Sport

Óvæntur 11 marka sigur Gróttu/KR

Einn leikur fór fram í Suður riðli karla í handbolta í kvöld en þá hófst 7. umferð. Stjarnan lá á heimavelli gegn Gróttu KR, 20-31 í Ásgarði. Með sigrinum tyllti Grótta/KR sér í 4. sæti riðilsins með 8 stig og eru nú 2 stigum á eftir toppliðum ÍR og Víkings sem eins og önnur lið eiga leik til góða í umferðinni. Einn leikur fer fram á morgun laugardag en þá tekur ÍR á móti ÍBV í Austurbergi og hefst leikurinn kl 16.15.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×