Sýndarveruleikinn Ólafur Heiðar Helgason skrifar 10. maí 2012 12:00 Hvað skiptir máli í lífinu? Nú, ég held auðvitað að þetta sé sjálf lífsgátan. Ég myndi nefna það að fræðast um eðli heimsins, njóta samveru með fjölskyldunni og borða Vesturbæjarís. Á heildina litið held ég að sammannleg hugtök eins og hamingja, gleði og lífsfylling séu algeng svör við þessari spurningu. Og þegar uppi er staðið höfum við öll svipuð tækifæri til þessara sameiginlegu markmiða, hvar sem við erum stödd í samfélaginu. En þegar ég kveiki á kvöldfréttunum blasir við mér heimsmynd þar sem þessi sjálfsögðu lífsgildi eiga ekki lengur við. Samkvæmt þeirri heimsmynd „hrundi" samfélagið fyrir um hálfum áratug og síðan þá hefur dimm þoka „kreppunnar" byrgt okkur sýn og valdið örvæntingu og angist. „Uppgjör við hrunið" er hin nýja lífsfylling; í stað hamingju er „hagvöxtur" orðið sammannlegt markmið. Þegar ég fletti blöðunum og horfi á kvöldfréttirnar finnst mér stundum eins og sá veruleiki sem birtist mér í þessum fjölmiðlum sé alls ekki sá veruleiki sem ég tilheyri. Eins og hér á landi séu tvö samfélög meðal sömu þjóðarinnar - annars vegar venjulegt fólk sem gerir venjulega hluti eins og að borða hamborgara og fara í bíó, og hins vegar vinahópur stjórnmála- og fjölmiðlamanna sem ver tíma sínum í að spinna einhvers konar sjálfsævisögulega sápuóperu. Ef fjalla á um hluti eins og kvótakerfið eða gjaldmiðilsmál er hringt í leiðtoga stjórnmála- og viðskiptalífsins og rifrildi þeirra sýnd í fréttainnslögum sem minna helst á Glæstar vonir. Óháð umfjöllun er lítil. Fagleg umfjöllun er engin. Og til lengri tíma fer sá veruleiki sem umræðan er sprottin úr að skipta minna og minna máli þangað til umræðan fer að snúast um sjálfa umræðuna, leikreglur umræðunnar, leikmennina. Hverjum ætti ekki að vera sama þó einhver stjórnmálamaður sé dæmdur fyrir afglöp í starfi sínu fyrir fjórum árum, á meðan hinn efnislegi kjarni í rökræðunni um stærstu samfélagsmál samtímans fær litla sem enga umfjöllun? Hverjum ætti ekki að vera sama um afdrif auðmanna, á meðan stór og óleyst mál eins og hnattræn hlýnun eru raunveruleg ógn við lífsafkomu okkar allra? Evrópusambandið, skattamál, stóriðja og nýting náttúruauðlinda. Listinn er langur yfir þau málefni sem vantar rökræna leiðsögn. Hvaða leiðir eru mögulegar, hvernig væru þær framkvæmdar, hverjir eru kostirnir, hverjir eru gallarnir? Þessum spurningum, sem eru forsendur rökrænnar umræðu, eru fjölmiðlar ekki að svara. Og hver á að svara þeim ef ekki fjölmiðlar? Í lýðræðislegu samfélagi erum það við - almenningur - sem berum alltaf hina æðstu ábyrgð á skipulagi samfélagsins. Ekki Jóhanna Sigurðardóttir, ekki Werner-bræður, heldur þú og ég. Fjölmiðlar bera jafnframt ábyrgð á sagnfræðilegri endurmenntun okkar allra, á því að við sem almenningur getum sinnt þessu æðsta lýðræðislega hlutverki. Þessari endurmenntun eru fjölmiðlar ekki að sinna rétt. Í skólum, vinnustöðum og netheimum fer nú fram rökræðan um framtíð heimsins. En til að geta dregið réttar ályktanir út frá réttum forsendum þurfa kjósendur faglega ráðgjöf. Svo lengi sem fjölmiðlar taka ekki þátt í rökræðum um alvöru málefni, svo lengi sem þeir hjálpa okkur ekki að skipuleggja samfélag okkar í því skyni að hámarka hamingju, gleði og lífsfyllingu, svo lengi sem þeir eru bara stuttmyndaklúbbur elítunnar - þá eru þeir bara innantómur sýndarveruleiki. Ólafur Heiðar Helgason, nemi í Kvennaskólanum í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Hvað skiptir máli í lífinu? Nú, ég held auðvitað að þetta sé sjálf lífsgátan. Ég myndi nefna það að fræðast um eðli heimsins, njóta samveru með fjölskyldunni og borða Vesturbæjarís. Á heildina litið held ég að sammannleg hugtök eins og hamingja, gleði og lífsfylling séu algeng svör við þessari spurningu. Og þegar uppi er staðið höfum við öll svipuð tækifæri til þessara sameiginlegu markmiða, hvar sem við erum stödd í samfélaginu. En þegar ég kveiki á kvöldfréttunum blasir við mér heimsmynd þar sem þessi sjálfsögðu lífsgildi eiga ekki lengur við. Samkvæmt þeirri heimsmynd „hrundi" samfélagið fyrir um hálfum áratug og síðan þá hefur dimm þoka „kreppunnar" byrgt okkur sýn og valdið örvæntingu og angist. „Uppgjör við hrunið" er hin nýja lífsfylling; í stað hamingju er „hagvöxtur" orðið sammannlegt markmið. Þegar ég fletti blöðunum og horfi á kvöldfréttirnar finnst mér stundum eins og sá veruleiki sem birtist mér í þessum fjölmiðlum sé alls ekki sá veruleiki sem ég tilheyri. Eins og hér á landi séu tvö samfélög meðal sömu þjóðarinnar - annars vegar venjulegt fólk sem gerir venjulega hluti eins og að borða hamborgara og fara í bíó, og hins vegar vinahópur stjórnmála- og fjölmiðlamanna sem ver tíma sínum í að spinna einhvers konar sjálfsævisögulega sápuóperu. Ef fjalla á um hluti eins og kvótakerfið eða gjaldmiðilsmál er hringt í leiðtoga stjórnmála- og viðskiptalífsins og rifrildi þeirra sýnd í fréttainnslögum sem minna helst á Glæstar vonir. Óháð umfjöllun er lítil. Fagleg umfjöllun er engin. Og til lengri tíma fer sá veruleiki sem umræðan er sprottin úr að skipta minna og minna máli þangað til umræðan fer að snúast um sjálfa umræðuna, leikreglur umræðunnar, leikmennina. Hverjum ætti ekki að vera sama þó einhver stjórnmálamaður sé dæmdur fyrir afglöp í starfi sínu fyrir fjórum árum, á meðan hinn efnislegi kjarni í rökræðunni um stærstu samfélagsmál samtímans fær litla sem enga umfjöllun? Hverjum ætti ekki að vera sama um afdrif auðmanna, á meðan stór og óleyst mál eins og hnattræn hlýnun eru raunveruleg ógn við lífsafkomu okkar allra? Evrópusambandið, skattamál, stóriðja og nýting náttúruauðlinda. Listinn er langur yfir þau málefni sem vantar rökræna leiðsögn. Hvaða leiðir eru mögulegar, hvernig væru þær framkvæmdar, hverjir eru kostirnir, hverjir eru gallarnir? Þessum spurningum, sem eru forsendur rökrænnar umræðu, eru fjölmiðlar ekki að svara. Og hver á að svara þeim ef ekki fjölmiðlar? Í lýðræðislegu samfélagi erum það við - almenningur - sem berum alltaf hina æðstu ábyrgð á skipulagi samfélagsins. Ekki Jóhanna Sigurðardóttir, ekki Werner-bræður, heldur þú og ég. Fjölmiðlar bera jafnframt ábyrgð á sagnfræðilegri endurmenntun okkar allra, á því að við sem almenningur getum sinnt þessu æðsta lýðræðislega hlutverki. Þessari endurmenntun eru fjölmiðlar ekki að sinna rétt. Í skólum, vinnustöðum og netheimum fer nú fram rökræðan um framtíð heimsins. En til að geta dregið réttar ályktanir út frá réttum forsendum þurfa kjósendur faglega ráðgjöf. Svo lengi sem fjölmiðlar taka ekki þátt í rökræðum um alvöru málefni, svo lengi sem þeir hjálpa okkur ekki að skipuleggja samfélag okkar í því skyni að hámarka hamingju, gleði og lífsfyllingu, svo lengi sem þeir eru bara stuttmyndaklúbbur elítunnar - þá eru þeir bara innantómur sýndarveruleiki. Ólafur Heiðar Helgason, nemi í Kvennaskólanum í Reykjavík.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun