Strandhögg víkinga á Bretlandseyjum 18. júlí 2007 00:00 Fjallað er um innrás Norðurlandabúa á Bretlandsmarkað í The Guardian. Hér má sjá Sigurð Einarsson, stjórnarformann Kaupþings, handsala samninga um kaup á Singer og Friedlander banka, ásamt Tony Shearer, þáverandi forstjóra Singer og Friedlander. Breska stórblaðið The Guardian gerði á dögunum svokallaða víkingainnrás að umfjöllunarefni. Er þar átt við aukna þátttöku norrænna fyrirtækja og kaupsýslumanna á Bretlandsmarkaði. Bent er á að á Norðurlöndunum búi samtals um tuttugu milljónir manna, eða 0,3 prósent allra jarðarbúa. Þrátt fyrir fámennið séu þrjú prósent alls útflutningsvarnings í veröldinni frá Norðurlöndunum. Guardian segir að skipta megi víkingainnrásinni gróflega í tvo flokka. Í öðrum flokknum séu stórfyrirtæki á borð við sænska húsgagnarisann IKEA, tískukeðjuna H&M auk finnska vodkaframleiðandans Absolut. Hins vegar séu það fjármálafyrirtæki og kaupsýslumenn á borð við Kaupþing, Jón Ásgeir Jóhannesson og bræðurna í Bakkavör. Fram kemur að einkenni norrænna kaupsýslumanna sé að þeir séu gjarnan ungir og hungraðir. Íslendingarnir Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, og Lýður Guðmundsson, annar stofnenda fjárfestingarisans Exista, séu til að mynda enn ekki orðnir fertugir. Sérfræðingar Guardian hafa skýringar á velgengni Norðurlandabúa á Bretlandseyjum á reiðum höndum. Bent er á að viðhorf til peninga séu þar allt önnur en á Bretlandseyjum; Norðurlandabúar séu ekki reknir áfram af peningagræðgi heldur einbeittum vilja til að ná árangri. Þessari fullyrðingu til stuðnings er síðan bent á að Ingvar Kamprad, stofnandi IKEA og einn ríkasti maður veraldar, sé síður en svo efnishyggjumaður; ferðist um með strætisvögnum og hafi átt sama IKEA-stólinn síðan árið 1977. Loks telja viðmælendur Guardian að atvinnulöggjöf á Norðurlöndum ýti undir sjálfstæð vinnubrögð og uppbyggileg skoðanaskipti. Erfitt sé að segja starfsmönnum upp að loknum þriggja mánaða reynslutíma, líkt og tíðkast í Bretlandi. Þetta fyrirkomulag leiði til þess að starfsmenn verði tryggir sínu fyrirtæki, þurfi ekki að óttast starfsmissi fyrir að standa fast á sínu og beri hag fyrirtækisins fyrir brjósti. „Víkingarnir þurftu alltaf að líta út fyrir landsteinana, það var einfaldlega ekki nægilega mikið rými heima fyrir. Þeir óttuðust mest að deyja úr hárri elli,“ segir Steve Strid, annar útgefenda bókarinnar Viking Manifesto, sem fjallar um viðskiptastrandhögg Norðurlandabúa á Bretlandseyjum. Strid bætir við: „Þetta snýst allt saman um að hafa kollinn í lagi, dugnað og þor til að taka áhættu. Nútíma víkingarnir vita hvað þeir vilja og eru tilbúnir að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að eignast það.“ Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Sjá meira
Breska stórblaðið The Guardian gerði á dögunum svokallaða víkingainnrás að umfjöllunarefni. Er þar átt við aukna þátttöku norrænna fyrirtækja og kaupsýslumanna á Bretlandsmarkaði. Bent er á að á Norðurlöndunum búi samtals um tuttugu milljónir manna, eða 0,3 prósent allra jarðarbúa. Þrátt fyrir fámennið séu þrjú prósent alls útflutningsvarnings í veröldinni frá Norðurlöndunum. Guardian segir að skipta megi víkingainnrásinni gróflega í tvo flokka. Í öðrum flokknum séu stórfyrirtæki á borð við sænska húsgagnarisann IKEA, tískukeðjuna H&M auk finnska vodkaframleiðandans Absolut. Hins vegar séu það fjármálafyrirtæki og kaupsýslumenn á borð við Kaupþing, Jón Ásgeir Jóhannesson og bræðurna í Bakkavör. Fram kemur að einkenni norrænna kaupsýslumanna sé að þeir séu gjarnan ungir og hungraðir. Íslendingarnir Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, og Lýður Guðmundsson, annar stofnenda fjárfestingarisans Exista, séu til að mynda enn ekki orðnir fertugir. Sérfræðingar Guardian hafa skýringar á velgengni Norðurlandabúa á Bretlandseyjum á reiðum höndum. Bent er á að viðhorf til peninga séu þar allt önnur en á Bretlandseyjum; Norðurlandabúar séu ekki reknir áfram af peningagræðgi heldur einbeittum vilja til að ná árangri. Þessari fullyrðingu til stuðnings er síðan bent á að Ingvar Kamprad, stofnandi IKEA og einn ríkasti maður veraldar, sé síður en svo efnishyggjumaður; ferðist um með strætisvögnum og hafi átt sama IKEA-stólinn síðan árið 1977. Loks telja viðmælendur Guardian að atvinnulöggjöf á Norðurlöndum ýti undir sjálfstæð vinnubrögð og uppbyggileg skoðanaskipti. Erfitt sé að segja starfsmönnum upp að loknum þriggja mánaða reynslutíma, líkt og tíðkast í Bretlandi. Þetta fyrirkomulag leiði til þess að starfsmenn verði tryggir sínu fyrirtæki, þurfi ekki að óttast starfsmissi fyrir að standa fast á sínu og beri hag fyrirtækisins fyrir brjósti. „Víkingarnir þurftu alltaf að líta út fyrir landsteinana, það var einfaldlega ekki nægilega mikið rými heima fyrir. Þeir óttuðust mest að deyja úr hárri elli,“ segir Steve Strid, annar útgefenda bókarinnar Viking Manifesto, sem fjallar um viðskiptastrandhögg Norðurlandabúa á Bretlandseyjum. Strid bætir við: „Þetta snýst allt saman um að hafa kollinn í lagi, dugnað og þor til að taka áhættu. Nútíma víkingarnir vita hvað þeir vilja og eru tilbúnir að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að eignast það.“
Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Sjá meira