seiðum í Mývatn, td. var 723 þúsund seiðum sleppt árið 1940, 715 þúsundum árið 1941, 420 þúsundum árið 1942 og þannig mætti áfram telja. Ekki hefur verið sleppt bleikjuseiðum í Mývatn síðustu áratugina. Einnig er það þekkt að þegar vötn eru gerð að jafnrennslisvötnum, eins og gert var við Mývatn um 1960, þá fer veiði niður eins og sannast hefur í vötnum í Svíþjóð. Nýjasta útspil frá rannsóknarstöðinni við Mývatn Ramy ,var að hér væri allt að fara til fjandans vegna frárennslismála og aukningar ferðamanna. Það er sjálfsagt rétt að ýmislegt mætti lagfæra í frárennslismálum hér eins og víða annarstaðar á landinu. En mér, sem bý hér við vatnsbakkann, og er með frárennslismál eins og reglur segja til um, finnst óþolandi að talað sé til okkar eins og við hér séum að eyðileggja Mývatn! Benda má á að þar sem Mývatn er friðlýst og í umsjá ríkisins ætti ríkið og þá umhverfisstofnun að sjá sóma sinn í því að lagfæra frárennslismálin. Ég held að það sé löngu kominn tími til þess að það séu fengnir aðrir fræðimenn til að rannsaka Mývatn en þeir sem áratugum saman hafa reynt að að sanna að allt sem hefur misfarist í Mývatni sé Kísiliðjunni að kenna , þótt svo að það séu mörg ár síðan henni var lokað! Illu heilli því hvað á nú að bjarga Mývatni frá því að þorna upp? Sigurður Þórarinsson, Tómas Tryggvason og Baldur Líndal lögðu upp með það að dæla þyrfti kísilgúr úr Mývatni til þess að lengja líftíma þess!! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það er óumdeilanlegt að Mývatn er að þorna upp. Eða er starfsmaður Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn, Ramy, ósammála því? Skel kísliþörungsins fellur til botns í vatninu og vatnið grynnkar stöðugt. Vatnið grynnkar hraðar og hraðar. Í Ferðabók Eggerts og Bjarna, en þeir voru við Mývatn 1752, stendur að Mývatn sé fimm faðma djúpt eða um níu metrar; nú er Mývatn um tveir til þrír metrar á dýpt. Rétt eftir aldamótin 1900 var fjallað um það í Veiðifélagi Mývatns, þar sem bændur funduðu, að það yrði að finna leið til þess að dýpka vatnið til að silungur gæti þrifist þar. Þegar Mývatn þornar upp hvað verður þá um silunginn?... eða kúluskítinn? Er hann ekki bara horfinn vegna grynnkunar vatnsins?...eða endurnar? Mývatn er sagt vagga flestallra andategunda í Evrópu! Það hefur verið helsta röksemdafærsla sumra, og þar á meðal starfsmanns Ramy, að flest sem aflaga fer í Mývatni megi rekja til Kísiliðjunnar sem starfrækt var frá 1967 til 2004.Hvert var upphaf dælingar kíslilgúrs úr Mývatni? Það voru aðalega þrír menn, Sigurður Þórarinnsson jarðfræðingur, Tómas Tryggvason jarðfræðingur og Baldur Líndal efnaverkfræðingur, sem voru upphafsmenn að því að dýpka Mývatn til þess að lengja líftíma þess þar sem vatnið væri að þorna upp eins og önnur vötn sem kísilþörungurinn er svo kröftugur í. Hugmyndin um að nýta kísligúrinn kom síðar. Einnig hefur því verið haldið fram af starfsmönnum Ramy, að það sem Kísliðjan hafi „sett í vatnið“ hafi mengað og eyðilagt silung og annað líf. Hvað var það sem kísiliðjan setti í vatnið? Það var ekkert!! Kísligúrnum var dælt í land og hann hreinsaður og unninn og skapaði mjög mikil verðmæti fyrir sveitina og þjóðfélagið. Starfsmenn Ramy hafa