Sport

Ný stikla úr snjóbrettamyndinni „Nameless“

Stefán Árni Pálsson skrifar
mynd/Gerða Björk/viðar
Bræðurnir Einar og Viðar Stefánssynir frá Akureyri vinna nú að gerð snjóbrettamyndar sem þeir kalla „Nameless“, en myndina vinna þeir í samvinnu.

„Bróðir minn var í brettaskóla úti í Svíþjóð, í sama skóla og Halldór og Eiríkur Helgasynir voru í á sínum tíma og þá tókum við upp síðustu mynd okkar Throw It Down,“ segir Viðar Stefánsson.

Nýjustu mynd sína vinna þeir í samvinnu við fyrrum skólabræður sína í Svíþjóð og fleiri íslenska snjóbrettakappa.

„Til að byrja með var þetta bara ég, bróðir minn og nokkrir sænski brettastrákar en núna hafa fleiri Íslendingar slegist í hópinn.“

Myndin „Nameless“ er mestmegnis tekinn upp á Íslandi og Svíþjóð.

Við fengum gefins myndavél frá Ak-inn á Akureyri og Mountain Dew greiddi fyrir okkur ferð út til Svíðþjóðar til að taka upp efni.“

Hér að neðan má sjá stiklu úr nýjustu mynd þeirra bræðra.

Nameless TEASER - Triple Six Crew from Triple Six Snowboard Crew on Vimeo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×