Viðskipti innlent

Skilanefnd SPRON skoðar 14 fjölbýlishús Í Berlín

Þrír af fimm skilanefndarmönnum SPRON fóru til Berlínar síðasta miðvikudag og voru til föstudags. Tilgangur ferðarinnar var að skoða 14 fjölbýlishús sem SPRON á hlut í.

Skilanefndin fundaði með erlendum bönkum sem fjármagna þessi verkefni og endurskoðendum. Þá fundaði hún einnig með umsýslufélögum sem halda utan um rekstur fasteignanna. Þær eru í útleigu en yfir 80% af öllu húsnæði í Berlín er í leigt út.

Skilanefndin kynnti sér einnig ástand mála í Berlín og áttu fund með sendiherranum. Staðan er erfið í Þýskalandi. Áætlanir sem hafa verið gerðar hafa ekki náð fram að ganga og efnahagurinn stendur veikum fótum.

Lánasamningar vegna þessara fasteigna hafa ákveðinn líftíma en skilanefndin hefur ekki tekið ákvörðun um hvað verður gert við fasteignirnar. Slíkt þarf að ræða við meðfjárfesta SPRON í þessum verkefnum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×