Sport

Slakari frammistaða Íslendinga

Íslensku keppendurnir á heimsmeistaramóti áhugamanna í golfi sem fram fer í Puerto Rico tókst ekki að fylgja eftir góðri byrjun liðsins á fimmtudaginn var en þá var íslenska liðið í fjórtánda sæti ásamt fleiri þjóðum. Var þar mest um að þakka góðum hring hjá Sigmundi Mássyni sem spilaði á fjórum undir pari en hann átti aftur afspyrnuslakan dag í gær og endaði á níu höggum yfir pari. Skipti hann alveg um sæti við Ævar Örn Hjartarson sem spilaði verst íslensku strákanna fyrsta daginn en best í gær og endaði á pari. Samtals er liðið því einu yfir pari eftir fyrstu tvo dagana en lið Bandaríkjanna hefur staðið sig hvað best og er 20 höggum undir pari. Ekki var ljóst í hvaða sæti Ísland var þegar Fréttablaðið fór í prentun þar sem keppni var ekki lokið en leikið verður alla helgina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×