Sýndarveruleikinn Ólafur Heiðar Helgason skrifar 10. maí 2012 12:00 Hvað skiptir máli í lífinu? Nú, ég held auðvitað að þetta sé sjálf lífsgátan. Ég myndi nefna það að fræðast um eðli heimsins, njóta samveru með fjölskyldunni og borða Vesturbæjarís. Á heildina litið held ég að sammannleg hugtök eins og hamingja, gleði og lífsfylling séu algeng svör við þessari spurningu. Og þegar uppi er staðið höfum við öll svipuð tækifæri til þessara sameiginlegu markmiða, hvar sem við erum stödd í samfélaginu. En þegar ég kveiki á kvöldfréttunum blasir við mér heimsmynd þar sem þessi sjálfsögðu lífsgildi eiga ekki lengur við. Samkvæmt þeirri heimsmynd „hrundi" samfélagið fyrir um hálfum áratug og síðan þá hefur dimm þoka „kreppunnar" byrgt okkur sýn og valdið örvæntingu og angist. „Uppgjör við hrunið" er hin nýja lífsfylling; í stað hamingju er „hagvöxtur" orðið sammannlegt markmið. Þegar ég fletti blöðunum og horfi á kvöldfréttirnar finnst mér stundum eins og sá veruleiki sem birtist mér í þessum fjölmiðlum sé alls ekki sá veruleiki sem ég tilheyri. Eins og hér á landi séu tvö samfélög meðal sömu þjóðarinnar - annars vegar venjulegt fólk sem gerir venjulega hluti eins og að borða hamborgara og fara í bíó, og hins vegar vinahópur stjórnmála- og fjölmiðlamanna sem ver tíma sínum í að spinna einhvers konar sjálfsævisögulega sápuóperu. Ef fjalla á um hluti eins og kvótakerfið eða gjaldmiðilsmál er hringt í leiðtoga stjórnmála- og viðskiptalífsins og rifrildi þeirra sýnd í fréttainnslögum sem minna helst á Glæstar vonir. Óháð umfjöllun er lítil. Fagleg umfjöllun er engin. Og til lengri tíma fer sá veruleiki sem umræðan er sprottin úr að skipta minna og minna máli þangað til umræðan fer að snúast um sjálfa umræðuna, leikreglur umræðunnar, leikmennina. Hverjum ætti ekki að vera sama þó einhver stjórnmálamaður sé dæmdur fyrir afglöp í starfi sínu fyrir fjórum árum, á meðan hinn efnislegi kjarni í rökræðunni um stærstu samfélagsmál samtímans fær litla sem enga umfjöllun? Hverjum ætti ekki að vera sama um afdrif auðmanna, á meðan stór og óleyst mál eins og hnattræn hlýnun eru raunveruleg ógn við lífsafkomu okkar allra? Evrópusambandið, skattamál, stóriðja og nýting náttúruauðlinda. Listinn er langur yfir þau málefni sem vantar rökræna leiðsögn. Hvaða leiðir eru mögulegar, hvernig væru þær framkvæmdar, hverjir eru kostirnir, hverjir eru gallarnir? Þessum spurningum, sem eru forsendur rökrænnar umræðu, eru fjölmiðlar ekki að svara. Og hver á að svara þeim ef ekki fjölmiðlar? Í lýðræðislegu samfélagi erum það við - almenningur - sem berum alltaf hina æðstu ábyrgð á skipulagi samfélagsins. Ekki Jóhanna Sigurðardóttir, ekki Werner-bræður, heldur þú og ég. Fjölmiðlar bera jafnframt ábyrgð á sagnfræðilegri endurmenntun okkar allra, á því að við sem almenningur getum sinnt þessu æðsta lýðræðislega hlutverki. Þessari endurmenntun eru fjölmiðlar ekki að sinna rétt. Í skólum, vinnustöðum og netheimum fer nú fram rökræðan um framtíð heimsins. En til að geta dregið réttar ályktanir út frá réttum forsendum þurfa kjósendur faglega ráðgjöf. Svo lengi sem fjölmiðlar taka ekki þátt í rökræðum um alvöru málefni, svo lengi sem þeir hjálpa okkur ekki að skipuleggja samfélag okkar í því skyni að hámarka hamingju, gleði og lífsfyllingu, svo lengi sem þeir eru bara stuttmyndaklúbbur elítunnar - þá eru þeir bara innantómur sýndarveruleiki. Ólafur Heiðar Helgason, nemi í Kvennaskólanum í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Hvað skiptir máli í lífinu? Nú, ég held auðvitað að þetta sé sjálf lífsgátan. Ég myndi nefna það að fræðast um eðli heimsins, njóta samveru með fjölskyldunni og borða Vesturbæjarís. Á heildina litið held ég að sammannleg hugtök eins og hamingja, gleði og lífsfylling séu algeng svör við þessari spurningu. Og þegar uppi er staðið höfum við öll svipuð tækifæri til þessara sameiginlegu markmiða, hvar sem við erum stödd í samfélaginu. En þegar ég kveiki á kvöldfréttunum blasir við mér heimsmynd þar sem þessi sjálfsögðu lífsgildi eiga ekki lengur við. Samkvæmt þeirri heimsmynd „hrundi" samfélagið fyrir um hálfum áratug og síðan þá hefur dimm þoka „kreppunnar" byrgt okkur sýn og valdið örvæntingu og angist. „Uppgjör við hrunið" er hin nýja lífsfylling; í stað hamingju er „hagvöxtur" orðið sammannlegt markmið. Þegar ég fletti blöðunum og horfi á kvöldfréttirnar finnst mér stundum eins og sá veruleiki sem birtist mér í þessum fjölmiðlum sé alls ekki sá veruleiki sem ég tilheyri. Eins og hér á landi séu tvö samfélög meðal sömu þjóðarinnar - annars vegar venjulegt fólk sem gerir venjulega hluti eins og að borða hamborgara og fara í bíó, og hins vegar vinahópur stjórnmála- og fjölmiðlamanna sem ver tíma sínum í að spinna einhvers konar sjálfsævisögulega sápuóperu. Ef fjalla á um hluti eins og kvótakerfið eða gjaldmiðilsmál er hringt í leiðtoga stjórnmála- og viðskiptalífsins og rifrildi þeirra sýnd í fréttainnslögum sem minna helst á Glæstar vonir. Óháð umfjöllun er lítil. Fagleg umfjöllun er engin. Og til lengri tíma fer sá veruleiki sem umræðan er sprottin úr að skipta minna og minna máli þangað til umræðan fer að snúast um sjálfa umræðuna, leikreglur umræðunnar, leikmennina. Hverjum ætti ekki að vera sama þó einhver stjórnmálamaður sé dæmdur fyrir afglöp í starfi sínu fyrir fjórum árum, á meðan hinn efnislegi kjarni í rökræðunni um stærstu samfélagsmál samtímans fær litla sem enga umfjöllun? Hverjum ætti ekki að vera sama um afdrif auðmanna, á meðan stór og óleyst mál eins og hnattræn hlýnun eru raunveruleg ógn við lífsafkomu okkar allra? Evrópusambandið, skattamál, stóriðja og nýting náttúruauðlinda. Listinn er langur yfir þau málefni sem vantar rökræna leiðsögn. Hvaða leiðir eru mögulegar, hvernig væru þær framkvæmdar, hverjir eru kostirnir, hverjir eru gallarnir? Þessum spurningum, sem eru forsendur rökrænnar umræðu, eru fjölmiðlar ekki að svara. Og hver á að svara þeim ef ekki fjölmiðlar? Í lýðræðislegu samfélagi erum það við - almenningur - sem berum alltaf hina æðstu ábyrgð á skipulagi samfélagsins. Ekki Jóhanna Sigurðardóttir, ekki Werner-bræður, heldur þú og ég. Fjölmiðlar bera jafnframt ábyrgð á sagnfræðilegri endurmenntun okkar allra, á því að við sem almenningur getum sinnt þessu æðsta lýðræðislega hlutverki. Þessari endurmenntun eru fjölmiðlar ekki að sinna rétt. Í skólum, vinnustöðum og netheimum fer nú fram rökræðan um framtíð heimsins. En til að geta dregið réttar ályktanir út frá réttum forsendum þurfa kjósendur faglega ráðgjöf. Svo lengi sem fjölmiðlar taka ekki þátt í rökræðum um alvöru málefni, svo lengi sem þeir hjálpa okkur ekki að skipuleggja samfélag okkar í því skyni að hámarka hamingju, gleði og lífsfyllingu, svo lengi sem þeir eru bara stuttmyndaklúbbur elítunnar - þá eru þeir bara innantómur sýndarveruleiki. Ólafur Heiðar Helgason, nemi í Kvennaskólanum í Reykjavík.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar