Náttúruleg heilsulind við Elliðaárdalinn Hjördís Sigurðardóttir skrifar 15. febrúar 2020 08:00 Ísland er fallegt land og yndislegt fyrir þá sem hafa unun af útivist. Jafnvel í miðri höfuðborginni er auðvelt að vera í nánum tengslum við náttúruna á grænum svæðum eins og í Elliðaárdalnum. En þrátt fyrir fegurðina er veðrið ekki alltaf ákjósanlegt fyrir útivist, einkum að vetri til. Margir – þó alls ekki allir – hætta því útivistinni í kaldranalegu skammdeginu. Það er bagalegt, því einmitt yfir vetrarmánuðina erum við einna viðkvæmust fyrir andlegum kvillum eins og kvíða og þunglyndi. Algengasta dánarorsök Íslendinga eru krónískir sjúkdómar sem mætti draga úr með breyttum lífsstíl, m.a. með hollara mataræði og aukinni hreyfingu. Nú er svo komið að 27% þjóðarinnar eru of þung og samkvæmt upplýsingasíðu Landlæknisembættisins upplifir fjórðungur ungs fólks kvíða í sínu lífi og 6% þeirra eru með alvarleg einkenni. Þá má hugsa til eldri borgara en erfið veðurskilyrði þvinga þann hóp oft til kyrrsetu og hafa einhverjir leyst það með því að sækja hreyfingu í verslunarmiðstöðvar. Græn náttúra allt árið Læknar og heilsuráðgjafar eru í vaxandi mæli að ávísa „græna lyfseðlinum“ til skjólstæðinga sinna, þ.e. að mæla með hreyfingu í náttúrunni enda hefur fjöldi rannsókna sýnt fram á jákvæð áhrif þess á heilsu og vellíðan. Sem dæmi má nefna að græn náttúra bætir andlega líðan, eykur sköpunargleði og afköst. ALDIN Biodome, yfirbyggður borgargarður sem rísa mun við Elliðaárdalinn norðan Stekkjabakka, tengir manneskjuna við náttúruna á nýjan hátt. ALDIN byggir á sjálfbærum borgarbúskap og býður heilandi upplifun innan um fjölbreyttan gróður allan ársins hring. ALDIN miðar að því að bjóða gestum tíma og rými til að hlúa að sínu innra sjálfi, að ígrunda og njóta náttúrunnar. Með borgarbúskap styttast flutningaleiðir til neytenda sem minnkar kolefnisfótspor fæðunnar. Aukið framboð og neysla á grænmeti gegnir einnig mikilvægu hlutverki í bættri heilsu og vellíðan. Í ALDIN Biodome verður til fjöldi starfa á sviði mannræktar, garðyrkju og ýmiss konar þjónustu og fræðslu. Starfsemin mun viðhalda og skapa hagsæld fyrir samfélagið og borgina og stuðla að sjálfbærni. Rís á lítt hirtu og vannýttu svæði Mikil umræða hefur skapast um uppbyggingu sem áætluð er á svæðinu norðan Stekkjarbakka - en ALDIN Biodome er einn hluti þeirrar uppbyggingar - og þessari umræðu ber að fagna. Því meiri sem umræðan og skoðanaskiptin eru, því betri verður endanleg niðurstaða. Nú þegar hafa útfærslubreytingar tekið mið af ábendingum almennings. Hins vegar er það ekki og getur ekki verið hlutverk undirritaðrar að svara fyrir deiliskipulag svæðisins, enda er ALDIN eins og áður segir aðeins einn hluti skipulagsins. Nokkrar staðreyndir hafa hins vegar verið nokkuð á reiki í þessari umræðu sem ég tel rétt að hnykkja á. Svæðið sem borgargarðurinn rís á er að mestu óræktað og raskað. Þar var um tíma malarnáma og þar var einnig í langan tíma hverfi ósamþykktra íbúðarhúsa og kofa. Svæðið er utan Elliðaárdalsins og þess svæðis sem nýtur hverfisverndar samkvæmt Aðalskipulagi og raunar gerði deiliskipulag svæðisins til langs tíma ráð fyrir því að um þetta svæði yrðu lagðar tvær akgreinar af fjögurra akgreina hraðbraut. Hér er þróunarreiturinn í deiliskipulaginu merktur gulur, lóð ALDIN er merkt í hvítu og byggingar ALDIN merktar í bláu en byggingarnar mega samkvæmt deiliskipulagi mest vera 4.500 m2. Raskar ekki Elliðaárdalnum Öll hönnun ALDIN Biodome miðar að því að byggingarnar falli vel inn í umhverfið og séu lágstemmdar með tilliti til dalsins og aðliggjandi byggðar. Byggingar verða að hluta niðurgrafnar, ekki hærri en tveggja hæða hús eða 9m mest. Trén á svæðinu eru allt að 14 metra há til samanburðar. Þá mun borgargarðurinn styrkja dalinn sem útivistarsvæði, því á svæðinu verður m.a. aðstaða fyrir fólk sem stefnir niður í dalinn. Þá verður kappkostað að varðveita þann gróður sem fyrir er og græða upp ógróin svæði. ALDIN Biodome mun ekki raska Elliðaárdal, þvert á móti er það sýn framkvæmdaraðila að láta gott af sér leiða fyrir umhverfi og samfélag. Tilkoma ALDIN auðveldar fólki að njóta fjölbreyttrar náttúru í dalnum, jafnt sumar sem vetur. Ég trúi því að borgarbúar muni sjá þessa hóflegu uppbyggingu sem framfaraskref fyrir svæðið og við aðstandendur ALDIN Biodome hlökkum til að taka á móti öllum þegar starfsemin hefst. Höfundur er stofnandi og framkvæmdastjóri ALDIN Biodome. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Ísland er fallegt land og yndislegt fyrir þá sem hafa unun af útivist. Jafnvel í miðri höfuðborginni er auðvelt að vera í nánum tengslum við náttúruna á grænum svæðum eins og í Elliðaárdalnum. En þrátt fyrir fegurðina er veðrið ekki alltaf ákjósanlegt fyrir útivist, einkum að vetri til. Margir – þó alls ekki allir – hætta því útivistinni í kaldranalegu skammdeginu. Það er bagalegt, því einmitt yfir vetrarmánuðina erum við einna viðkvæmust fyrir andlegum kvillum eins og kvíða og þunglyndi. Algengasta dánarorsök Íslendinga eru krónískir sjúkdómar sem mætti draga úr með breyttum lífsstíl, m.a. með hollara mataræði og aukinni hreyfingu. Nú er svo komið að 27% þjóðarinnar eru of þung og samkvæmt upplýsingasíðu Landlæknisembættisins upplifir fjórðungur ungs fólks kvíða í sínu lífi og 6% þeirra eru með alvarleg einkenni. Þá má hugsa til eldri borgara en erfið veðurskilyrði þvinga þann hóp oft til kyrrsetu og hafa einhverjir leyst það með því að sækja hreyfingu í verslunarmiðstöðvar. Græn náttúra allt árið Læknar og heilsuráðgjafar eru í vaxandi mæli að ávísa „græna lyfseðlinum“ til skjólstæðinga sinna, þ.e. að mæla með hreyfingu í náttúrunni enda hefur fjöldi rannsókna sýnt fram á jákvæð áhrif þess á heilsu og vellíðan. Sem dæmi má nefna að græn náttúra bætir andlega líðan, eykur sköpunargleði og afköst. ALDIN Biodome, yfirbyggður borgargarður sem rísa mun við Elliðaárdalinn norðan Stekkjabakka, tengir manneskjuna við náttúruna á nýjan hátt. ALDIN byggir á sjálfbærum borgarbúskap og býður heilandi upplifun innan um fjölbreyttan gróður allan ársins hring. ALDIN miðar að því að bjóða gestum tíma og rými til að hlúa að sínu innra sjálfi, að ígrunda og njóta náttúrunnar. Með borgarbúskap styttast flutningaleiðir til neytenda sem minnkar kolefnisfótspor fæðunnar. Aukið framboð og neysla á grænmeti gegnir einnig mikilvægu hlutverki í bættri heilsu og vellíðan. Í ALDIN Biodome verður til fjöldi starfa á sviði mannræktar, garðyrkju og ýmiss konar þjónustu og fræðslu. Starfsemin mun viðhalda og skapa hagsæld fyrir samfélagið og borgina og stuðla að sjálfbærni. Rís á lítt hirtu og vannýttu svæði Mikil umræða hefur skapast um uppbyggingu sem áætluð er á svæðinu norðan Stekkjarbakka - en ALDIN Biodome er einn hluti þeirrar uppbyggingar - og þessari umræðu ber að fagna. Því meiri sem umræðan og skoðanaskiptin eru, því betri verður endanleg niðurstaða. Nú þegar hafa útfærslubreytingar tekið mið af ábendingum almennings. Hins vegar er það ekki og getur ekki verið hlutverk undirritaðrar að svara fyrir deiliskipulag svæðisins, enda er ALDIN eins og áður segir aðeins einn hluti skipulagsins. Nokkrar staðreyndir hafa hins vegar verið nokkuð á reiki í þessari umræðu sem ég tel rétt að hnykkja á. Svæðið sem borgargarðurinn rís á er að mestu óræktað og raskað. Þar var um tíma malarnáma og þar var einnig í langan tíma hverfi ósamþykktra íbúðarhúsa og kofa. Svæðið er utan Elliðaárdalsins og þess svæðis sem nýtur hverfisverndar samkvæmt Aðalskipulagi og raunar gerði deiliskipulag svæðisins til langs tíma ráð fyrir því að um þetta svæði yrðu lagðar tvær akgreinar af fjögurra akgreina hraðbraut. Hér er þróunarreiturinn í deiliskipulaginu merktur gulur, lóð ALDIN er merkt í hvítu og byggingar ALDIN merktar í bláu en byggingarnar mega samkvæmt deiliskipulagi mest vera 4.500 m2. Raskar ekki Elliðaárdalnum Öll hönnun ALDIN Biodome miðar að því að byggingarnar falli vel inn í umhverfið og séu lágstemmdar með tilliti til dalsins og aðliggjandi byggðar. Byggingar verða að hluta niðurgrafnar, ekki hærri en tveggja hæða hús eða 9m mest. Trén á svæðinu eru allt að 14 metra há til samanburðar. Þá mun borgargarðurinn styrkja dalinn sem útivistarsvæði, því á svæðinu verður m.a. aðstaða fyrir fólk sem stefnir niður í dalinn. Þá verður kappkostað að varðveita þann gróður sem fyrir er og græða upp ógróin svæði. ALDIN Biodome mun ekki raska Elliðaárdal, þvert á móti er það sýn framkvæmdaraðila að láta gott af sér leiða fyrir umhverfi og samfélag. Tilkoma ALDIN auðveldar fólki að njóta fjölbreyttrar náttúru í dalnum, jafnt sumar sem vetur. Ég trúi því að borgarbúar muni sjá þessa hóflegu uppbyggingu sem framfaraskref fyrir svæðið og við aðstandendur ALDIN Biodome hlökkum til að taka á móti öllum þegar starfsemin hefst. Höfundur er stofnandi og framkvæmdastjóri ALDIN Biodome.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar