Viðskipti innlent

Byr sér um alla greiðslumiðlun

Samkomulag hefur náðst um að Byr sparisjóður taki við allri innlendri greiðslumiðlun sparisjóðanna í landinu, og einnig erlenda greiðslumiðlun sem Sparisjóðabanki Íslands sinnti áður.

Hefur Byr ráðið til sín níu fyrrverandi starfsmenn Sparisjóðabankans til að annast þau verkefni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Byr sparisjóði.

Þar kemur fram að Byr sé í dag stærsti starfandi spari­sjóður landsins og því hafi legið beint við að sjóðurinn tæki að sér þessa þjónustu við sparisjóðina í landinu.

- kg








Fleiri fréttir

Sjá meira


×