Fjórar leiðir um fjölmiðlun Össur Skarphéðinsson skrifar 21. júní 2004 00:01 Samþjöppun eigendavalds - Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar Mikil samþjöppun eigendavalds gæti í framtíðinni haft óæskileg áhrif á fjölbreytni í fjölmiðlun. Fjölmiðlanefnd ríkisstjórnarinnar komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að í dag ríki góð fjölbreytni á markaðnum. Samfylkingin er sammála henni. Formaður nefndarinnar, Davíð Þór Björgvinsson prófessor, rammaði niðurstöðuna kyrfilega inn þegar hann sagði í sjónvarpsþætti 27. apríl að fjölbreytnin hefði aukist með tilkomu Fréttablaðsins og batnað enn frekar þegar "...DV kemur út með þeim krafti sem það er að gera þessa dagana og þegar að Íslenska útvarpsfélagið er að reka allar þessar útvarpsstöðvar..." Í ljósi niðurstöðu fjölmiðlanefndarinnar og ekki síst ofangreindrar ályktunar Davíðs Þórs taldi Samfylkingin algerlega tilefnislaust að Alþingi hrapaði að þeim ofbeldiskenndu geðþóttalögum sem forsætisráðherra knúði gegnum þingið með stuðningi Framsóknar. Harkalegasta aðferðin til að vinna gegn óæskilegum áhrifum samþjöppunar eigendavalds felst í að brjóta fjölmiðlafyrirtæki, einsog Norðurljós, upp með lögum. Forsætisráðherra valdi þá leið af því hann á í stríði við eigendur félagsins. Samfylkingin lagði hins vegar fram fjórar málefnalegar leiðir, sem samanlagt eru mun áhrifaríkari og mildari en hin íþyngjandi geðþóttalög forsætisráðherra. Fyrsta leið Samfylkingarinnar er að efla Ríkisútvarpið og losa það undan pólitísku oki. Útbreitt og vandað almenningsútvarp er besta tryggingin gegn því að samþjappað eigendavald á einkareknum fjölmiðlum leiði til fábreyttrar fjölmiðlunar. Í dag hefur Sjálfstæðisflokkurinn öll tögl og hagldir í stofnuninni og hefur raðað vildarmönnum sínum í helstu yfirmannastöður. Þessi ofurtök flokksins á Ríkisútvarpinu eru ígildi eigendavalds sem er miklu sterkara en eigendavald Baugs í Norðurljósum. Besta trygging gegn því að ofurtök eigendavalds gegnsýri fjölmiðla er því að skapa umhverfi þar sem vandað, samkeppnishæft almannaútvarp án flokkspólitískra ítaka veitir einkamiðlunum stöðugt aðhald. Önnur leið Samfylkingarinnar er að tryggja ritstjórnarlegt frelsi fréttastofa allra miðla gagnvart eigendavaldinu. Við höfum því lagt til á Alþingi að fjölmiðlar verði skyldaðir til að setja sér innri reglur sem tryggja sjálfstæði ritstjórna. Þetta verndar fréttamenn til dæmis gegn því að verða látnir gjalda þess að vinna fregnir gegn hagsmunum eigendanna. Evrópuráðið mælir sterklegast með þessari leið. Þriðja leið Samfylkingarinnar er að setja lög um að eignarhald á fjölmiðlum verði gagnsætt. Í því felst að almenningur eigi jafnan greiða leið að upplýsingum um hverjir eiga fjölmiðlana. Ástæðan er sú að engin lög, og alls ekki geðþóttalög forsætisráðherra, fela í sér fullkomna vörn gegn ítökum eigendavalds. Lesendur, og neytendur ljósvakamiðla, geta þá metið innihald og efnistök fjölmiðla, og þarmeð trúverðugleika þeirra, með hliðsjón af upplýsingum um hverjir eiga þá. Við lesum til dæmis Morgunblaðið með tilliti til hverjir eiga það og uppsetningu fregna, nafnlaus skrif Staksteina, og áherslur blaðsins metum við í ljósi þess. Fjórða leið Samfylkingarinnar er að efla eftirlit Samkeppnisstofnunar með fjölmiðlum. Stóreigandi að fjölmiðlum sem líka er umsvifamikill í óskyldum rekstri getur hugsanlega reynt að hygla fyrirtækjum sínum. Baugur og Norðurljós koma að sjálfsögðu upp í hugann þegar þessi möguleiki er nefndur. Slík misnotkun fæli í sér samkeppnishömlur sem lögum samkvæmt eru ólögmætar. Vökult eftirlit Samkeppnisstofnunar á að tryggja að slíkar samkeppnishömlur séu upprættar. Þessvegna hefur Samfylkingin lagt til að Samkeppnisstofnun verði stórlega efld og úrræðum hennar beitt af þrótti gegn óæskilegum áhrifum samþjappaðs eigendavalds í fjölmiðlum. Af óskiljanlegum ástæðum leggjast Sjálfstæðismenn gegn eflingu Samkeppnisstofnunar og sumir vilja beinlínis leggja hana niður. Þessar fjórar málefnalegu leiðir Samfylkingarinnar njóta allar blessunar Evrópuráðsins. Fjölmiðlanefnd ríkisstjórnarinnar mælti einnig með þeim öllum. Mestu skiptir þó sú staðreynd, að þær eru miklu mildari en um leið miklu áhrifaríkari en hin ofbeldisfullu geðþóttalög forsætisráðherrans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Samþjöppun eigendavalds - Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar Mikil samþjöppun eigendavalds gæti í framtíðinni haft óæskileg áhrif á fjölbreytni í fjölmiðlun. Fjölmiðlanefnd ríkisstjórnarinnar komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að í dag ríki góð fjölbreytni á markaðnum. Samfylkingin er sammála henni. Formaður nefndarinnar, Davíð Þór Björgvinsson prófessor, rammaði niðurstöðuna kyrfilega inn þegar hann sagði í sjónvarpsþætti 27. apríl að fjölbreytnin hefði aukist með tilkomu Fréttablaðsins og batnað enn frekar þegar "...DV kemur út með þeim krafti sem það er að gera þessa dagana og þegar að Íslenska útvarpsfélagið er að reka allar þessar útvarpsstöðvar..." Í ljósi niðurstöðu fjölmiðlanefndarinnar og ekki síst ofangreindrar ályktunar Davíðs Þórs taldi Samfylkingin algerlega tilefnislaust að Alþingi hrapaði að þeim ofbeldiskenndu geðþóttalögum sem forsætisráðherra knúði gegnum þingið með stuðningi Framsóknar. Harkalegasta aðferðin til að vinna gegn óæskilegum áhrifum samþjöppunar eigendavalds felst í að brjóta fjölmiðlafyrirtæki, einsog Norðurljós, upp með lögum. Forsætisráðherra valdi þá leið af því hann á í stríði við eigendur félagsins. Samfylkingin lagði hins vegar fram fjórar málefnalegar leiðir, sem samanlagt eru mun áhrifaríkari og mildari en hin íþyngjandi geðþóttalög forsætisráðherra. Fyrsta leið Samfylkingarinnar er að efla Ríkisútvarpið og losa það undan pólitísku oki. Útbreitt og vandað almenningsútvarp er besta tryggingin gegn því að samþjappað eigendavald á einkareknum fjölmiðlum leiði til fábreyttrar fjölmiðlunar. Í dag hefur Sjálfstæðisflokkurinn öll tögl og hagldir í stofnuninni og hefur raðað vildarmönnum sínum í helstu yfirmannastöður. Þessi ofurtök flokksins á Ríkisútvarpinu eru ígildi eigendavalds sem er miklu sterkara en eigendavald Baugs í Norðurljósum. Besta trygging gegn því að ofurtök eigendavalds gegnsýri fjölmiðla er því að skapa umhverfi þar sem vandað, samkeppnishæft almannaútvarp án flokkspólitískra ítaka veitir einkamiðlunum stöðugt aðhald. Önnur leið Samfylkingarinnar er að tryggja ritstjórnarlegt frelsi fréttastofa allra miðla gagnvart eigendavaldinu. Við höfum því lagt til á Alþingi að fjölmiðlar verði skyldaðir til að setja sér innri reglur sem tryggja sjálfstæði ritstjórna. Þetta verndar fréttamenn til dæmis gegn því að verða látnir gjalda þess að vinna fregnir gegn hagsmunum eigendanna. Evrópuráðið mælir sterklegast með þessari leið. Þriðja leið Samfylkingarinnar er að setja lög um að eignarhald á fjölmiðlum verði gagnsætt. Í því felst að almenningur eigi jafnan greiða leið að upplýsingum um hverjir eiga fjölmiðlana. Ástæðan er sú að engin lög, og alls ekki geðþóttalög forsætisráðherra, fela í sér fullkomna vörn gegn ítökum eigendavalds. Lesendur, og neytendur ljósvakamiðla, geta þá metið innihald og efnistök fjölmiðla, og þarmeð trúverðugleika þeirra, með hliðsjón af upplýsingum um hverjir eiga þá. Við lesum til dæmis Morgunblaðið með tilliti til hverjir eiga það og uppsetningu fregna, nafnlaus skrif Staksteina, og áherslur blaðsins metum við í ljósi þess. Fjórða leið Samfylkingarinnar er að efla eftirlit Samkeppnisstofnunar með fjölmiðlum. Stóreigandi að fjölmiðlum sem líka er umsvifamikill í óskyldum rekstri getur hugsanlega reynt að hygla fyrirtækjum sínum. Baugur og Norðurljós koma að sjálfsögðu upp í hugann þegar þessi möguleiki er nefndur. Slík misnotkun fæli í sér samkeppnishömlur sem lögum samkvæmt eru ólögmætar. Vökult eftirlit Samkeppnisstofnunar á að tryggja að slíkar samkeppnishömlur séu upprættar. Þessvegna hefur Samfylkingin lagt til að Samkeppnisstofnun verði stórlega efld og úrræðum hennar beitt af þrótti gegn óæskilegum áhrifum samþjappaðs eigendavalds í fjölmiðlum. Af óskiljanlegum ástæðum leggjast Sjálfstæðismenn gegn eflingu Samkeppnisstofnunar og sumir vilja beinlínis leggja hana niður. Þessar fjórar málefnalegu leiðir Samfylkingarinnar njóta allar blessunar Evrópuráðsins. Fjölmiðlanefnd ríkisstjórnarinnar mælti einnig með þeim öllum. Mestu skiptir þó sú staðreynd, að þær eru miklu mildari en um leið miklu áhrifaríkari en hin ofbeldisfullu geðþóttalög forsætisráðherrans.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun