Tölvuleikir breyta þér ekki í skrímsli Bjarki Þór Jónsson skrifar 10. maí 2012 06:00 Ég rakst á forsíðufrétt á Mbl.is með fyrirsögninni „Spilaði tölvuleik í heilt ár". Ég var ekki viss um við hverju ég átti að búast, en við nánari athugun kom í ljós að um var að ræða stutta frétt þar sem stiklað var á stóru í lífi norska fjöldamorðingjans á tímabilinu 1995 til 2006, en samkvæmt fréttinni spilaði hann meðal annars tölvuleikinn World of Warcraft daglega í heilt ár. Svo virðist sem tölvuleikjaspilun fjöldamorðingjans hafi stungið meira í augu fréttamannsins en stjórnmálaþátttaka hans, kynni við öfgahópa á borð við alþjóðlegu riddararegluna eða aðrir þættir. Aðrir fjölmiðlar birtu sambærilega grein með svipaðri fyrirsögn, til dæmis notaði Huffington Post í Bretlandi fyrirsögnina „Anders Breivik Played World Of Warcraft 'Full-Time' For A Year" og fjölmiðlar virðast ekki draga það í efa að Breivik hafi æft skotmiðið með aðstoð fyrstu-persónu skotleiksins Call of Duty: Modern Warfare, líkt og hann segir sjálfur. Þetta er ekki í fyrsta (og ekki síðasta) sinn sem tölvuleikir hafa verið tengdir með beinum eða óbeinum hætti við ofbeldisverk. Of margir fjölmiðlar falla í þá gryfju (viljandi eða óviljandi) að tengja tölvuleikjaspilun beint við ofbeldisfulla hegðun, líkt og ofangreind fyrirsögn fréttarinnar gerir. Hefði ekki verið réttara að benda á öfgafullar skoðanir fjöldamorðingjans í fyrirsögninni í stað þess að minnast á tölvuleikjaspilun hans? Hvað með sjónvarpsefni? Lítil sem engin umfjöllun hefur verið um hvaða sjónvarpsefni hann horfði á, hvaða íþróttum hann var hrifnastur af eða hvernig tónlist hann hlustaði á. Á heildina litið skipta þessir þættir litlu sem engu máli og hjálpa ekki til við að útskýra ofbeldisverkin. En hvers vegna tengja fjölmiðlar tölvuleikjaspilun oft við ofbeldisfulla hegðun? Má kalla það áróður, fordóma eða einfaldlega vanþekkingu fréttamanna á tölvuleikjum? Fjöldi tölvuleikjaspilara er gífurlegur, eins og fjöldi þeirra sem horfa á hryllingsmyndir eða lesa glæpasögur, en í langflestum tilfellum beina fjölmiðlar spjótum sínum eingöngu að einum miðli; tölvuleikjum. Samkvæmt tölum frá Entertainment Software Association (ESA) frá því í fyrra eru tölvuleikir spilaðir á 72% bandarískra heimila, Interactive Software Federation of Europe (ISFE) segir að þriðji hver Evrópubúi spili tölvuleiki og samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands eru leikjatölvur til staðar á 40% íslenskra heimila. Ef ofbeldisfullir tölvuleikir myndu breyta fólki í ofbeldismenn ætti tíðni líkamsárása og morða að hækka í takt við aukna tölvuleikjaspilun, en hver sem er getur heimsótt heimasíðu Hagstofu Íslands og séð að engin tengsl er að finna þar á milli. Ofbeldisfullir tölvuleikir breyta fólki hreinlega ekki í morðingja. Nánast undantekningarlaust eru það ofbeldisfullir tölvuleikir sem eru tengdir við glæpi. En hvað með aðrar tegundir tölvuleikja? Hvað með þá sem spila smáleikinn Angry Birds? Eru þeir að safna saman dauðum fuglum í poka og henda þeim í svínin í Húsdýragarðinum og ásaka þau um eggjastuld? Eða breytast þeir sem hafa spilað bónda- og garðyrkjuleikinn FarmVille á Facebook í sérfræðinga í garðyrkjumálum og eru nú loksins færir um að sinna búskap? Og geta skákmenn ekki hætt að hugsa um hvað þá langar ógurlega að drepa kónga? Þegar ódæðisverk eru framin stökkva fjölmiðlar á tölvuleikjaspilun líkt og hundur á bein. Tölvuleikjaspilun ódæðismannsins skiptir meira máli en sálræn vandamál hans, kvikmynda- og bókmenntasmekkur, lífsviðhorf, erfið æska eða eitthvað annað – og ekki má gleyma að þetta býður upp á krassandi fyrirsögn fyrir fréttina; „Myrti konuna út af tölvuleik". Með slíkum fyrirsögnum og órökstuddum tengslum tölvuleikja við ofbeldi fá þeir sem spila ekki tölvuleiki ranghugmyndir um tölvuleiki sem hefur neikvæð áhrif á ímynd tölvuleikjaspilara og tölvuleikjaiðnaðarins í heild sinni. Það er ávallt hægt að finna svarta sauði sama á hvaða hóp er litið. Heilbrigt fólk gerir greinarmun á tölvuleik og raunveruleika. Eins og þegar skákmaður finnur leiðir til að drepa kóng andstæðingsins eða þegar fótboltamaður reynir að koma boltanum í markið breytast reglurnar. Það sama á við þegar tölvuleikjaspilarinn spilar tölvuleik. Spilarar gera sér grein fyrir því hvar mörkin liggja og vita vel að þótt þeir drepi óvini á tölvuskjánum þá gilda aðrar reglur í leiknum en raunveruleikanum. Vissulega eru til ofbeldisfullir leikir sem ekki eru ætlaðir börnum en slíkir leikir eru merktir í bak og fyrir. Nú þegar 40 ár eru liðin frá því að fyrsta leikjatölvan, Magnavox Oddyssey, leit dagsins ljós getum við hreinlega litið á fullorðna tölvuleikjaspilara, sem eru lifandi dæmi þess að leikir breyta fólki ekki í ofbeldisfull skrímsli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Ég rakst á forsíðufrétt á Mbl.is með fyrirsögninni „Spilaði tölvuleik í heilt ár". Ég var ekki viss um við hverju ég átti að búast, en við nánari athugun kom í ljós að um var að ræða stutta frétt þar sem stiklað var á stóru í lífi norska fjöldamorðingjans á tímabilinu 1995 til 2006, en samkvæmt fréttinni spilaði hann meðal annars tölvuleikinn World of Warcraft daglega í heilt ár. Svo virðist sem tölvuleikjaspilun fjöldamorðingjans hafi stungið meira í augu fréttamannsins en stjórnmálaþátttaka hans, kynni við öfgahópa á borð við alþjóðlegu riddararegluna eða aðrir þættir. Aðrir fjölmiðlar birtu sambærilega grein með svipaðri fyrirsögn, til dæmis notaði Huffington Post í Bretlandi fyrirsögnina „Anders Breivik Played World Of Warcraft 'Full-Time' For A Year" og fjölmiðlar virðast ekki draga það í efa að Breivik hafi æft skotmiðið með aðstoð fyrstu-persónu skotleiksins Call of Duty: Modern Warfare, líkt og hann segir sjálfur. Þetta er ekki í fyrsta (og ekki síðasta) sinn sem tölvuleikir hafa verið tengdir með beinum eða óbeinum hætti við ofbeldisverk. Of margir fjölmiðlar falla í þá gryfju (viljandi eða óviljandi) að tengja tölvuleikjaspilun beint við ofbeldisfulla hegðun, líkt og ofangreind fyrirsögn fréttarinnar gerir. Hefði ekki verið réttara að benda á öfgafullar skoðanir fjöldamorðingjans í fyrirsögninni í stað þess að minnast á tölvuleikjaspilun hans? Hvað með sjónvarpsefni? Lítil sem engin umfjöllun hefur verið um hvaða sjónvarpsefni hann horfði á, hvaða íþróttum hann var hrifnastur af eða hvernig tónlist hann hlustaði á. Á heildina litið skipta þessir þættir litlu sem engu máli og hjálpa ekki til við að útskýra ofbeldisverkin. En hvers vegna tengja fjölmiðlar tölvuleikjaspilun oft við ofbeldisfulla hegðun? Má kalla það áróður, fordóma eða einfaldlega vanþekkingu fréttamanna á tölvuleikjum? Fjöldi tölvuleikjaspilara er gífurlegur, eins og fjöldi þeirra sem horfa á hryllingsmyndir eða lesa glæpasögur, en í langflestum tilfellum beina fjölmiðlar spjótum sínum eingöngu að einum miðli; tölvuleikjum. Samkvæmt tölum frá Entertainment Software Association (ESA) frá því í fyrra eru tölvuleikir spilaðir á 72% bandarískra heimila, Interactive Software Federation of Europe (ISFE) segir að þriðji hver Evrópubúi spili tölvuleiki og samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands eru leikjatölvur til staðar á 40% íslenskra heimila. Ef ofbeldisfullir tölvuleikir myndu breyta fólki í ofbeldismenn ætti tíðni líkamsárása og morða að hækka í takt við aukna tölvuleikjaspilun, en hver sem er getur heimsótt heimasíðu Hagstofu Íslands og séð að engin tengsl er að finna þar á milli. Ofbeldisfullir tölvuleikir breyta fólki hreinlega ekki í morðingja. Nánast undantekningarlaust eru það ofbeldisfullir tölvuleikir sem eru tengdir við glæpi. En hvað með aðrar tegundir tölvuleikja? Hvað með þá sem spila smáleikinn Angry Birds? Eru þeir að safna saman dauðum fuglum í poka og henda þeim í svínin í Húsdýragarðinum og ásaka þau um eggjastuld? Eða breytast þeir sem hafa spilað bónda- og garðyrkjuleikinn FarmVille á Facebook í sérfræðinga í garðyrkjumálum og eru nú loksins færir um að sinna búskap? Og geta skákmenn ekki hætt að hugsa um hvað þá langar ógurlega að drepa kónga? Þegar ódæðisverk eru framin stökkva fjölmiðlar á tölvuleikjaspilun líkt og hundur á bein. Tölvuleikjaspilun ódæðismannsins skiptir meira máli en sálræn vandamál hans, kvikmynda- og bókmenntasmekkur, lífsviðhorf, erfið æska eða eitthvað annað – og ekki má gleyma að þetta býður upp á krassandi fyrirsögn fyrir fréttina; „Myrti konuna út af tölvuleik". Með slíkum fyrirsögnum og órökstuddum tengslum tölvuleikja við ofbeldi fá þeir sem spila ekki tölvuleiki ranghugmyndir um tölvuleiki sem hefur neikvæð áhrif á ímynd tölvuleikjaspilara og tölvuleikjaiðnaðarins í heild sinni. Það er ávallt hægt að finna svarta sauði sama á hvaða hóp er litið. Heilbrigt fólk gerir greinarmun á tölvuleik og raunveruleika. Eins og þegar skákmaður finnur leiðir til að drepa kóng andstæðingsins eða þegar fótboltamaður reynir að koma boltanum í markið breytast reglurnar. Það sama á við þegar tölvuleikjaspilarinn spilar tölvuleik. Spilarar gera sér grein fyrir því hvar mörkin liggja og vita vel að þótt þeir drepi óvini á tölvuskjánum þá gilda aðrar reglur í leiknum en raunveruleikanum. Vissulega eru til ofbeldisfullir leikir sem ekki eru ætlaðir börnum en slíkir leikir eru merktir í bak og fyrir. Nú þegar 40 ár eru liðin frá því að fyrsta leikjatölvan, Magnavox Oddyssey, leit dagsins ljós getum við hreinlega litið á fullorðna tölvuleikjaspilara, sem eru lifandi dæmi þess að leikir breyta fólki ekki í ofbeldisfull skrímsli.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun