Innlent

Björgunarsveit hjálpar manni úr sjálfheldu

Björgunarsveitin Víkverji var kölluð út síðdegis í dag til að sækja mann sem var í sjálfheldu í klettum í Þakgili í Höfðabrekkuafrétt. Hafði maðurinn klifrað upp til að aðstoða börn sín niður úr þessum sömu klettum en þegar hann ætlaði sjálfur niður hrundi aðeins undan fótum hans svo hann taldi vissara að kalla á aðstoð.

Björgunarsveitarmenn komust að manninum með því að nota stiga og gekk vel að koma honum niður heilum á húfi. Björgunarsveitarmenn telja að maðurinn hafi gert rétt í að kalla eftir hjálp í þessum aðstæðum enda efast þeir um að hann hefði komist niður af sjálfsdáðum án þess að missa fótana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×