Verðið sagt platverð 10. maí 2005 00:01 Innflutningur á amerískum bílum, nýjum eða notuðum, hefur aukist gríðarlega og fer þessi innflutningur að stærstum hluta fram á vegum einyrkja sem flytja inn bílana í nafni kaupendanna og firra sig þar með ábyrgð. Snorri Páll Jónsson, framkvæmdastjóri IB, segir að verð sem viðgangist á markaðnum séu "fixuð". Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, tekur undir þessa skoðun. "Það er altalað að það kemur nánast ekki bíll til landsins nema 5.000 dollarar séu greiddir undir borðið og gefinn út lægri reikningur sem þessu nemur. Menn spara vörugjöldin því að þau eru yfirleitt hæst á þessum bílum og virðisaukann líka. Auðvitað hefur Tollurinn ákveðnar leiðir til að koma í veg fyrir þetta en þegar innflutningurinn er svona gríðarlega mikill þá hef ég enga trú á að Tollurinn anni því," segir Egill. Bæði IB og Brimborg eru í samband við sölumenn í Bandaríkjunum og fullyrða stjórnendur beggja fyrirtækja að ekki sé hægt að bjóða ameríska bíla jafn ódýrt og gert er án þess að eitthvað sé athugavert við það. "Innflytjendurnir fá gefinn út reikning erlendis sem hefur verið lækkaður til að lækka vörugjöld og virðisaukaskatt. Þannig er hægt að bjóða bílana á betra verði," segir Snorri Páll. "Tollstjóraembættið hefur gert ítrekaðar tilraunir til að rannsaka bílainnflutninginn frá Bandaríkjunum. Ef verðið passar ekki við almennt viðmiðunarverð er ástæðan sú að gefinn hefur verið út rangur reikningur. Við sem verslum beint við heildsala í Bandaríkjunum kaupum hundruð bíla á ári vitum að einstaklingur getur ekki fengið bíla á 20-30 prósentum lægra verði," segir hann. Tollstjórinn í Reykjavík, Snorri Olsen, segir að embættið fylgist með innflutningi bíla frá Bandaríkjunum og sín tilfinning sé sú að tilvik með fölsuðum reikningum séu ekki hlutfallslega fleiri en áður og reikningum sé ekki vísað oftar til hliðar vegna fráviks frá markaðsverði en áður. Í innflutningi á notuðum bílum kunni þó að vera meiri hætta á fölsuðum reikningum. Fréttir Innlent Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent Fleiri fréttir Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Sjá meira
Innflutningur á amerískum bílum, nýjum eða notuðum, hefur aukist gríðarlega og fer þessi innflutningur að stærstum hluta fram á vegum einyrkja sem flytja inn bílana í nafni kaupendanna og firra sig þar með ábyrgð. Snorri Páll Jónsson, framkvæmdastjóri IB, segir að verð sem viðgangist á markaðnum séu "fixuð". Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, tekur undir þessa skoðun. "Það er altalað að það kemur nánast ekki bíll til landsins nema 5.000 dollarar séu greiddir undir borðið og gefinn út lægri reikningur sem þessu nemur. Menn spara vörugjöldin því að þau eru yfirleitt hæst á þessum bílum og virðisaukann líka. Auðvitað hefur Tollurinn ákveðnar leiðir til að koma í veg fyrir þetta en þegar innflutningurinn er svona gríðarlega mikill þá hef ég enga trú á að Tollurinn anni því," segir Egill. Bæði IB og Brimborg eru í samband við sölumenn í Bandaríkjunum og fullyrða stjórnendur beggja fyrirtækja að ekki sé hægt að bjóða ameríska bíla jafn ódýrt og gert er án þess að eitthvað sé athugavert við það. "Innflytjendurnir fá gefinn út reikning erlendis sem hefur verið lækkaður til að lækka vörugjöld og virðisaukaskatt. Þannig er hægt að bjóða bílana á betra verði," segir Snorri Páll. "Tollstjóraembættið hefur gert ítrekaðar tilraunir til að rannsaka bílainnflutninginn frá Bandaríkjunum. Ef verðið passar ekki við almennt viðmiðunarverð er ástæðan sú að gefinn hefur verið út rangur reikningur. Við sem verslum beint við heildsala í Bandaríkjunum kaupum hundruð bíla á ári vitum að einstaklingur getur ekki fengið bíla á 20-30 prósentum lægra verði," segir hann. Tollstjórinn í Reykjavík, Snorri Olsen, segir að embættið fylgist með innflutningi bíla frá Bandaríkjunum og sín tilfinning sé sú að tilvik með fölsuðum reikningum séu ekki hlutfallslega fleiri en áður og reikningum sé ekki vísað oftar til hliðar vegna fráviks frá markaðsverði en áður. Í innflutningi á notuðum bílum kunni þó að vera meiri hætta á fölsuðum reikningum.
Fréttir Innlent Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent Fleiri fréttir Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Sjá meira