Fiskvinnslum lokað og fólkið fer 29. október 2005 06:00 Í fjölmörgum frystihúsum hafa hanskarnir fengið að hanga enda margar hendur horfnar til annarra starfa. Það er ekkert vit í því að vinna aflann og borga svo með honum þannig að ég lokaði vinnslunni en held útgerðinni áfram og sel nú beint á markað." Þessi útskýring Sævars Benediktssonar á því af hverju hann lokaði fiskverkun sinni Særoða í Hólmavík í þarsíðustu viku er nokkuð lýsandi fyrir það ástand sem nú ríkir í íslenskum sjávarútvegi. Það er mat fjölmargra sem að útgerð og fiskvinnslu standa að við þær aðstæður sem nú ríkja sé í raun ekki arðbært að verka fisk. Hagnaðarvonin knýr því fæsta áfram heldur hugsunin um að þrauka uns aðstæður í efnahagslífinu breytast. Fækkar óðum í fiskvinnslunni Úttekt Fréttablaðsins leiðir í ljós að um fjögur hundruð manns hafi misst vinnu sína á þessu ári vegna þrenginga í sjávarútvegi. Fjórtán sjávarútvegsfyrirtæki að minnsta kosti hafa þurft að segja upp starfsfólki á árinu ýmist vegna lokunar, gjaldþrots eða samdráttar. Fimmtánda fyrirtækið, Þormóður rammi, á Siglufirði, fækkaði starfsfólki sínu um 20 til 30 en án þess að grípa til uppsagna. Ólafur H. Marteinsson, framkvæmdastjóri Þormóðs ramma, segir þessar tölur ekki segja alla söguna. "Það ber að huga að því að fyrirtæki hafa yfirleitt verið að fækka fólki jafnt og þétt löngu áður en til lokunar kemur. Svo er þarna aðeins tekið til beinna starfa en huga ber að því að í minni sjávarþorpum hefur lokun eins fyrirtækis áhrif á önnur fyrirtæki á svæðinu svo það kæmi mér ekki á óvart að á sjötta hundrað manns hefðu misst atvinnu sína vegna þessa ástands sem nú er uppi og í raun tel ég að um þúsund störf séu í uppnámi eins og sakir standa," segir Ólafur. Starfsmannafjöldi í fiskvinnslufyrirtækjum svarar til 4.500 til 4.700 heilsdagsstarfa en það er rúmlega helmingi færri en fyrir liðlega áratug. Landsbyggðin geldur fyrir þensluna Á aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðva voru reyfaðar raunir útgerðarmanna og þar kom fram að á einu ári hefur gengi krónunnar hækkað um 15 prósent gagnvart erlendum gjaldmiðlum. Það þýðir að ef fram heldur sem horfir dragast verðmæti útfluttra sjávarafurða saman um 18 milljarða á einu ári. En hátt gengi krónunnar og afleiðingar þess virðist margþætt og illviðráðanlegt ástand. "Við reiknuðum með því eins og aðrir á vinnumarkaði að kjarasamningar héldu með gengisvísitölu í kringum 120," segir Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva. "En þrátt fyrir hátt gengi krónunnar mælist verðbólgan um 4 prósent og Seðlabankinn hefur þá einu leið til að bregðast við því að hækka stýrivexti en það veldur svo gengishækkun. Þetta virðist vera að mestu fasteignaverðbólga, einkum á höfuðborgarsvæðinu, en til að koma henni niður eru helstu fórnarlömbin sjávarútvegsfyrirtæki sem víða eru burðarásar í atvinnulífinu á landsbyggðinni." Ógnunin frá Kína Margir hafa bent á þann möguleika að fiskverkendur freistist til að flytja vinnsluna til annarra landa frekar en að reyna að stíga ölduna í þeim ólgusjó sem hér ríkir. Einn af þeim er Aðalsteinn Á. Baldursson, formaður matvælasviðs Starfsgreinasambandsins. "Það verður að skapast þannig umhverfi að hagkvæmt sé að verka fiskinn hér á landi," segir Aðalsteinn. "Ég hef bent á það að fulltrúar atvinnurekanda fóru með forseta Íslands til