Hörður Axel: 4+1 er meðalmennskuregla Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. maí 2015 09:34 Hörður Axel á landsliðsæfingu. vísir/daníel Landsliðsmaðurinn Hörður Axel Vilhjálmsson er ekki ánægður með 4+1 regluna svokölluðu sem var samþykkt á síðasta ársþingi KKÍ. Fólk hefur misjafnar skoðanir um ágæti þessarar reglu sem kveður á um að aðeins einn leikmaður sem er ekki íslenskur ríkisborgari megi vera inni á vellinum í einu.Sjá einnig: Körfuboltahreyfingin klofin í tvennt. Hörður, sem spilar með Mitteldeutsher í Þýskalandi, hefur sterkar skoðanir á þessari reglu sem hann kallar meðalmennskuregluna. Hann segir að deildin sé veikari en ella sökum þessarar reglu og það sé engum til góðs.KFUM og KFUK umhverfi „Erum við að stefna að því að gera íslensku deildina að það lítilli tjörn að íslensku leikmennirnir geti verið hákarlar í henni?“ spyr Hörður í grein sem hann skrifaði inn á Karfan.is. „Erum við að reyna að búa til eitthvað KFUM og KFUK umhverfi þar sem allir fá sitt og allir eru glaðir, allir fá sínar mínútur án þess að vinna fyrir þeim?“ Hörður setur einnig spurningarmerki við hvað felist í hugtakinu að taka ábyrgð en ein helstu rökin með 4+1 reglunni er að ungir íslenskir leikmenn fái meiri ábyrgð fyrr en þeir myndu gera ef fleiri erlendir leikmenn væru leyfðir. „Ég er mikill talsmaður þess að ef þú vinnur ekki fyrir því sem þú færð, þá er það ekki þess virði. Til þess að ná árangri þá þarftu virkilega að leggja á þig til þess að komast á þann stað sem þú villt vera á,“ segir Hörður.Hörður í landsleik gegn Bretlandi í fyrra.vísir/vilhelmHollt fyrir alla að lenda á vegg Hörður segir nauðsynlegt fyrir unga leikmenn að þurfa að hafa fyrir hlutunum og vinna fyrir sínu. „Nú eru leikmenn að koma upp í meistaraflokk og fá mínútur strax á silfurfati. Fyrir mér er mikið bogið við það. 17-18 ára pjakkar eru að fá mínútur upp í hendurnar, eru að spila vel í slakri deild og líta vel út. En hvað svo næst? Ef þeir stefna að eitthverju meira? Ef þeir vilja ef til vill fara út í skóla? Fara að spila í Evrópu? „Því slakari sem deildin er hérna heima því harðari verður veggurinn sem þessir ungu leikmenn lenda á þegar þeir fara erlendis að spila. Það er hollt fyrir alla að lenda á vegg og vinna í því að komast í kringum hann. En það er ekki hollt að lenda það fast á vegg að þú getur ekki staðið upp aftur eða hvað finnst þér? „Í gegnum tíðina hafa þeir ungu leikmenn sem skara frammúr fengið að spila sama hvaða regla er í gangi. Þeir hafa alltaf náð að aðlagast og fengið hlutverk.“Brenton Birmingham reynir hér að stoppa Jón Arnór Stefánsson. Vísir/VilhelmBrenton sá eini sem ég lærði eitthvað af Hörður fjallar einnig um vægi svokallaðra Bosman-leikmanna en hann segist sjálfur hafa lært meira á þeim en þeim bandarísku leikmönnum sem hann spilaði með hér á landi. „Þegar ég spilaði á Íslandi þá spilaði ég með nokkrum Bosman leikmönnum. Allir höfðu það sameiginlegt að horfa á leikinn öðruvísi en það semég hafði áður kynnst,“ segir Hörður og heldur áfram: „Fyrstu árin mín spilaði ég með Nemanja Sovic. Við áttum mjög skrýtið samband okkar á milli en í gegnum tíðina hafa það verið mín bestu sambönd við liðsfélaga mína. Hann kenndi mér ótrúlega mikið um leikinn, á annan hátt heldur en mér hafði verið kennt áður. „Í Keflavík fengum við til okkar eftir áramót mitt seinasta ár á Íslandi Serba sem heitir Andrija Ciric. Þessi maður hafði spilað um alla Evrópu. „Á fáeinum mánuðum tók hann mig í nokkurs konar "kúrs" í júgóslavneskum körfubolta. Benti mér á hvernig ætti að stjórna rythmanum á leiknum,“ segir Hörður og bætir því við að Brenton Birmingham sé eini Kaninn sem hann hafi lært eitthvað af meðan hann spilaði hér á landi. Grein Harðar má lesa í heild sinni með því að smella hér. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Körfuboltahreyfingin er klofin í tvennt Tillögur liggja fyrir ársþingi KKÍ um að fjölga erlendum leikmönnum í Domino's-deild karla. Kosið verður um að halda sömu reglum, fara í 3+2 eða hafa einn Bandaríkjamann og ótakmarkaðan fjölda Bosman-manna. 8. maí 2015 07:00 Óbreytt landslag í körfunni Það verður óbreytt landslag í körfuboltanum á Íslandi á næstu leiktíð, en kosið var um hversu marga útlendinga liðin mættu vera með á næstu leiktíð á ársþingi KKÍ fyrr í dag. 9. maí 2015 15:24 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Hörður Axel Vilhjálmsson er ekki ánægður með 4+1 regluna svokölluðu sem var samþykkt á síðasta ársþingi KKÍ. Fólk hefur misjafnar skoðanir um ágæti þessarar reglu sem kveður á um að aðeins einn leikmaður sem er ekki íslenskur ríkisborgari megi vera inni á vellinum í einu.Sjá einnig: Körfuboltahreyfingin klofin í tvennt. Hörður, sem spilar með Mitteldeutsher í Þýskalandi, hefur sterkar skoðanir á þessari reglu sem hann kallar meðalmennskuregluna. Hann segir að deildin sé veikari en ella sökum þessarar reglu og það sé engum til góðs.KFUM og KFUK umhverfi „Erum við að stefna að því að gera íslensku deildina að það lítilli tjörn að íslensku leikmennirnir geti verið hákarlar í henni?“ spyr Hörður í grein sem hann skrifaði inn á Karfan.is. „Erum við að reyna að búa til eitthvað KFUM og KFUK umhverfi þar sem allir fá sitt og allir eru glaðir, allir fá sínar mínútur án þess að vinna fyrir þeim?“ Hörður setur einnig spurningarmerki við hvað felist í hugtakinu að taka ábyrgð en ein helstu rökin með 4+1 reglunni er að ungir íslenskir leikmenn fái meiri ábyrgð fyrr en þeir myndu gera ef fleiri erlendir leikmenn væru leyfðir. „Ég er mikill talsmaður þess að ef þú vinnur ekki fyrir því sem þú færð, þá er það ekki þess virði. Til þess að ná árangri þá þarftu virkilega að leggja á þig til þess að komast á þann stað sem þú villt vera á,“ segir Hörður.Hörður í landsleik gegn Bretlandi í fyrra.vísir/vilhelmHollt fyrir alla að lenda á vegg Hörður segir nauðsynlegt fyrir unga leikmenn að þurfa að hafa fyrir hlutunum og vinna fyrir sínu. „Nú eru leikmenn að koma upp í meistaraflokk og fá mínútur strax á silfurfati. Fyrir mér er mikið bogið við það. 17-18 ára pjakkar eru að fá mínútur upp í hendurnar, eru að spila vel í slakri deild og líta vel út. En hvað svo næst? Ef þeir stefna að eitthverju meira? Ef þeir vilja ef til vill fara út í skóla? Fara að spila í Evrópu? „Því slakari sem deildin er hérna heima því harðari verður veggurinn sem þessir ungu leikmenn lenda á þegar þeir fara erlendis að spila. Það er hollt fyrir alla að lenda á vegg og vinna í því að komast í kringum hann. En það er ekki hollt að lenda það fast á vegg að þú getur ekki staðið upp aftur eða hvað finnst þér? „Í gegnum tíðina hafa þeir ungu leikmenn sem skara frammúr fengið að spila sama hvaða regla er í gangi. Þeir hafa alltaf náð að aðlagast og fengið hlutverk.“Brenton Birmingham reynir hér að stoppa Jón Arnór Stefánsson. Vísir/VilhelmBrenton sá eini sem ég lærði eitthvað af Hörður fjallar einnig um vægi svokallaðra Bosman-leikmanna en hann segist sjálfur hafa lært meira á þeim en þeim bandarísku leikmönnum sem hann spilaði með hér á landi. „Þegar ég spilaði á Íslandi þá spilaði ég með nokkrum Bosman leikmönnum. Allir höfðu það sameiginlegt að horfa á leikinn öðruvísi en það semég hafði áður kynnst,“ segir Hörður og heldur áfram: „Fyrstu árin mín spilaði ég með Nemanja Sovic. Við áttum mjög skrýtið samband okkar á milli en í gegnum tíðina hafa það verið mín bestu sambönd við liðsfélaga mína. Hann kenndi mér ótrúlega mikið um leikinn, á annan hátt heldur en mér hafði verið kennt áður. „Í Keflavík fengum við til okkar eftir áramót mitt seinasta ár á Íslandi Serba sem heitir Andrija Ciric. Þessi maður hafði spilað um alla Evrópu. „Á fáeinum mánuðum tók hann mig í nokkurs konar "kúrs" í júgóslavneskum körfubolta. Benti mér á hvernig ætti að stjórna rythmanum á leiknum,“ segir Hörður og bætir því við að Brenton Birmingham sé eini Kaninn sem hann hafi lært eitthvað af meðan hann spilaði hér á landi. Grein Harðar má lesa í heild sinni með því að smella hér.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Körfuboltahreyfingin er klofin í tvennt Tillögur liggja fyrir ársþingi KKÍ um að fjölga erlendum leikmönnum í Domino's-deild karla. Kosið verður um að halda sömu reglum, fara í 3+2 eða hafa einn Bandaríkjamann og ótakmarkaðan fjölda Bosman-manna. 8. maí 2015 07:00 Óbreytt landslag í körfunni Það verður óbreytt landslag í körfuboltanum á Íslandi á næstu leiktíð, en kosið var um hversu marga útlendinga liðin mættu vera með á næstu leiktíð á ársþingi KKÍ fyrr í dag. 9. maí 2015 15:24 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Sjá meira
Körfuboltahreyfingin er klofin í tvennt Tillögur liggja fyrir ársþingi KKÍ um að fjölga erlendum leikmönnum í Domino's-deild karla. Kosið verður um að halda sömu reglum, fara í 3+2 eða hafa einn Bandaríkjamann og ótakmarkaðan fjölda Bosman-manna. 8. maí 2015 07:00
Óbreytt landslag í körfunni Það verður óbreytt landslag í körfuboltanum á Íslandi á næstu leiktíð, en kosið var um hversu marga útlendinga liðin mættu vera með á næstu leiktíð á ársþingi KKÍ fyrr í dag. 9. maí 2015 15:24