barist við að sanna að Kísiliðjan hafi mengað vatnið en það er ekkert sem styður það. Ein rannsóknin var sögð sanna að allt æti í vatninu væri nú komið ofan í skurðina sem Kísiliðjan gerði í vatninu og þess vegna væri ekkert líf í vatninu. Mývatn skiptist í Ytri Flóa og Syðri Flóa, milli þeirra er Teigasund og þar streymir vatn úr Ytri Flóa yfir í Syðri Flóa. Kísliðjan dældi bara kísilgúr úr Ytri Flóa. En hvernig gat æti úr Syðri flóa komist á móti miklum straumi vatns, í gegnum Teigasund, yfir í Ytri Flóa og ofan í skurðina? Þess ber að geta að þetta var eini staðurinn í heimi þar sem kísilgúr var tekinn úr vatni, annarsstaðar þar sem kísilgúr er unninn er honum mokað upp með hjólaskóflu, þar sem vatnið sem þar var er þornað upp. Það er ýmsilegt sem hefur breyst í náttúrunni hér við Mývatn á síðustu áratugum Eldsumbrot 1975 til 1984. Þá lyftist landið við austurbakka Mývatns um 70 cm. Verulega hitnaði í lindunum sem streyma í Mývatn og mynda það. Hafði það ekkert áhrif á silunginn og lífríkið í vatninu? Hvað segja aðrir líffræðingar um það?Varðandi silungsveiðina i Mývatni Ramy hefur haldið því fram að hrun silungsstofna í Mývatni megi rekja til Kísiliðjunnar. Má nefna að þar sem áður var landfastur ís á vetrum við Geiteyjarströnd og bílum var ekið yfir Vatnið á ís er nú autt við landið vegna aukins hita i jörðinni. En þarna eru hrygningarstöðvar bleikjunnar og þar sem áður var ís eru nú endur og álftir allan veturinn. Nú eru fuglarnir að háma í sig hrognin og ekki verða nú silungar úr því! Til dæmis voru tæplega tvö kíló af hrognum í maga álftar sem felld var í rannsóknarskyni fyrir nokkrum árum. Hvergi er talað um þetta, eða það að á árum áður var sleppt ógrynni af seiðum í Mývatn, td. var 723 þúsund seiðum sleppt árið 1940, 715 þúsundum árið 1941, 420 þúsundum árið 1942 og þannig mætti áfram telja. Ekki hefur verið sleppt bleikjuseiðum í Mývatn síðustu áratugina. Einnig er það þekkt að þegar vötn eru gerð að jafnrennslisvötnum, eins og gert var við Mývatn um 1960, þá fer veiði niður eins og sannast hefur í vötnum í Svíþjóð. Nýjasta útspil frá rannsóknarstöðinni við Mývatn Ramy ,var að hér væri allt að fara til fjandans vegna frárennslismála og aukningar ferðamanna. Það er sjálfsagt rétt að ýmislegt mætti lagfæra í frárennslismálum hér eins og víða annarstaðar á landinu. En mér, sem bý hér við vatnsbakkann, og er með frárennslismál eins og reglur segja til um, finnst óþolandi að talað sé til okkar eins og við hér séum að eyðileggja Mývatn! Benda má á að þar sem Mývatn er friðlýst og í umsjá ríkisins ætti ríkið og þá umhverfisstofnun að sjá sóma sinn í því að lagfæra frárennslismálin. Ég held að það sé löngu kominn tími til þess að það séu fengnir aðrir fræðimenn til að rannsaka Mývatn en þeir sem áratugum saman hafa reynt að að sanna að allt sem hefur misfarist í Mývatni sé Kísiliðjunni að kenna , þótt svo að það séu mörg ár síðan henni var lokað! Illu heilli því hvað á nú að bjarga Mývatni frá því að þorna upp? Sigurður Þórarinsson, Tómas Tryggvason og Baldur Líndal lögðu upp með það að dæla þyrfti kísilgúr úr Mývatni til þess að lengja líftíma þess!!
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar