Vændi og mansal er ekki það sama Hreiðar Eiríksson skrifar 10. maí 2012 12:04 Í daglegri umræðu hefur mansali og vændi oft verið blandað svo saman að fæstir kunna skil á muninum á þessu tvennu. Umræðan hefur verið þannig að flestum dettur í hug vændi, súlustaðir eða klám þegar þeir heyra orðið „mansal". Staðreyndin er hins vegar sú að mansal utan kynlífs- og klámiðnaðarins er algengara en flesta grunar. Það er því miður líka staðreynd að baráttan gegn mansali hefur hingað til aðallega snúist um mansal tengt vændi og kynlífiðnaði og þau fórnarlömb mansals sem eru misnotuð á annan hátt hafa mátt þjást án afskipta yfirvalda og flestra þeirra samtaka sem gefa sig út fyrir að berjast gegn mansali. Í 227. gr. a í almennum hegningarlögum nr. 19/1940 er grein sem leggur refsingu við mansali. Nánar tiltekið er lagt bann við að útvega, flytja, hýsa eða taka við einhverjum sem beittur er eða hefur verið beittur ólögmætri nauðung, frelsissviptingu eða ólögmætum blekkingum með því að vekja, styrkja eða hagnýta sér villu viðkomandi um aðstæður eða annarri ótilhlýðilegri aðferð, ef tilgangurinn er að notfæra sér viðkomandi kynferðislega eða til nauðungarvinnu eða til að nema á brott líffæri hans. Einnig að breyta skilríkum, búa til fölsk skilríki, taka skilríki af einstaklingi eða eyðileggja skilríki hans í sama tilgangi. Þessi skilgreining er næsta flókin og víðtæk en hún er þó orðuð á svipaðan hátt og hinar alþjóðlegu skilgreiningar á mansali og ætti að vera auðskiljanleg. Til að um mansal geti verð að ræða þarf tilgangurinn að vera að notfæra sér fórnarlambið. Ekki er nauðsynlegt að viðkomandi ætli sér sjálfur að notfæra sér fórnarlambið, t.d. kynferðislega, heldur nægir að viðkomandi ætli að láta aðra notfæra sér fórnarlambið, til dæmis kynferðislega, en þiggja greiðslu fyrir. Það virðist því mega ganga út frá því að orðið „notfæra" í þessu samhengi megi leggja að jöfnu við orðið „hagnýta". Það væri einnig í samræmi við notkun orðsins „exploit" í enskum texta alþjóðasáttmála um aðgerðir gegn mansali. Samkvæmt íslenska lagaákvæðinu þarf tilgangurinn með verknaðinum að vera að hagnýta sér fórnarlambið kynferðislega, til nauðungarvinnu eða til að nema úr því líffæri. Hagnýtingin þarf auðvitað að vera ólögmæt til að um mansal geti verið að ræða en það er ekkert skilyrði að klám eða kynlíf komi við sögu. Til að skýra þetta langar mig að nefna tvö dæmi: Dæmi 1: Ung eþíópísk stúlka kemur til ónefnd lands til að vera au-pair á þarlendu heimili. Hún hefur fengið dvalarleyfi á grundvelli au-pair samnings. Samkvæmt samningnum skal hún hafa tiltekna, stutta vinnuskyldu á viku við létt heimilsstörf hjá vistfjölskyldu og tiltekna vikulega upphæð í vasapeninga. Þegar hún kemur til vistfjölskyldunnar þarf hún að vinna fulla vinnu við að þjóna heimilisfólkinu og stundum er hún lánuð til að þjóna í veislum kunningjafólks fram á kvöld og nætur. Hún fær greidda vasapeninga en það eru ýmist helmingur eða þriðjungur þess sem samið var um. Þegar hún gerir athugasemdir við þetta er henni sagt að ef hún sé ekki ánægð þá muni vistforeldrarnir rifta au-pair samningnum og að hún missi þá dvalarleyfið á Íslandi. Húsbændurnir segja henni líka að hún verði sjálf að borga flugfarið til heimalandsins ef hún ætli að gera mál úr þessu. Hún reynir að leita til lögreglunnar en fær þau svör að lögreglan skipti sér ekki af deilum um launakjör eða vangöldin laun. Þetta er klassískt dæmi um mansal. Unga stúlkan er blekkt til að koma til landsins í þeirri trú að hún sé að koma til að gæta barna en um leið að kynnast landi og þjóð. En raunin verður sú að henni er ætlað að vinna eins og hver annar starfskraftur á heimili húsbænda hennar og er lánuð inn á önnur heimili. Hún er háð húsbændum sínum því ef hún hlýðir þeim ekki mun hún missa dvalarleyfið og tækifærið til að kynnast þessu fjarlæga landi. Þessi stúlka er fórnarlamb mansals. Dæmi 2: Ungur indverskur maður kemur til ónefnds lands sem ferðamaður. Hann hrífst mjög af landi og þjóð. Á kaffihúsi á spyr veitingamaðurinn hann hvort hann vilji vinnu. Ungi maðurinn segist hvorki hafa dvalar- né atvinnuleyfi. Veitingamaðurinn segir að það sé ekkert mál því að kerfið sé þannig að hann ráði sig bara í vinnu, byrji að vinna og svo sæki atvinnurekandinn um dvalar- og atvinnuleyfi. Veitingamaðurinn tekur vegabréf unga mannsins og ræður hann í vinnu. Eftir 3 mánuði kemst ungi maðurinn hins vegar að því að hann fær ekki greitt nema sem jafngildir 1/3 af lágmarkslaunum fyrir vinnu sína og nýtur engra réttinda. Hann fer til veitingmannsins sem segir að ef hann kvarti undan þessu muni hann tilkynna lögreglunni og innflytjendayfirvöldum um að hann sé hér ólöglega og þá verði hann settur í fangelsi og síðan vísað úr landi ásamt því að vera bönnuð endurkoma inn á Schengen-svæðið. Ungi maðurinn á ekki peninga til að fara úr landi og getur ekki safnað þeim því að hann hefur ekki laun fyrir mat. Hann þorir ekki til lögreglunnar af ótta við fangelsi, brottvísun og endurkomubann. Hann vinnur því á veitingastaðnum áfram í von um að geta safnað peningum til að hafa efni á að fara úr landi ef og þegar hann nær að endurheimta vegabréfið sitt. Þarna er annað klassískt dæmi um mansal. Ungi ferðamaðurinn kemur ekki til landsins á grundvelli blekkinga en verður fórnarlamb mansals þegar veitingamaðurinn blekkir hann til að afhenda vegabréf sitt og hefja störf á veitingastaðnum. Þessi maður er fórnarlamb mansals. Í dæmunum sem ég tók hér að framan var lýst stuttlega reynslu tveggja ímyndaðra útlendinga sem koma til ónefnds lands. Þessir einstaklingar styðjast hins vegar við raunverulegar persónur og reynslu þeirra. Við getum svo velt því fyrir okkur, hvort hið ónefnda land sé Ísland. Við getum líka velt því fyrir okkur hvernig þessu fólki gengi að ná rétti sínum hér á landi, þ.e. hvort og hvernig íslenskt réttarvörslukerfi mundi meðhöndla málin ef einstaklingarnir mundu ná að safna kjarki til að leita til yfirvalda í neyð sinni. Það er á ábyrgð okkar Íslendinga að hér á landi þurfi enginn að búa við nauðungarvinnu eða misnotkun af neinu tagi. Brot af þessu tagi verða ekki réttlætt með því að segja að þótt viðkomandi fái lítið greitt þá sé það samt margfalt meira en hann hefði fengið í heimalandi sínu. Allir eiga að njóta mannréttinda. Það á jafnt við um Íslendinga og útlendingar, konur, karla og börn. Hreiðar Eiríksson. Áhugamaður um báráttu gegn mansali. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í daglegri umræðu hefur mansali og vændi oft verið blandað svo saman að fæstir kunna skil á muninum á þessu tvennu. Umræðan hefur verið þannig að flestum dettur í hug vændi, súlustaðir eða klám þegar þeir heyra orðið „mansal". Staðreyndin er hins vegar sú að mansal utan kynlífs- og klámiðnaðarins er algengara en flesta grunar. Það er því miður líka staðreynd að baráttan gegn mansali hefur hingað til aðallega snúist um mansal tengt vændi og kynlífiðnaði og þau fórnarlömb mansals sem eru misnotuð á annan hátt hafa mátt þjást án afskipta yfirvalda og flestra þeirra samtaka sem gefa sig út fyrir að berjast gegn mansali. Í 227. gr. a í almennum hegningarlögum nr. 19/1940 er grein sem leggur refsingu við mansali. Nánar tiltekið er lagt bann við að útvega, flytja, hýsa eða taka við einhverjum sem beittur er eða hefur verið beittur ólögmætri nauðung, frelsissviptingu eða ólögmætum blekkingum með því að vekja, styrkja eða hagnýta sér villu viðkomandi um aðstæður eða annarri ótilhlýðilegri aðferð, ef tilgangurinn er að notfæra sér viðkomandi kynferðislega eða til nauðungarvinnu eða til að nema á brott líffæri hans. Einnig að breyta skilríkum, búa til fölsk skilríki, taka skilríki af einstaklingi eða eyðileggja skilríki hans í sama tilgangi. Þessi skilgreining er næsta flókin og víðtæk en hún er þó orðuð á svipaðan hátt og hinar alþjóðlegu skilgreiningar á mansali og ætti að vera auðskiljanleg. Til að um mansal geti verð að ræða þarf tilgangurinn að vera að notfæra sér fórnarlambið. Ekki er nauðsynlegt að viðkomandi ætli sér sjálfur að notfæra sér fórnarlambið, t.d. kynferðislega, heldur nægir að viðkomandi ætli að láta aðra notfæra sér fórnarlambið, til dæmis kynferðislega, en þiggja greiðslu fyrir. Það virðist því mega ganga út frá því að orðið „notfæra" í þessu samhengi megi leggja að jöfnu við orðið „hagnýta". Það væri einnig í samræmi við notkun orðsins „exploit" í enskum texta alþjóðasáttmála um aðgerðir gegn mansali. Samkvæmt íslenska lagaákvæðinu þarf tilgangurinn með verknaðinum að vera að hagnýta sér fórnarlambið kynferðislega, til nauðungarvinnu eða til að nema úr því líffæri. Hagnýtingin þarf auðvitað að vera ólögmæt til að um mansal geti verið að ræða en það er ekkert skilyrði að klám eða kynlíf komi við sögu. Til að skýra þetta langar mig að nefna tvö dæmi: Dæmi 1: Ung eþíópísk stúlka kemur til ónefnd lands til að vera au-pair á þarlendu heimili. Hún hefur fengið dvalarleyfi á grundvelli au-pair samnings. Samkvæmt samningnum skal hún hafa tiltekna, stutta vinnuskyldu á viku við létt heimilsstörf hjá vistfjölskyldu og tiltekna vikulega upphæð í vasapeninga. Þegar hún kemur til vistfjölskyldunnar þarf hún að vinna fulla vinnu við að þjóna heimilisfólkinu og stundum er hún lánuð til að þjóna í veislum kunningjafólks fram á kvöld og nætur. Hún fær greidda vasapeninga en það eru ýmist helmingur eða þriðjungur þess sem samið var um. Þegar hún gerir athugasemdir við þetta er henni sagt að ef hún sé ekki ánægð þá muni vistforeldrarnir rifta au-pair samningnum og að hún missi þá dvalarleyfið á Íslandi. Húsbændurnir segja henni líka að hún verði sjálf að borga flugfarið til heimalandsins ef hún ætli að gera mál úr þessu. Hún reynir að leita til lögreglunnar en fær þau svör að lögreglan skipti sér ekki af deilum um launakjör eða vangöldin laun. Þetta er klassískt dæmi um mansal. Unga stúlkan er blekkt til að koma til landsins í þeirri trú að hún sé að koma til að gæta barna en um leið að kynnast landi og þjóð. En raunin verður sú að henni er ætlað að vinna eins og hver annar starfskraftur á heimili húsbænda hennar og er lánuð inn á önnur heimili. Hún er háð húsbændum sínum því ef hún hlýðir þeim ekki mun hún missa dvalarleyfið og tækifærið til að kynnast þessu fjarlæga landi. Þessi stúlka er fórnarlamb mansals. Dæmi 2: Ungur indverskur maður kemur til ónefnds lands sem ferðamaður. Hann hrífst mjög af landi og þjóð. Á kaffihúsi á spyr veitingamaðurinn hann hvort hann vilji vinnu. Ungi maðurinn segist hvorki hafa dvalar- né atvinnuleyfi. Veitingamaðurinn segir að það sé ekkert mál því að kerfið sé þannig að hann ráði sig bara í vinnu, byrji að vinna og svo sæki atvinnurekandinn um dvalar- og atvinnuleyfi. Veitingamaðurinn tekur vegabréf unga mannsins og ræður hann í vinnu. Eftir 3 mánuði kemst ungi maðurinn hins vegar að því að hann fær ekki greitt nema sem jafngildir 1/3 af lágmarkslaunum fyrir vinnu sína og nýtur engra réttinda. Hann fer til veitingmannsins sem segir að ef hann kvarti undan þessu muni hann tilkynna lögreglunni og innflytjendayfirvöldum um að hann sé hér ólöglega og þá verði hann settur í fangelsi og síðan vísað úr landi ásamt því að vera bönnuð endurkoma inn á Schengen-svæðið. Ungi maðurinn á ekki peninga til að fara úr landi og getur ekki safnað þeim því að hann hefur ekki laun fyrir mat. Hann þorir ekki til lögreglunnar af ótta við fangelsi, brottvísun og endurkomubann. Hann vinnur því á veitingastaðnum áfram í von um að geta safnað peningum til að hafa efni á að fara úr landi ef og þegar hann nær að endurheimta vegabréfið sitt. Þarna er annað klassískt dæmi um mansal. Ungi ferðamaðurinn kemur ekki til landsins á grundvelli blekkinga en verður fórnarlamb mansals þegar veitingamaðurinn blekkir hann til að afhenda vegabréf sitt og hefja störf á veitingastaðnum. Þessi maður er fórnarlamb mansals. Í dæmunum sem ég tók hér að framan var lýst stuttlega reynslu tveggja ímyndaðra útlendinga sem koma til ónefnds lands. Þessir einstaklingar styðjast hins vegar við raunverulegar persónur og reynslu þeirra. Við getum svo velt því fyrir okkur, hvort hið ónefnda land sé Ísland. Við getum líka velt því fyrir okkur hvernig þessu fólki gengi að ná rétti sínum hér á landi, þ.e. hvort og hvernig íslenskt réttarvörslukerfi mundi meðhöndla málin ef einstaklingarnir mundu ná að safna kjarki til að leita til yfirvalda í neyð sinni. Það er á ábyrgð okkar Íslendinga að hér á landi þurfi enginn að búa við nauðungarvinnu eða misnotkun af neinu tagi. Brot af þessu tagi verða ekki réttlætt með því að segja að þótt viðkomandi fái lítið greitt þá sé það samt margfalt meira en hann hefði fengið í heimalandi sínu. Allir eiga að njóta mannréttinda. Það á jafnt við um Íslendinga og útlendingar, konur, karla og börn. Hreiðar Eiríksson. Áhugamaður um báráttu gegn mansali.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun