Skrítinn hlutabréfamarkaður 18. júlí 2007 01:00 Stefán B. Gunnlaugsson, sérfræðingur hjá Íslenskum verðbréfum og lektor við viðskipta- og raunvísindadeild Háskólans á Akureyri. Ímyndum okkur að við gætum séð fyrir hvenær best væri að kaupa og selja hlutabréf. Við mundum þá kaupa hlutabréf þegar hlutabréfaverð væri lágt en selja þau svo aftur þegar verð þeirra væri orðið hátt, og lækkun þeirra væri fyrirsjáanleg. Líklega er þetta ekki hægt, en ef svo væri þá væri hægt að hagnast óheyrilega. Við skulum athuga hvort þetta hafi verið möguleiki á íslenska hlutabréfamarkaðnum. „The trend is your friend“Óhætt er að segja að ávöxtun íslenska hlutabréfamarkaðsins hafi verið ótrúlega góð. Frá ársbyrjun 1993 til loka júní 2007 hefur hlutabréfaverð rúmlega 22-faldast, mælt í hækkun úrvalsvísitölunnar, en það samsvarar 23,9% árlegri ávöxtun. Þetta er einhver sú hæsta, ef ekki sú hæsta ávöxtun, sem sést hefur á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum. Einkennt hefur íslenskan hlutabréfamarkað að komið hafa löng tímabil hækkana og styttri tímabil lækkana, eins og sést vel á mynd 1. Lengsta samfellda tímabil hækkana var frá byrjun febrúar 1995 til loka september 1996. Þá hækkaði úrvalsvísitalan hvern einasta mánuð í 20 mánuði. Lengsta tímabil lækkana var frá ársbyrjun 2001 til loka júlí sama ár en þá var samfelld lækkun hvern einasta mánuð í 7 mánuði.Tölfræðipróf gefa eindregið til kynna að þessi hegðun hafi ekki verið tilviljanakennd, þ.e. söguleg ávöxtun hafi haft spágildi. Því hafi verið marktækt að á eftir góðum mánuði hafi verið meiri líkur á ágætum mánuði og á eftir slæmum mánuði hafi verið meiri líkur á neikvæðri ávöxtun. Því hefur enska orðtakið: „The trend is your friend“ átt vel við.Fljótandi meðaltalNú má spyrja. Hvernig er hægt að vita hvort markaðurinn sé í uppsveiflu og hvenær hann sé í niðursveiflu? Og í framhaldi, hvenær á að kaupa og selja hlutabréf og hvaða árangri hefði það skilað? Þessum spurningum má svara með því að nota einfalda tæknigreiningu. Fljótandi meðaltal (e. moving average) er einfalt meðaltal sem mikið er notað við svokallaða tæknigreiningu, bæði á hlutabréfamörkuðum, en einkum á gjaldeyrismörkuðum. Þetta meðaltal er reiknað á einfaldan hátt. Segjum að við viljum reikna út 70 daga fljótandi meðaltal úrvalsvísitölunnar. Það gerum við með því að reikna út meðaltal síðustu 70 viðskiptadaga. Meðaltalið er fljótandi því næsta dag kemur einn nýr dagur inn við útreikning á meðaltalinu en seinasti dagurinn dettur út og svo koll af kolli. Á mynd 2 er sýnd þróun úrvalsvísitölunnar og 70 daga fljótandi meðaltals frá ársbyrjun 2003 til loka júní sl. Á myndinni sést að stærstan hluta þessa tímabils hefur úrvalsvísitalan verið fyrir ofan fljótandi meðaltal. Athyglisvert er að skoða þá punkta þar sem úrvalsvísitalan sker meðaltalið. Það gerist afgerandi fjórum sinnum. Fyrst í október árið 2004 en þá fer úrvalsvísitalan niður fyrir fljótandi meðaltal í skammvinnri niðursveiflu. Vísitalan sker síðan aftur 70 daga fljótandi meðaltal í janúar 2005. Hún er síðan samfellt fyrir ofan það allt þar til mars 2006. Þá taka við nokkrir mánuðir þar sem vísitalan er fyrir neðan meðaltalið en hún rífur það aftur í ágúst 2006. Frá þeim tíma hefur úrvalsvísitalan verið fyrir ofan fljótandi meðaltal. Augljóst er að náðst hefði mjög góð ávöxtun á þessum tíma ef farið hefði verið inn í hlutabréfamarkaðinn þegar úrvalsvísitalan skæri fljótandi meðaltal og færi yfir það, og aftur út úr markaðnum, þegar úrvalsvísitalan færi niður fyrir það.ViðskiptareglaÍ framhaldi af þessum niðurstöðum er áhugavert að búa til svokallaða viðskiptareglu (e. trading rule) og kanna hvaða árangri hún hefði náð. Viðskiptareglan væri þá: „Við erum inni á hlutabréfamarkaðnum þegar úrvalsvísitalan er fyrir ofan 70 daga fljótandi meðaltal. Ef vísitalan er fyrir neðan fljótandi meðaltalið þá ávöxtum við fjármuni okkar á áhættulausum vöxtum.“ Tekin er ákvörðun um fjárfestingar fyrsta viðskiptadag hvers mánaðar. Því fjárfestum við í úrvalsvísitölunni í byrjun þess mánaðar þar sem gildi úrvalsvísitölunnar væri fyrir ofan fljótandi meðaltal og héldum eign okkar allan mánuðinn. Annars ávöxtum við fjármuni okkar á áhættulausum vöxtum. Viðskiptareglan er síðan prófuð frá ársbyrjun 1993 til loka júní í ár en ekki er tekið tillit til viðskiptakostnaðar. Í töflu 1 sést árleg ávöxtun viðskiptareglunnar og samanburður við úrvalsvísitöluna. Þar sést að ávöxtun viðskiptareglunnar er mun betri en vísitölunnar, en þar munar 8,2% í árlegri ávöxtun. Einnig er athyglisvert að áhætta reglunnar er mun minni, en staðalfrávik hennar er 8,9% lægra en staðalfrávik úrvalsvísitölunnar. Minnkun áhættu er einkum vegna þess að viðskiptareglan gefur aldrei neikvæða ávöxtun á þessum tíma en þrjú ár lækkaði úrvalsvísitalan. Sjö ár er viðskiptareglan með betri ávöxtun en úrvalsvísitalan, sömu ávöxtun í fjögur ár, en fjögur ár er ávöxtun viðskiptareglunnar lakari. Ávöxtun reglunnar er samt aldrei verulega lakari heldur en vísitölunnar. Mest 14,0% lakari 2005 en hins vegar skilar reglan mest 31,1% betri ávöxtun árið 2001.Ávöxtun í fortíð og framtíðÞessar niðurstöður koma verulega á óvart. Svipaðar niðurstöður hafa ekki sést á rannsóknum á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum. Þar hefur almennt ekki verið hægt að ná umframávöxtun með einföldum viðskiptareglum og ávöxtun í fortíð hefur ekkert haft forspárgildi um ávöxtun í framtíð. En hvað veldur þessu? Líklegt er að einsleitni íslenska hlutabréfamarkaðsins og fáir fjárfestar skýri þessar niðurstöður.Hugsanlega valda fáir fjárfestar, sem þekkjast vel og fylgjast vel hver með öðrum, því að skoðanir manna verða einsleitar og fjárfestar elta hverja aðra. Það leiðir til þess að hreyfingar á markaði verða einsleitar og því sýnir markaðurinn lengi leitni til hækkana og einnig til lækkana. Frá áramótum hefur ávöxtun íslenskra hlutabréfa verið frábær, eins og hún hefur verið nær samfellt frá ársbyrjun 2003. Markaðurinn hefur verið í uppsveiflu og er úrvalsvísitalan núna þegar þetta er skrifað fyrir ofan 70 daga fljótandi meðaltal. Samkvæmt því sem hér hefur verið rakið þá eru horfur áfram góðar og líkur á frekari hækkunum. Hins vegar skipast oft veður skjótt í lofti, markaðurinn getur breytt um stefnu, og ættu fjárfestar að fylgjast vel með þróuninni. Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Ímyndum okkur að við gætum séð fyrir hvenær best væri að kaupa og selja hlutabréf. Við mundum þá kaupa hlutabréf þegar hlutabréfaverð væri lágt en selja þau svo aftur þegar verð þeirra væri orðið hátt, og lækkun þeirra væri fyrirsjáanleg. Líklega er þetta ekki hægt, en ef svo væri þá væri hægt að hagnast óheyrilega. Við skulum athuga hvort þetta hafi verið möguleiki á íslenska hlutabréfamarkaðnum. „The trend is your friend“Óhætt er að segja að ávöxtun íslenska hlutabréfamarkaðsins hafi verið ótrúlega góð. Frá ársbyrjun 1993 til loka júní 2007 hefur hlutabréfaverð rúmlega 22-faldast, mælt í hækkun úrvalsvísitölunnar, en það samsvarar 23,9% árlegri ávöxtun. Þetta er einhver sú hæsta, ef ekki sú hæsta ávöxtun, sem sést hefur á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum. Einkennt hefur íslenskan hlutabréfamarkað að komið hafa löng tímabil hækkana og styttri tímabil lækkana, eins og sést vel á mynd 1. Lengsta samfellda tímabil hækkana var frá byrjun febrúar 1995 til loka september 1996. Þá hækkaði úrvalsvísitalan hvern einasta mánuð í 20 mánuði. Lengsta tímabil lækkana var frá ársbyrjun 2001 til loka júlí sama ár en þá var samfelld lækkun hvern einasta mánuð í 7 mánuði.Tölfræðipróf gefa eindregið til kynna að þessi hegðun hafi ekki verið tilviljanakennd, þ.e. söguleg ávöxtun hafi haft spágildi. Því hafi verið marktækt að á eftir góðum mánuði hafi verið meiri líkur á ágætum mánuði og á eftir slæmum mánuði hafi verið meiri líkur á neikvæðri ávöxtun. Því hefur enska orðtakið: „The trend is your friend“ átt vel við.Fljótandi meðaltalNú má spyrja. Hvernig er hægt að vita hvort markaðurinn sé í uppsveiflu og hvenær hann sé í niðursveiflu? Og í framhaldi, hvenær á að kaupa og selja hlutabréf og hvaða árangri hefði það skilað? Þessum spurningum má svara með því að nota einfalda tæknigreiningu. Fljótandi meðaltal (e. moving average) er einfalt meðaltal sem mikið er notað við svokallaða tæknigreiningu, bæði á hlutabréfamörkuðum, en einkum á gjaldeyrismörkuðum. Þetta meðaltal er reiknað á einfaldan hátt. Segjum að við viljum reikna út 70 daga fljótandi meðaltal úrvalsvísitölunnar. Það gerum við með því að reikna út meðaltal síðustu 70 viðskiptadaga. Meðaltalið er fljótandi því næsta dag kemur einn nýr dagur inn við útreikning á meðaltalinu en seinasti dagurinn dettur út og svo koll af kolli. Á mynd 2 er sýnd þróun úrvalsvísitölunnar og 70 daga fljótandi meðaltals frá ársbyrjun 2003 til loka júní sl. Á myndinni sést að stærstan hluta þessa tímabils hefur úrvalsvísitalan verið fyrir ofan fljótandi meðaltal. Athyglisvert er að skoða þá punkta þar sem úrvalsvísitalan sker meðaltalið. Það gerist afgerandi fjórum sinnum. Fyrst í október árið 2004 en þá fer úrvalsvísitalan niður fyrir fljótandi meðaltal í skammvinnri niðursveiflu. Vísitalan sker síðan aftur 70 daga fljótandi meðaltal í janúar 2005. Hún er síðan samfellt fyrir ofan það allt þar til mars 2006. Þá taka við nokkrir mánuðir þar sem vísitalan er fyrir neðan meðaltalið en hún rífur það aftur í ágúst 2006. Frá þeim tíma hefur úrvalsvísitalan verið fyrir ofan fljótandi meðaltal. Augljóst er að náðst hefði mjög góð ávöxtun á þessum tíma ef farið hefði verið inn í hlutabréfamarkaðinn þegar úrvalsvísitalan skæri fljótandi meðaltal og færi yfir það, og aftur út úr markaðnum, þegar úrvalsvísitalan færi niður fyrir það.ViðskiptareglaÍ framhaldi af þessum niðurstöðum er áhugavert að búa til svokallaða viðskiptareglu (e. trading rule) og kanna hvaða árangri hún hefði náð. Viðskiptareglan væri þá: „Við erum inni á hlutabréfamarkaðnum þegar úrvalsvísitalan er fyrir ofan 70 daga fljótandi meðaltal. Ef vísitalan er fyrir neðan fljótandi meðaltalið þá ávöxtum við fjármuni okkar á áhættulausum vöxtum.“ Tekin er ákvörðun um fjárfestingar fyrsta viðskiptadag hvers mánaðar. Því fjárfestum við í úrvalsvísitölunni í byrjun þess mánaðar þar sem gildi úrvalsvísitölunnar væri fyrir ofan fljótandi meðaltal og héldum eign okkar allan mánuðinn. Annars ávöxtum við fjármuni okkar á áhættulausum vöxtum. Viðskiptareglan er síðan prófuð frá ársbyrjun 1993 til loka júní í ár en ekki er tekið tillit til viðskiptakostnaðar. Í töflu 1 sést árleg ávöxtun viðskiptareglunnar og samanburður við úrvalsvísitöluna. Þar sést að ávöxtun viðskiptareglunnar er mun betri en vísitölunnar, en þar munar 8,2% í árlegri ávöxtun. Einnig er athyglisvert að áhætta reglunnar er mun minni, en staðalfrávik hennar er 8,9% lægra en staðalfrávik úrvalsvísitölunnar. Minnkun áhættu er einkum vegna þess að viðskiptareglan gefur aldrei neikvæða ávöxtun á þessum tíma en þrjú ár lækkaði úrvalsvísitalan. Sjö ár er viðskiptareglan með betri ávöxtun en úrvalsvísitalan, sömu ávöxtun í fjögur ár, en fjögur ár er ávöxtun viðskiptareglunnar lakari. Ávöxtun reglunnar er samt aldrei verulega lakari heldur en vísitölunnar. Mest 14,0% lakari 2005 en hins vegar skilar reglan mest 31,1% betri ávöxtun árið 2001.Ávöxtun í fortíð og framtíðÞessar niðurstöður koma verulega á óvart. Svipaðar niðurstöður hafa ekki sést á rannsóknum á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum. Þar hefur almennt ekki verið hægt að ná umframávöxtun með einföldum viðskiptareglum og ávöxtun í fortíð hefur ekkert haft forspárgildi um ávöxtun í framtíð. En hvað veldur þessu? Líklegt er að einsleitni íslenska hlutabréfamarkaðsins og fáir fjárfestar skýri þessar niðurstöður.Hugsanlega valda fáir fjárfestar, sem þekkjast vel og fylgjast vel hver með öðrum, því að skoðanir manna verða einsleitar og fjárfestar elta hverja aðra. Það leiðir til þess að hreyfingar á markaði verða einsleitar og því sýnir markaðurinn lengi leitni til hækkana og einnig til lækkana. Frá áramótum hefur ávöxtun íslenskra hlutabréfa verið frábær, eins og hún hefur verið nær samfellt frá ársbyrjun 2003. Markaðurinn hefur verið í uppsveiflu og er úrvalsvísitalan núna þegar þetta er skrifað fyrir ofan 70 daga fljótandi meðaltal. Samkvæmt því sem hér hefur verið rakið þá eru horfur áfram góðar og líkur á frekari hækkunum. Hins vegar skipast oft veður skjótt í lofti, markaðurinn getur breytt um stefnu, og ættu fjárfestar að fylgjast vel með þróuninni.
Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun