Matt LeBlanc næstum ók yfir ljósmyndara Finnur Thorlacius skrifar 4. apríl 2016 15:30 Ýmislegt gengur á við tökur á nýjum Top Gear bílaþáttum og það skall sannarlega hurð nærri hælum í S-Afríku um daginn. Þar var verið að taka atriði með Porsche bílum og í einu tökuhléinu ákvað Matt LeBlanc, einn þáttastjórnenda og fyrrum Friends leikari, að taka einn aukasprett á einum Porsche bílanna sér til skemmtunar. Það sem hann sá þó ekki er hann steig uppí bílinn var að ljósmyndari einn lá fyrir framan bílinn og var að taka ljósmyndir af honum. Það varð ljósmyndaranum til happs og Matt LeBlanc í leiðinni að annar tökumaður tók eftir því sem í stefndi og ef hann hefði ekki náð að stöðva Matt rétt fyrir brottför hefði hann ekið yfir ljósmyndarann. Matt LeBlanc varð svo mikið um þetta að hann varð að taka sér nokkurra klukkustunda hlé á tökunum. Sýningar á nýjum þáttum Top Gear hefjast í Bretlandi í maí og vonandi verður ekki ekið yfir neinn við tökur á þáttum fram að því. Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent
Ýmislegt gengur á við tökur á nýjum Top Gear bílaþáttum og það skall sannarlega hurð nærri hælum í S-Afríku um daginn. Þar var verið að taka atriði með Porsche bílum og í einu tökuhléinu ákvað Matt LeBlanc, einn þáttastjórnenda og fyrrum Friends leikari, að taka einn aukasprett á einum Porsche bílanna sér til skemmtunar. Það sem hann sá þó ekki er hann steig uppí bílinn var að ljósmyndari einn lá fyrir framan bílinn og var að taka ljósmyndir af honum. Það varð ljósmyndaranum til happs og Matt LeBlanc í leiðinni að annar tökumaður tók eftir því sem í stefndi og ef hann hefði ekki náð að stöðva Matt rétt fyrir brottför hefði hann ekið yfir ljósmyndarann. Matt LeBlanc varð svo mikið um þetta að hann varð að taka sér nokkurra klukkustunda hlé á tökunum. Sýningar á nýjum þáttum Top Gear hefjast í Bretlandi í maí og vonandi verður ekki ekið yfir neinn við tökur á þáttum fram að því.
Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent