Má gagnrýna bætur? Guðný Hjaltadóttir skrifar 20. febrúar 2020 08:00 Skaðabætur eru bætur sem aðili getur sótt vegna fjárhagslegs tjóns sem hann hefur orðið fyrir. Miskabætur eru bætur vegna ófjárhagslegs tjóns, þ.e.a.s. bætur vegna miska sem aðili hefur orðið fyrir. Fjárhæð skaðabóta sem aðili á rétt á má finna út með nokkuð nákvæmum hætti (þó útreikningurinn geti verið flókinn). Sem dæmi um tiltölulega einfaldan útreikning skaðabóta er skaðabótakrafa einstaklings sem hefur orðið af starfi hjá hinu opinbera og ráðningin talin brjóta gegn lögum. Fjárhæð skaðabótakröfunnar nemur þá þeirri upphæð sem munar á þeim tekjum sem einstaklingurinn hefði haft ef hann hefði fengið starfið annars vegar og þeim tekjum sem einstaklingurinn er með hins vegar. Takist einstaklingi að sýna fram á að ólöglega hafi verið staðið að ráðningu og hann orðið fyrir fjárhagslegu tjóni er erfitt að verjast skaðabótakröfu hans, þó fjárhæð kröfunnar kunni að virðast furðulega há. Sé það mat ríkislögmanns að ekki séu líkur á að ríkið vinni fyrir dómstólum kann hann að fara þá leið, til að takmarka tjón ríkisins, að semja um bætur við viðkomandi einstakling og komast þannig hjá dýrum málaferlum. Skaðabætur hafa svo auðvitað ákveðinn fælingarmátt og eru þannig hvetjandi fyrir hið opinbera að reyna vanda ráðningar í opinber störf. Það er öllu flóknara að áætla fjárhæð miskabóta enda er tjónið ófjárhagslegt. Dómstólar styðjast því helst við fyrri dóma við ákvörðun slíkra bóta. Er það mat margra að miskabætur á Íslandi séu furðulega lágar. Varð almenningur var við það á dögunum þegar fréttamiðlar greindu frá því að foreldrar sem misstu nýfætt barn sitt vegna mistaka starfsmanna Landspítalans hefðu fengið samanlagt 5 milljónir í miskabætur. Fréttaumfjöllunin kom skömmu eftir umfjöllun um 20 milljón króna skaðabætur sem einstaklingur hlaut vegna starfsráðningar sem kærunefnd jafnréttismála taldi brjóta gegn jafnréttislögum. Einhverjum þótti ómaklegt að bera málin saman enda ótækt að bera saman skaðabætur og miskabætur. Og það er í sjálfu sér rétt, lögfræðilega er það ótækt. En mannlega er það fullkomlega eðlilegt. Það setur hlutina í ákveðið samhengi. Án þess að ætlunin sé að kasta nokkurri rýrð á einstaklinginn sem varð af starfinu enda krafa hans réttmæt. Það beinir einfaldlega kastljósinu að miskabótunum. Réttarstaða er ekkert nema afleiðing ákvarðana manna og hún er ekki alltaf hafin yfir gagnrýni. Það er ekki margt sem hægt er að treysta á í þessu lífi. Ekki fullkomna heilsu, ekki langlífi, ekki draumastarfið. Reyndar getur maður ekki treyst því að ganga út af fæðingardeildinni með heilbrigt barn og sælubros á vörum. Maður á þó að geta treyst því að barnið sem allt líf manns hefur snúist um að fá í hendurnar í óralangan tíma, sem maður er farinn að þekkja svo vel af spörkum þess í móðurkviði og fæðir svo í þennan heim til þess að ganga í gegnum lífið saman, látist ekki vegna mistaka heilbrigðisstarfsmanna (sem eiga notabene vafalaust líka um sárt að binda vegna þessa máls). Það skilja það allir að slík sorg er óyfirstíganleg. Miskinn yfirþyrmandi og varanlegur til eilífðar. Þó að engin fjárhæð geti bætt slíkan miska er boð um 5 milljónir ekkert nema skammarlegt. Það er þó ekki við ríkislögmann að sakast. Hlutverk hans er að takmarka tjón ríkisins, verjast bótakröfum. Fjárhæð miskabótanna mun hafa verið fengin út með því að uppreikna miskabætur sem Hæstiréttur dæmdi í sambærilegu máli fyrir 10 árum síðan (er þar væntanlega átt við Hrd. nr. 341/2010). Hæstiréttur hefur því lagt línurnar og það er því ljóst að endurtaki svona harmleikur sig munu þeir sem í honum lenda fá boð um sömu upphæð, uppreiknaða. Hvorki ríkislögmaður né dómstólar eru í aðstöðu til að hækka upphæðina svo um muni, m.t.t. jafnræðissjónarmiða. Sé vilji til að breyta þessari réttarstöðu er því þörf á inngripi löggjafarvaldsins (svo sem með setningu reglna um bótafjárhæðir vegna andláts sem rekja má til mistaka heilbrigðisstarfsmanna). Í betri heimi myndi slík breyting á réttarstöðu gilda afturvirkt. Greinarhöfundur er lögfræðingur og móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dómstólar Guðný Hjaltadóttir Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Skaðabætur eru bætur sem aðili getur sótt vegna fjárhagslegs tjóns sem hann hefur orðið fyrir. Miskabætur eru bætur vegna ófjárhagslegs tjóns, þ.e.a.s. bætur vegna miska sem aðili hefur orðið fyrir. Fjárhæð skaðabóta sem aðili á rétt á má finna út með nokkuð nákvæmum hætti (þó útreikningurinn geti verið flókinn). Sem dæmi um tiltölulega einfaldan útreikning skaðabóta er skaðabótakrafa einstaklings sem hefur orðið af starfi hjá hinu opinbera og ráðningin talin brjóta gegn lögum. Fjárhæð skaðabótakröfunnar nemur þá þeirri upphæð sem munar á þeim tekjum sem einstaklingurinn hefði haft ef hann hefði fengið starfið annars vegar og þeim tekjum sem einstaklingurinn er með hins vegar. Takist einstaklingi að sýna fram á að ólöglega hafi verið staðið að ráðningu og hann orðið fyrir fjárhagslegu tjóni er erfitt að verjast skaðabótakröfu hans, þó fjárhæð kröfunnar kunni að virðast furðulega há. Sé það mat ríkislögmanns að ekki séu líkur á að ríkið vinni fyrir dómstólum kann hann að fara þá leið, til að takmarka tjón ríkisins, að semja um bætur við viðkomandi einstakling og komast þannig hjá dýrum málaferlum. Skaðabætur hafa svo auðvitað ákveðinn fælingarmátt og eru þannig hvetjandi fyrir hið opinbera að reyna vanda ráðningar í opinber störf. Það er öllu flóknara að áætla fjárhæð miskabóta enda er tjónið ófjárhagslegt. Dómstólar styðjast því helst við fyrri dóma við ákvörðun slíkra bóta. Er það mat margra að miskabætur á Íslandi séu furðulega lágar. Varð almenningur var við það á dögunum þegar fréttamiðlar greindu frá því að foreldrar sem misstu nýfætt barn sitt vegna mistaka starfsmanna Landspítalans hefðu fengið samanlagt 5 milljónir í miskabætur. Fréttaumfjöllunin kom skömmu eftir umfjöllun um 20 milljón króna skaðabætur sem einstaklingur hlaut vegna starfsráðningar sem kærunefnd jafnréttismála taldi brjóta gegn jafnréttislögum. Einhverjum þótti ómaklegt að bera málin saman enda ótækt að bera saman skaðabætur og miskabætur. Og það er í sjálfu sér rétt, lögfræðilega er það ótækt. En mannlega er það fullkomlega eðlilegt. Það setur hlutina í ákveðið samhengi. Án þess að ætlunin sé að kasta nokkurri rýrð á einstaklinginn sem varð af starfinu enda krafa hans réttmæt. Það beinir einfaldlega kastljósinu að miskabótunum. Réttarstaða er ekkert nema afleiðing ákvarðana manna og hún er ekki alltaf hafin yfir gagnrýni. Það er ekki margt sem hægt er að treysta á í þessu lífi. Ekki fullkomna heilsu, ekki langlífi, ekki draumastarfið. Reyndar getur maður ekki treyst því að ganga út af fæðingardeildinni með heilbrigt barn og sælubros á vörum. Maður á þó að geta treyst því að barnið sem allt líf manns hefur snúist um að fá í hendurnar í óralangan tíma, sem maður er farinn að þekkja svo vel af spörkum þess í móðurkviði og fæðir svo í þennan heim til þess að ganga í gegnum lífið saman, látist ekki vegna mistaka heilbrigðisstarfsmanna (sem eiga notabene vafalaust líka um sárt að binda vegna þessa máls). Það skilja það allir að slík sorg er óyfirstíganleg. Miskinn yfirþyrmandi og varanlegur til eilífðar. Þó að engin fjárhæð geti bætt slíkan miska er boð um 5 milljónir ekkert nema skammarlegt. Það er þó ekki við ríkislögmann að sakast. Hlutverk hans er að takmarka tjón ríkisins, verjast bótakröfum. Fjárhæð miskabótanna mun hafa verið fengin út með því að uppreikna miskabætur sem Hæstiréttur dæmdi í sambærilegu máli fyrir 10 árum síðan (er þar væntanlega átt við Hrd. nr. 341/2010). Hæstiréttur hefur því lagt línurnar og það er því ljóst að endurtaki svona harmleikur sig munu þeir sem í honum lenda fá boð um sömu upphæð, uppreiknaða. Hvorki ríkislögmaður né dómstólar eru í aðstöðu til að hækka upphæðina svo um muni, m.t.t. jafnræðissjónarmiða. Sé vilji til að breyta þessari réttarstöðu er því þörf á inngripi löggjafarvaldsins (svo sem með setningu reglna um bótafjárhæðir vegna andláts sem rekja má til mistaka heilbrigðisstarfsmanna). Í betri heimi myndi slík breyting á réttarstöðu gilda afturvirkt. Greinarhöfundur er lögfræðingur og móðir.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar