Einar: Þvílík frammistaða hjá liðinu Ingvi Þór Sæmundsson í TM-höllinni í Garðabæ skrifar 8. febrúar 2016 21:44 Einar var líflegur á hliðarlínunni að vanda. vísir "Púlsinn er örugglega helvíti hár en ég er bara í svo góðu formi að maður finnur ekki mikið fyrir þessu," sagði Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, léttur í lund eftir eins marks sigur, 32-31, á Fram í 8-liða úrslitum Coca-Cola bikarsins í handbolta í kvöld. Leikurinn var gríðarlega spennandi og réðust úrslitin ekki fyrr en í framlengingu. Einar var að vonum stoltur af sínum mönnum eftir leikinn. "Þetta var rosalegur leikur og þvílík frammistaða hjá liðinu," sagði Einar sem er á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari Stjörnunnar sem situr á toppnum í 1. deildinni. Stjörnumenn voru sterkari í fyrri hálfleik og leiddu með fjórum mörkum, 18-14, að honum loknum. Einar var sammála blaðamanni Vísis að munurinn hefði getað verið enn meiri ef markmenn Stjörnunnar hefðu náð sér betur á strik. "Mér fannst við spila frábærlega í fyrri hálfleik og við áttum að vera með meiri forystu. Auðvitað eru markmennirnir hluti af liðinu en það voru 4-5 boltar sem þeir hefðu auðveldlega getað varið. En það er alltaf þetta ef og hefði og það þýðir ekkert að hugsa um það," sagði Einar. "Mér fannst við spila heilt yfir vel en við lentum tveimur mönnum færri í seinni hálfleik og það var kannski þá sem Frammararnir komust inn í leikinn. En við sýndum mikinn karakter með því að jafna og klára svo leikinn." Einar er fyrrverandi þjálfari Fram og hann segir að Stjörnumenn hafi lagt hörkulið að velli í kvöld. "Frammararnir eru með frábært lið og Gulli (Guðlaugur Arnarsson) er að gera frábæra hluti með liðið. Ég hrikalega stoltur af því að við stóðumst þetta áhlaup sem þeir komu með og við sýndum gríðarlegan karakter með því að klára þetta," sagði Einar. Valur, Haukar og Grótta eru einnig komin í undanúrslitin sem fara fram í Laugardalshöll 25. febrúar næstkomandi. En hvaða liði vill Einar helst mæta í undanúrslitunum? "Ég veit það ekki maður, mér er eiginlega alveg sama. Þetta eru allt frábær lið og sennilega þrjú bestu lið landsins eins og staðan er í dag. Við unnum Fram í dag og þessi lið eru svipuð að styrkleika, þannig að við getum unnið hvaða lið sem er," sagði Einar að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Afturelding 30-27 | Haukar komnir í Höllina Haukar eru komnir í átta liða úrslit Coca Cola bikarsins í handbolta eftir 30-27 sigur á Aftureldingu á heimavelli í dag. Haukar voru 18-14 yfir í hálfleik. 7. febrúar 2016 00:01 Grótta flaug í Höllina Grótta tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum í bikarkeppni HSÍ, Coca Cola-bikarnum, er liðið valtaði yfir 1. deildarlið Fjölnis, 18-29. 8. febrúar 2016 21:05 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 23-25 | Bikarmeistararnir úr leik Valsmenn slógu út bikarmeistara ÍBV á þeirra eigin heimavelli í dag þegar Valsliðið vann tveggja marka sigur, 25-23, þegar liðin mættust út í Eyjum í átta liða úrslitum Coca Cola bikars karla. 7. febrúar 2016 17:00 Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Sjá meira
"Púlsinn er örugglega helvíti hár en ég er bara í svo góðu formi að maður finnur ekki mikið fyrir þessu," sagði Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, léttur í lund eftir eins marks sigur, 32-31, á Fram í 8-liða úrslitum Coca-Cola bikarsins í handbolta í kvöld. Leikurinn var gríðarlega spennandi og réðust úrslitin ekki fyrr en í framlengingu. Einar var að vonum stoltur af sínum mönnum eftir leikinn. "Þetta var rosalegur leikur og þvílík frammistaða hjá liðinu," sagði Einar sem er á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari Stjörnunnar sem situr á toppnum í 1. deildinni. Stjörnumenn voru sterkari í fyrri hálfleik og leiddu með fjórum mörkum, 18-14, að honum loknum. Einar var sammála blaðamanni Vísis að munurinn hefði getað verið enn meiri ef markmenn Stjörnunnar hefðu náð sér betur á strik. "Mér fannst við spila frábærlega í fyrri hálfleik og við áttum að vera með meiri forystu. Auðvitað eru markmennirnir hluti af liðinu en það voru 4-5 boltar sem þeir hefðu auðveldlega getað varið. En það er alltaf þetta ef og hefði og það þýðir ekkert að hugsa um það," sagði Einar. "Mér fannst við spila heilt yfir vel en við lentum tveimur mönnum færri í seinni hálfleik og það var kannski þá sem Frammararnir komust inn í leikinn. En við sýndum mikinn karakter með því að jafna og klára svo leikinn." Einar er fyrrverandi þjálfari Fram og hann segir að Stjörnumenn hafi lagt hörkulið að velli í kvöld. "Frammararnir eru með frábært lið og Gulli (Guðlaugur Arnarsson) er að gera frábæra hluti með liðið. Ég hrikalega stoltur af því að við stóðumst þetta áhlaup sem þeir komu með og við sýndum gríðarlegan karakter með því að klára þetta," sagði Einar. Valur, Haukar og Grótta eru einnig komin í undanúrslitin sem fara fram í Laugardalshöll 25. febrúar næstkomandi. En hvaða liði vill Einar helst mæta í undanúrslitunum? "Ég veit það ekki maður, mér er eiginlega alveg sama. Þetta eru allt frábær lið og sennilega þrjú bestu lið landsins eins og staðan er í dag. Við unnum Fram í dag og þessi lið eru svipuð að styrkleika, þannig að við getum unnið hvaða lið sem er," sagði Einar að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Afturelding 30-27 | Haukar komnir í Höllina Haukar eru komnir í átta liða úrslit Coca Cola bikarsins í handbolta eftir 30-27 sigur á Aftureldingu á heimavelli í dag. Haukar voru 18-14 yfir í hálfleik. 7. febrúar 2016 00:01 Grótta flaug í Höllina Grótta tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum í bikarkeppni HSÍ, Coca Cola-bikarnum, er liðið valtaði yfir 1. deildarlið Fjölnis, 18-29. 8. febrúar 2016 21:05 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 23-25 | Bikarmeistararnir úr leik Valsmenn slógu út bikarmeistara ÍBV á þeirra eigin heimavelli í dag þegar Valsliðið vann tveggja marka sigur, 25-23, þegar liðin mættust út í Eyjum í átta liða úrslitum Coca Cola bikars karla. 7. febrúar 2016 17:00 Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Afturelding 30-27 | Haukar komnir í Höllina Haukar eru komnir í átta liða úrslit Coca Cola bikarsins í handbolta eftir 30-27 sigur á Aftureldingu á heimavelli í dag. Haukar voru 18-14 yfir í hálfleik. 7. febrúar 2016 00:01
Grótta flaug í Höllina Grótta tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum í bikarkeppni HSÍ, Coca Cola-bikarnum, er liðið valtaði yfir 1. deildarlið Fjölnis, 18-29. 8. febrúar 2016 21:05
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 23-25 | Bikarmeistararnir úr leik Valsmenn slógu út bikarmeistara ÍBV á þeirra eigin heimavelli í dag þegar Valsliðið vann tveggja marka sigur, 25-23, þegar liðin mættust út í Eyjum í átta liða úrslitum Coca Cola bikars karla. 7. febrúar 2016 17:00