Fyrstu verslanirnar munu opna síðsumars 10. maí 2012 10:54 Jóhannes Jónsson er brattur. Hann segist eiga góð 30 ár eftir. „Nei, það er bjartsýni að við opnum 17. júní, það verður síðsumars sem við opnum verslanirnar," segir Jóhannes Jónsson, sem hyggst opna lágvöruverslanir hér á landi í anda Bónus verslananna sem hann átti áður ásamt syni sínum, Jóni Ásgeiri, en Viðskiptablaðið greindi frá því fyrsta verslunin myndi opna á þjóðhátíðardaginn. Jón Ásgeir verður þó fjarri öllu gamni í þetta skiptið, þegar Jóhannes er spurður hvort sonur hans muni aðstoða föður sinn við reksturinn svarar Jóhannes: „Neinei, hann hefur engan áhuga á þessu. Hann er bara að reyna að skapa sér eigin vinnu." Jóhannes hyggst opna lágvöruverslanir um allt land. Það er allavega framtíðaráætlunin. Það er Malcom Walker sem á fyrirtækið með Jóhannesi, en sá er vægast sagt reyndur í lágvöruverslunarbransanum, en hann á og rekur Iceland matvörukeðjuna í Bretlandi, sem telur um 800 verslanir. Jóhannes segir Malcom ekki skipta sér beint af rekstri félagsins sem mun reka verslanirnar hér á landi, „ætli hann eigi ekki nóg með sínar átta hundruð verslanir," bætir Jóhannes við. Jóhannes og Malcom eru þó ekki ókunnugir, enda átti Jón Ásgeir Iceland á sínum tíma, og fékk þá Malcom til þess að reka fyrirtækið og snúa rekstri þess í hagnað á sínum tíma. Það tókst vel og úr varð að Iceland keðjan reyndist dýrmætasta eign hinna föllnu útrásavíkinga. Og þegar Jóhannes er spurður hvort hrunið skaði hann, og hafi með einhverjum hætti áhrif á fyrirhugaðan verslunarrekstur, svarar Jóhannes: „Ég hef aldrei fundið fyrir óvild í minn garð, allavega eins og fólk talar við mig." Hann segir störf sín í gegnum tíðina dæma sig sjálf. Hann stofnaði Bónus á sínum tíma og byggði upp eigið veldi, sem hann svo missti í hruninu. Í dag eru það lífeyrissjóðir, fjárfestingasjóðir og einstakir fjárfestar sem eiga Haga. Jóhannes telur það ekki fara saman að reka lífeyrissjóð og eiga hlut í lágvöruverslun. „Ég bara skil ekki konseptið sem lífeyrissjóðirnir eru að koma sér upp. Þeir sækja í raun ávinning í vasa þeirra sem eiga sjóðina," útskýrir Jóhannes. Eins og þekkt er veiktist Jóhannes af krabbameini eftir hrunið. Hann missti því ekki aðeins bróðurhluta eigna sinna, hann missti heilsuna einnig. Spurður hvort hann sé orðinn heilsuhraustur og tilbúinn í samkeppni á lágvörumarkaði, svarar Jóhannes: „Ég er útskrifaður af þessum veikindum, þó maður viti svo sem aldrei. Og ég er sannarlega tilbúinn, enda ekki nema 72 ára gamall. Ég á góð 30 ár eftir. Guðlaugur [Pálsson, verslunareigandi] á Eyrabakka var 97 ára þegar hann hætti, þannig það er nóg eftir." Tengdar fréttir Jóhannes Jónsson snýr aftur með nýjar verslanir Jóhannes Jónsson, kaupmaður sem oftast er kenndur við Bónus, ætlar sér að opna verslanir hér á landi síðsumars ásamt Malcolm Walker, forstjóra og stærsta eiganda bresku verslunarkeðjunnar Iceland. 10. maí 2012 09:00 Mest lesið Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Viðskipti erlent Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Viðskipti innlent Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Sjá meira
„Nei, það er bjartsýni að við opnum 17. júní, það verður síðsumars sem við opnum verslanirnar," segir Jóhannes Jónsson, sem hyggst opna lágvöruverslanir hér á landi í anda Bónus verslananna sem hann átti áður ásamt syni sínum, Jóni Ásgeiri, en Viðskiptablaðið greindi frá því fyrsta verslunin myndi opna á þjóðhátíðardaginn. Jón Ásgeir verður þó fjarri öllu gamni í þetta skiptið, þegar Jóhannes er spurður hvort sonur hans muni aðstoða föður sinn við reksturinn svarar Jóhannes: „Neinei, hann hefur engan áhuga á þessu. Hann er bara að reyna að skapa sér eigin vinnu." Jóhannes hyggst opna lágvöruverslanir um allt land. Það er allavega framtíðaráætlunin. Það er Malcom Walker sem á fyrirtækið með Jóhannesi, en sá er vægast sagt reyndur í lágvöruverslunarbransanum, en hann á og rekur Iceland matvörukeðjuna í Bretlandi, sem telur um 800 verslanir. Jóhannes segir Malcom ekki skipta sér beint af rekstri félagsins sem mun reka verslanirnar hér á landi, „ætli hann eigi ekki nóg með sínar átta hundruð verslanir," bætir Jóhannes við. Jóhannes og Malcom eru þó ekki ókunnugir, enda átti Jón Ásgeir Iceland á sínum tíma, og fékk þá Malcom til þess að reka fyrirtækið og snúa rekstri þess í hagnað á sínum tíma. Það tókst vel og úr varð að Iceland keðjan reyndist dýrmætasta eign hinna föllnu útrásavíkinga. Og þegar Jóhannes er spurður hvort hrunið skaði hann, og hafi með einhverjum hætti áhrif á fyrirhugaðan verslunarrekstur, svarar Jóhannes: „Ég hef aldrei fundið fyrir óvild í minn garð, allavega eins og fólk talar við mig." Hann segir störf sín í gegnum tíðina dæma sig sjálf. Hann stofnaði Bónus á sínum tíma og byggði upp eigið veldi, sem hann svo missti í hruninu. Í dag eru það lífeyrissjóðir, fjárfestingasjóðir og einstakir fjárfestar sem eiga Haga. Jóhannes telur það ekki fara saman að reka lífeyrissjóð og eiga hlut í lágvöruverslun. „Ég bara skil ekki konseptið sem lífeyrissjóðirnir eru að koma sér upp. Þeir sækja í raun ávinning í vasa þeirra sem eiga sjóðina," útskýrir Jóhannes. Eins og þekkt er veiktist Jóhannes af krabbameini eftir hrunið. Hann missti því ekki aðeins bróðurhluta eigna sinna, hann missti heilsuna einnig. Spurður hvort hann sé orðinn heilsuhraustur og tilbúinn í samkeppni á lágvörumarkaði, svarar Jóhannes: „Ég er útskrifaður af þessum veikindum, þó maður viti svo sem aldrei. Og ég er sannarlega tilbúinn, enda ekki nema 72 ára gamall. Ég á góð 30 ár eftir. Guðlaugur [Pálsson, verslunareigandi] á Eyrabakka var 97 ára þegar hann hætti, þannig það er nóg eftir."
Tengdar fréttir Jóhannes Jónsson snýr aftur með nýjar verslanir Jóhannes Jónsson, kaupmaður sem oftast er kenndur við Bónus, ætlar sér að opna verslanir hér á landi síðsumars ásamt Malcolm Walker, forstjóra og stærsta eiganda bresku verslunarkeðjunnar Iceland. 10. maí 2012 09:00 Mest lesið Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Viðskipti erlent Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Viðskipti innlent Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Sjá meira
Jóhannes Jónsson snýr aftur með nýjar verslanir Jóhannes Jónsson, kaupmaður sem oftast er kenndur við Bónus, ætlar sér að opna verslanir hér á landi síðsumars ásamt Malcolm Walker, forstjóra og stærsta eiganda bresku verslunarkeðjunnar Iceland. 10. maí 2012 09:00