10 milljarða króna vanskil 10. maí 2005 00:01 Foreldrar sem greiða meðlög með börnum sínum voru á þrettánda þúsund um síðustu áramót. Meira en helmingur þeirra var þá í vanskilum við Innheimtustofnun sveitarfélaga, liðlega 53 prósent. Þetta kom fram í svari Árna Magnússonar félagsmálaráðherra við fyrirspurn Helga Hjörvar og fleiri Samfylkingarþingmanna á alþingi í gær. Meira en fjögur þúsund foreldrar skulda meðlög með nærri níu þúsund börnum yngri en átján ára. Fram kom í máli ráðherra að mikill meirihluta meðlaga barna eldri en átján ára væri í vanskilum. Samtals nema vanskilaskuldir vegna barnsmeðlaga 10,3 milljörðum króna. Umbætur voru gerðar á innheimtu barnsmeðlaga árið 1996 og leyfist þeim sem lenda í vanskilum að semja um lægri greiðslur. Um fjórir af hverjum tíu þeirra sem lenda í vanskilum nýta sér þennan möguleika til að grynnka á skuldum sínum. Helgi Hjörvar fyrirspyrjandi sagði að skuldugir meðlagsgreiðendur væru í vítahring. Tekjur þeirra færu í skattskuldir og meðlög og þeir leiddust þar af leiðandi út í svarta vinnu. Pétur Blöndal, Sjálfstæðisflokki, sagði að göt væru á velferðarkerfinu og tók dæmi af atvinnulausum föður sem greiddi meðlög með þremur börnum. Hann fengi fjögur þúsund krónur með hverju barni en borgaði um16 þúsund krónur í meðlag með hverju þeirra. Þannig færi helmingur 90 þúsund króna atvinnuleysisbóta í meðlög. Katrín Júlíusdóttir fyrirspyrjandi kvaðst forviða á því að meira en helmingur meðlagsgreiðenda væri í vanskilum. Undir það tók Helgi Hjörvar. "Aðgerðir hafa ekki skilað meiru en svo að það er algengara en ekki að vera í vanskilum," sagði Helgi. Árni Magnússon félagsmálaráðherra kvað ekki ætlunina að ráðast í aðgerðir nú en benti á að 40 prósent þeirra sem í vanskilum væru nýttu sér möguleika til að grynnka á skuldum sínum. Úrræðin frá 1996 hefðu skilað árangri. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Fleiri fréttir Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira
Foreldrar sem greiða meðlög með börnum sínum voru á þrettánda þúsund um síðustu áramót. Meira en helmingur þeirra var þá í vanskilum við Innheimtustofnun sveitarfélaga, liðlega 53 prósent. Þetta kom fram í svari Árna Magnússonar félagsmálaráðherra við fyrirspurn Helga Hjörvar og fleiri Samfylkingarþingmanna á alþingi í gær. Meira en fjögur þúsund foreldrar skulda meðlög með nærri níu þúsund börnum yngri en átján ára. Fram kom í máli ráðherra að mikill meirihluta meðlaga barna eldri en átján ára væri í vanskilum. Samtals nema vanskilaskuldir vegna barnsmeðlaga 10,3 milljörðum króna. Umbætur voru gerðar á innheimtu barnsmeðlaga árið 1996 og leyfist þeim sem lenda í vanskilum að semja um lægri greiðslur. Um fjórir af hverjum tíu þeirra sem lenda í vanskilum nýta sér þennan möguleika til að grynnka á skuldum sínum. Helgi Hjörvar fyrirspyrjandi sagði að skuldugir meðlagsgreiðendur væru í vítahring. Tekjur þeirra færu í skattskuldir og meðlög og þeir leiddust þar af leiðandi út í svarta vinnu. Pétur Blöndal, Sjálfstæðisflokki, sagði að göt væru á velferðarkerfinu og tók dæmi af atvinnulausum föður sem greiddi meðlög með þremur börnum. Hann fengi fjögur þúsund krónur með hverju barni en borgaði um16 þúsund krónur í meðlag með hverju þeirra. Þannig færi helmingur 90 þúsund króna atvinnuleysisbóta í meðlög. Katrín Júlíusdóttir fyrirspyrjandi kvaðst forviða á því að meira en helmingur meðlagsgreiðenda væri í vanskilum. Undir það tók Helgi Hjörvar. "Aðgerðir hafa ekki skilað meiru en svo að það er algengara en ekki að vera í vanskilum," sagði Helgi. Árni Magnússon félagsmálaráðherra kvað ekki ætlunina að ráðast í aðgerðir nú en benti á að 40 prósent þeirra sem í vanskilum væru nýttu sér möguleika til að grynnka á skuldum sínum. Úrræðin frá 1996 hefðu skilað árangri.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Fleiri fréttir Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira