Kórónuveiran hefur áhrif á fæðuöryggi Íslands Valgerður Árnadóttir skrifar 24. apríl 2020 16:25 Nýjustu tölur herma að útbreiðsla Kórónuveirunnar er 75% meiri meðal sláturhúsa- og kjötpökkunar starfsfólks í Bandaríkjunum. Nú þegar hefur þurft að loka um 15 risa-sláturhúsum í BNA vegna smita sem rekja má til óþrifnaðar og óviðunandi öryggisráðstafanna og hefur kórónaveiran breiðst út hraðar í þeim en í nokkrum öðrum starfsstéttum. Í Bandaríkjunum eins og víðast í hinum vestræna heimi þá eru það aðallega erlendir farandverkamenn og innflytjendur sem starfa í kjötiðnaði og í áratugi hafa verið uppi viðvaranir að öryggi þeirra sé ekki gætt á vinnustöðum. Starfsfólk segir að það hafi ekki aðstöðu til að sinna grundvallarhreinlæti eins og að þvo hendur og halda fjarlægð, að álagið sé svo mikið að þau komast ekki á salernið og nú þegar hefur þurft að loka fjölmörgum sláturhúsum. Eitt af þeim sem var lokað ber ábyrgð á framleiðslu á 4-5% af svínakjöti sem framleitt er í BNA og nú þegar hefur sláturtíðni minnkað um 22% á nautgripum og 6% á svínum vegna veikinda starfsfólks og lokanna sláturhúsa. En 98% af nautakjöti framleitt í BNA er til að mynda frá 50 risa-sláturhúsum sem mörg hver eiga undir högg að sækja vegna kórónuveirunnar. Matvælafræðingar segja að kjötiðnaður sé veikasti hlekkurinn í fæðuhringnum, viðkvæmur fyrir hvers kyns sýkingum og veirum og hvetja til að aukin áhersla verði lögð á framleiðslu plöntufæðis til að viðhalda fæðuöryggi fólks. Nú kunna margir að spyrja sig, hvað kemur það okkur við hvað gerist í Bandaríkjunum? Hér á Íslandi er þetta miklu betra..en er það svo? Á Íslandi eru einnig farandverkamenn og erlendir starfmenn sem halda uppi kjötframleiðslunni, þetta fólk kemur sjaldnast í fréttum, fáir láta sig mál þeirra varða og víða býr þetta fólk í “verbúðum” og vinnur sleitulaust. Sláturfélag Suðurlands og Kaupfélag Skagfirðinga hafa nú þegar varpað fram áhyggjum sínum af mönnun á sláturtíð í haust en samkvæmt þeim eru 80% starfsmanna af erlendu bergi brotin og óljóst hvort hægt verði að flytja inn starfsfólk til að slátra í haust. Hér eins og annars staðar koma reglulega upp tilfelli hættulegra sýkinga, eins og camphylóbaktería, salmónellusýkinga og nóróveira sem eru lífshættulegar eldra og viðkvæmu fólki og nú síðast greindist bótulismi hjá einstaklingi sem át súrsaða blóðmör, en sú baktería getur valdið lömun og dauða. Kórónuveiran, svínaflensan og fuglaflensan eiga það sameiginlegt að eiga uppruna sinn í dýraafurðaiðnaði. Vísindamenn hafa varað við því í áratugi að eftir því sem við göngum meira á vistkerfi jarðar og röskum náttúrulegu dýralífi eins og við erum að gera með hagnaðardrifinni verksmiðjuframleiðslu þá munu koma upp skæðari veirur sem erfiðara er að halda í skefjum, eins og kórónuveiran nú sýnir. Í ljósi þessarrar vitneskju er í raun sturlað að ríkisstjórn Íslands leggi enn svo mikla áherslu á kjöt- og mjólkuriðnað og litla áherslu á grænmetisrækt og plöntufæði. Það er óskiljanlegt að ekki hafi verið lögð meiri áhersla á nýsköpun og stuðning við grænmetisbændur og aðra framleiðslu úr plönturíkinu og einkennilegt að ekki einu sinni núna þegar kemur að aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirunnar þá eru þær litlu 500 milljónir sem á að verja í “nýsköpun í matvælaiðnaði” ekki einu sinni eyrnamerktar framleiðslu á plöntufæði? Ef kórónuveiran opnar ekki augu fólks fyrir þessu vandamáli hvað þarf þá til þess? 80% af grænmeti og ávöxtum sem við neytum á Íslandi er innflutt og ef innflutningsleiðir lokast vegna þessa fordæmalausa ástands þá er fæðuöryggi okkar ekki tryggt. Og nú þegar má greina skort. Ríkisstjórn Íslands ber að tryggja fæðuöryggi okkar en aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar minnist ekki á það einu orði og þessar 500 milljónir sem á að verja í „matvælasjóð” er eins og dropi í hafið. Við hjá Samtökum grænkera viljum hvetja ríkisstjórn Íslands til að stuðla að fæðuöryggi landsmanna og leggja verulega í styrki til nýsköpunar og framleiðslu á grænmeti og plöntufæði. Líf okkar liggur við! Höfundur er varaformaður Samtaka grænkera á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vegan Umhverfismál Dýr Landbúnaður Valgerður Árnadóttir Matvælaframleiðsla Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Sjá meira
Nýjustu tölur herma að útbreiðsla Kórónuveirunnar er 75% meiri meðal sláturhúsa- og kjötpökkunar starfsfólks í Bandaríkjunum. Nú þegar hefur þurft að loka um 15 risa-sláturhúsum í BNA vegna smita sem rekja má til óþrifnaðar og óviðunandi öryggisráðstafanna og hefur kórónaveiran breiðst út hraðar í þeim en í nokkrum öðrum starfsstéttum. Í Bandaríkjunum eins og víðast í hinum vestræna heimi þá eru það aðallega erlendir farandverkamenn og innflytjendur sem starfa í kjötiðnaði og í áratugi hafa verið uppi viðvaranir að öryggi þeirra sé ekki gætt á vinnustöðum. Starfsfólk segir að það hafi ekki aðstöðu til að sinna grundvallarhreinlæti eins og að þvo hendur og halda fjarlægð, að álagið sé svo mikið að þau komast ekki á salernið og nú þegar hefur þurft að loka fjölmörgum sláturhúsum. Eitt af þeim sem var lokað ber ábyrgð á framleiðslu á 4-5% af svínakjöti sem framleitt er í BNA og nú þegar hefur sláturtíðni minnkað um 22% á nautgripum og 6% á svínum vegna veikinda starfsfólks og lokanna sláturhúsa. En 98% af nautakjöti framleitt í BNA er til að mynda frá 50 risa-sláturhúsum sem mörg hver eiga undir högg að sækja vegna kórónuveirunnar. Matvælafræðingar segja að kjötiðnaður sé veikasti hlekkurinn í fæðuhringnum, viðkvæmur fyrir hvers kyns sýkingum og veirum og hvetja til að aukin áhersla verði lögð á framleiðslu plöntufæðis til að viðhalda fæðuöryggi fólks. Nú kunna margir að spyrja sig, hvað kemur það okkur við hvað gerist í Bandaríkjunum? Hér á Íslandi er þetta miklu betra..en er það svo? Á Íslandi eru einnig farandverkamenn og erlendir starfmenn sem halda uppi kjötframleiðslunni, þetta fólk kemur sjaldnast í fréttum, fáir láta sig mál þeirra varða og víða býr þetta fólk í “verbúðum” og vinnur sleitulaust. Sláturfélag Suðurlands og Kaupfélag Skagfirðinga hafa nú þegar varpað fram áhyggjum sínum af mönnun á sláturtíð í haust en samkvæmt þeim eru 80% starfsmanna af erlendu bergi brotin og óljóst hvort hægt verði að flytja inn starfsfólk til að slátra í haust. Hér eins og annars staðar koma reglulega upp tilfelli hættulegra sýkinga, eins og camphylóbaktería, salmónellusýkinga og nóróveira sem eru lífshættulegar eldra og viðkvæmu fólki og nú síðast greindist bótulismi hjá einstaklingi sem át súrsaða blóðmör, en sú baktería getur valdið lömun og dauða. Kórónuveiran, svínaflensan og fuglaflensan eiga það sameiginlegt að eiga uppruna sinn í dýraafurðaiðnaði. Vísindamenn hafa varað við því í áratugi að eftir því sem við göngum meira á vistkerfi jarðar og röskum náttúrulegu dýralífi eins og við erum að gera með hagnaðardrifinni verksmiðjuframleiðslu þá munu koma upp skæðari veirur sem erfiðara er að halda í skefjum, eins og kórónuveiran nú sýnir. Í ljósi þessarrar vitneskju er í raun sturlað að ríkisstjórn Íslands leggi enn svo mikla áherslu á kjöt- og mjólkuriðnað og litla áherslu á grænmetisrækt og plöntufæði. Það er óskiljanlegt að ekki hafi verið lögð meiri áhersla á nýsköpun og stuðning við grænmetisbændur og aðra framleiðslu úr plönturíkinu og einkennilegt að ekki einu sinni núna þegar kemur að aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirunnar þá eru þær litlu 500 milljónir sem á að verja í “nýsköpun í matvælaiðnaði” ekki einu sinni eyrnamerktar framleiðslu á plöntufæði? Ef kórónuveiran opnar ekki augu fólks fyrir þessu vandamáli hvað þarf þá til þess? 80% af grænmeti og ávöxtum sem við neytum á Íslandi er innflutt og ef innflutningsleiðir lokast vegna þessa fordæmalausa ástands þá er fæðuöryggi okkar ekki tryggt. Og nú þegar má greina skort. Ríkisstjórn Íslands ber að tryggja fæðuöryggi okkar en aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar minnist ekki á það einu orði og þessar 500 milljónir sem á að verja í „matvælasjóð” er eins og dropi í hafið. Við hjá Samtökum grænkera viljum hvetja ríkisstjórn Íslands til að stuðla að fæðuöryggi landsmanna og leggja verulega í styrki til nýsköpunar og framleiðslu á grænmeti og plöntufæði. Líf okkar liggur við! Höfundur er varaformaður Samtaka grænkera á Íslandi
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun