Innlent

Segir prentarablek fáránlega dýrt

Verð á prentarableki þykir hátt og eru jafnvel upp sögur um að framleiðendur forriti prentara til að eyða mun meira bleki en þörf er á. Tölvusérfræðingur við tekur ekki undir þetta en segir prentarablek vera fáránlega dýrt. Friðrik Skúlason tölvusérfræðingur segir prentara oft vera selda jafnvel undir kostnaðarverði og seljendur stóli þá frekar á gróði verði við sölu á bleki í prentarana. Til dæmis sé hægt að auka sölu þegar litahylki innihalda marga liti, en ef einn liturinn er notaður meira þarf oft að henda hinum þegar aðalliturinn er búinn. Því geti borgað sig fyrir suma að kaupa prentara sem hefur hvern lit í sérhylki. Friðrik segist hafa heyrt þessa sögu en hann hafi aldrei fengið hana staðfesta. Hitt sé annað mál að prentaraframleiðendur geri ýmislegt til að fá fólk til að eyða peningunum sínum í blek. Prentararnir sjálfir séu ódýrir og jafnvel seldir undir kostnaðarverði í einhverjum tilvikum en framleiðendurnir hali inn fé á blekinu. Friðrik segir lítraverð á bleki hátt. Einhvern tíma hafi hann heyrt þá sögu að það væri sjöfalt hærra en lítraverðið á dýrasta Dom Pernignon kampavíni. Prentarablek sé með öðrum orðum fáránlega dýrt og hann telji að það sé ekki í neinu samræmi við raunverulegt framleiðsluverð. Friðrik segist þó ekki sjá hvernig prentarar ættu að geta eytt meiru en þörf er á því ekki gufi blekið upp. Þó gæti fólk passað sig á að prenta ekki út í bestu mögulegu gæðum þegar þess gerist ekki þörf.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×