Innlent

Brynja óskar eftir rökum

Brynja Þorbjörnsdóttir, fyrrverandi útibússtjóri, hefur óskað skriflega eftir rökstuðningi stjórnar fyrir ráðningu Guðjóns Guðmundssonar, fyrrverandi alþingismanns, í starf framkvæmdastjóra Dvalarheimilisins Höfða með tilliti til stjórnsýslu- og jafnréttislaga. "Ég er búin að leita mér ráða og kynna mér mína stöðu. Þetta er í samræmi við það sem mér var ráðlagt," segir Brynja. Spurð um það hvort hún íhugi kæru kveðst hún hafa verið í sambandi við Jafnréttisstofu. Stjórn Höfða hefur tvær vikur til að svara. Fundargerð stjórnar Höfða frá fundinum þar sem Guðjón var ráðinn var lögð fyrir bæjarstjórn Akraness í gær án þess að nokkur bæjarfulltrúi gerði sérstaklega athugasemd við hana.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×