Innlent

Samskip styrkja Háskóla Íslands

Samskip og Háskóli Íslands hafa undirritað samstarfssamning um fjármögnun á nýju námi í kvikmyndafræðum við Hugvísindadeild Háskóla Íslands. Kennsla á að hefjast í haust í kvikmyndafræði sem aukagrein til 30 eininga og ætla Samskip að styrkja háskólann með 3,6 milljón króna framlagi á næsta ári eða sem nemur launakostnaði fyrir einn kennara í greininni. Nokkur námskeið um kvikmyndir hafa verið kennd við skólann undanfarin ár sem hægt er að byggja á að nokkru leyti. Einnig stendur til að byggja upp framhaldsnám í greininni á næstu árum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×