Kína og lofuðu þeir aðstæður þar í fiskiðnaði. Það er þó varla verjanlegt að lofa þann vinnumarkað sem viðhefur þrældóm eins og flestir vita. En menn hafa lýst áhyggum sínum af þessu við mig enda tel ég að um verulega ógnun sé að ræða." Nær öll rækja innflutt Ástandið er þó einna verst í rækjuvinnslunni en fyrir rúmu ári voru fjórtán rækjuvinnslur í landinu en útlit er fyrir að þær verði einungis sjö um næstu áramót og þær sem enn verða starfandi munu líklega draga úr vinnslu. Mikið framboð er af rækju frá Kanada og verð því svo lágt að erfitt er fyrir íslenska framleiðendur að keppa á þeim markaði. Einnig hefur tilkostnaður við veiðar og vinnslu hækkað að undanförnu þrátt fyrir mikla hagræðingu. Nú er svo komið að nær öll rækja sem unnin er hér á landi er innflutt. Það sem af er þessu ári hafa rúm 29 þúsund tonn verið flutt inn til vinnslu en tæplega fimm þúsund tonn veidd hér við land. Þorpið fylgir þér alla leið Nýskipaður sjávarútvegsráðherra, Einar K. Guðfinnsson, segir ástandið vissulega vera erfitt um þessar mundir en ítrekar jafnframt að um tímabundið ástand sé að ræða. "Það er aðeins tímaspursmál hvenær gengi krónunnar kemst í eðlilegra horf og það er hlutverk okkar stjórmálamanna að sjá til þess að svo verði án þess að til nokkurrar kollsteypu komi," segir Einar. Einar er sjálfur frá sjávarþorpi að vestan en þróunin virðist óneitanlega vera á þá leið að slík þorp fái vart þrifist eins og málin standa. Einar er ekki sammála því: "Það er tvennt í þessu," svarar hann til, "í fyrsta lagi höfum við sérstök lög í þessari atvinnugrein sem kveður á um hámarks kvótaeign og þau gera það að verkum að samþjöppun er mun minni í sjávarútvegi en í mörgum öðrum atvinnugreinum. Í annan stað höfum við sett inn í fiskveiðistjórnunarkerfið úrræði til að koma til móts við þarfir minni byggðarlaga; það er að segja línuívilnun og byggðakvóta og svo er smábátafiskveiðistjórnunarkerfið hugsað til þess að vera hagstætt fyrir minni byggðarlögin. Þannig að við erum með mörg úrræði fyrir minni byggðir landsins." Í ræðu sem Einar hélt á landsfundi Samtaka smábátaeigenda vitnaði hann í ljóð Jóns úr Vör sem einnig var frá vestfirsku sjávarþorpi. Í ljóðinu segir að þorpið fylgi þeim sem það elur hvert sem þeir fara og sagði Einar þannig fyrir sér komið og fylgdi þorpið honum inn í þingsal og á skrifstofuna í sjávarútvegsráðuneytinu. Álið bjargar ekki landsbyggðinni Pétur Sigurðsson, formaður Verkalýðsfélags Vestfjarða, segir hins vegar að stjórnvöld hafi þrengt að minni byggðum á Vestfjörðum frekar en hitt. "Sjávarútvegurinn var grunnatvinnugrein þessa lands og hér á Vestfjörðum er hún það enn. Þessu virðast ráðamenn ekki hafa áttað sig á enda telja þeir sig hafa leyst vanda landsbyggðarinnar með stórvirkjunum. Þær hafa hins vegar komið sjávarþorpunum á Vestfjörðum illa og hér hefur fólk ekkert annað til að snúa sér að ef sjávarútvegurinn bregst sem hann gerir ef þensluáhrifum linnir ekki. Það væri því mun heiðarlegra af þeim að segja það strax ef þeir stefna að því leggja sjávarþorpin niður, þá gæti fólkið bara farið strax frekar en að horfa upp á þorpin sín þynnast smátt og smátt," segir Pétur. Það er því ljóst að ef fram heldur sem horfir munu mörg þorp þurfa að fylgja börnum sínum til annarra átthaga. Innlent Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Framburður Spánverjans að engu hafandi Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Það er ekkert vit í því að vinna aflann og borga svo með honum þannig að ég lokaði vinnslunni en held útgerðinni áfram og sel nú beint á markað." Þessi útskýring Sævars Benediktssonar á því af hverju hann lokaði fiskverkun sinni Særoða í Hólmavík í þarsíðustu viku er nokkuð lýsandi fyrir það ástand sem nú ríkir í íslenskum sjávarútvegi. Það er mat fjölmargra sem að útgerð og fiskvinnslu standa að við þær aðstæður sem nú ríkja sé í raun ekki arðbært að verka fisk. Hagnaðarvonin knýr því fæsta áfram heldur hugsunin um að þrauka uns aðstæður í efnahagslífinu breytast. Fækkar óðum í fiskvinnslunni Úttekt Fréttablaðsins leiðir í ljós að um fjögur hundruð manns hafi misst vinnu sína á þessu ári vegna þrenginga í sjávarútvegi. Fjórtán sjávarútvegsfyrirtæki að minnsta kosti hafa þurft að segja upp starfsfólki á árinu ýmist vegna lokunar, gjaldþrots eða samdráttar. Fimmtánda fyrirtækið, Þormóður rammi, á Siglufirði, fækkaði starfsfólki sínu um 20 til 30 en án þess að grípa til uppsagna. Ólafur H. Marteinsson, framkvæmdastjóri Þormóðs ramma, segir þessar tölur ekki segja alla söguna. "Það ber að huga að því að fyrirtæki hafa yfirleitt verið að fækka fólki jafnt og þétt löngu áður en til lokunar kemur. Svo er þarna aðeins tekið til beinna starfa en huga ber að því að í minni sjávarþorpum hefur lokun eins fyrirtækis áhrif á önnur fyrirtæki á svæðinu svo það kæmi mér ekki á óvart að á sjötta hundrað manns hefðu misst atvinnu sína vegna þessa ástands sem nú er uppi og í raun tel ég að um þúsund störf séu í uppnámi eins og sakir standa," segir Ólafur. Starfsmannafjöldi í fiskvinnslufyrirtækjum svarar til 4.500 til 4.700 heilsdagsstarfa en það er rúmlega helmingi færri en fyrir liðlega áratug. Landsbyggðin geldur fyrir þensluna Á aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðva voru reyfaðar raunir útgerðarmanna og þar kom fram að á einu ári hefur gengi krónunnar hækkað um 15 prósent gagnvart erlendum gjaldmiðlum. Það þýðir að ef fram heldur sem horfir dragast verðmæti útfluttra sjávarafurða saman um 18 milljarða á einu ári. En hátt gengi krónunnar og afleiðingar þess virðist margþætt og illviðráðanlegt ástand. "Við reiknuðum með því eins og aðrir á vinnumarkaði að kjarasamningar héldu með gengisvísitölu í kringum 120," segir Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva. "En þrátt fyrir hátt gengi krónunnar mælist verðbólgan um 4 prósent og Seðlabankinn hefur þá einu leið til að bregðast við því að hækka stýrivexti en það veldur svo gengishækkun. Þetta virðist vera að mestu fasteignaverðbólga, einkum á höfuðborgarsvæðinu, en til að koma henni niður eru helstu fórnarlömbin sjávarútvegsfyrirtæki sem víða eru burðarásar í atvinnulífinu á landsbyggðinni." Ógnunin frá Kína Margir hafa bent á þann möguleika að fiskverkendur freistist til að flytja vinnsluna til annarra landa frekar en að reyna að stíga ölduna í þeim ólgusjó sem hér ríkir. Einn af þeim er Aðalsteinn Á. Baldursson, formaður matvælasviðs Starfsgreinasambandsins. "Það verður að skapast þannig umhverfi að hagkvæmt sé að verka fiskinn hér á landi," segir Aðalsteinn. "Ég hef bent á það að fulltrúar atvinnurekanda fóru með forseta Íslands til Kína og lofuðu þeir aðstæður þar í fiskiðnaði. Það er þó varla verjanlegt að lofa þann vinnumarkað sem viðhefur þrældóm eins og flestir vita. En menn hafa lýst áhyggum sínum af þessu við mig enda tel ég að um verulega ógnun sé að ræða." Nær öll rækja innflutt Ástandið er þó einna verst í rækjuvinnslunni en fyrir rúmu ári voru fjórtán rækjuvinnslur í landinu en útlit er fyrir að þær verði einungis sjö um næstu áramót og þær sem enn verða starfandi munu líklega draga úr vinnslu. Mikið framboð er af rækju frá Kanada og verð því svo lágt að erfitt er fyrir íslenska framleiðendur að keppa á þeim markaði. Einnig hefur tilkostnaður við veiðar og vinnslu hækkað að undanförnu þrátt fyrir mikla hagræðingu. Nú er svo komið að nær öll rækja sem unnin er hér á landi er innflutt. Það sem af er þessu ári hafa rúm 29 þúsund tonn verið flutt inn til vinnslu en tæplega fimm þúsund tonn veidd hér við land. Þorpið fylgir þér alla leið Nýskipaður sjávarútvegsráðherra, Einar K. Guðfinnsson, segir ástandið vissulega vera erfitt um þessar mundir en ítrekar jafnframt að um tímabundið ástand sé að ræða. "Það er aðeins tímaspursmál hvenær gengi krónunnar kemst í eðlilegra horf og það er hlutverk okkar stjórmálamanna að sjá til þess að svo verði án þess að til nokkurrar kollsteypu komi," segir Einar. Einar er sjálfur frá sjávarþorpi að vestan en þróunin virðist óneitanlega vera á þá leið að slík þorp fái vart þrifist eins og málin standa. Einar er ekki sammála því: "Það er tvennt í þessu," svarar hann til, "í fyrsta lagi höfum við sérstök lög í þessari atvinnugrein sem kveður á um hámarks kvótaeign og þau gera það að verkum að samþjöppun er mun minni í sjávarútvegi en í mörgum öðrum atvinnugreinum. Í annan stað höfum við sett inn í fiskveiðistjórnunarkerfið úrræði til að koma til móts við þarfir minni byggðarlaga; það er að segja línuívilnun og byggðakvóta og svo er smábátafiskveiðistjórnunarkerfið hugsað til þess að vera hagstætt fyrir minni byggðarlögin. Þannig að við erum með mörg úrræði fyrir minni byggðir landsins." Í ræðu sem Einar hélt á landsfundi Samtaka smábátaeigenda vitnaði hann í ljóð Jóns úr Vör sem einnig var frá vestfirsku sjávarþorpi. Í ljóðinu segir að þorpið fylgi þeim sem það elur hvert sem þeir fara og sagði Einar þannig fyrir sér komið og fylgdi þorpið honum inn í þingsal og á skrifstofuna í sjávarútvegsráðuneytinu. Álið bjargar ekki landsbyggðinni Pétur Sigurðsson, formaður Verkalýðsfélags Vestfjarða, segir hins vegar að stjórnvöld hafi þrengt að minni byggðum á Vestfjörðum frekar en hitt. "Sjávarútvegurinn var grunnatvinnugrein þessa lands og hér á Vestfjörðum er hún það enn. Þessu virðast ráðamenn ekki hafa áttað sig á enda telja þeir sig hafa leyst vanda landsbyggðarinnar með stórvirkjunum. Þær hafa hins vegar komið sjávarþorpunum á Vestfjörðum illa og hér hefur fólk ekkert annað til að snúa sér að ef sjávarútvegurinn bregst sem hann gerir ef þensluáhrifum linnir ekki. Það væri því mun heiðarlegra af þeim að segja það strax ef þeir stefna að því leggja sjávarþorpin niður, þá gæti fólkið bara farið strax frekar en að horfa upp á þorpin sín þynnast smátt og smátt," segir Pétur. Það er því ljóst að ef fram heldur sem horfir munu mörg þorp þurfa að fylgja börnum sínum til annarra átthaga.
Innlent Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Framburður Spánverjans að engu hafandi Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira